Mynd: Everton FC.
Aston Villa unnu verðmætan og verðskuldaðan sigur á okkar mönnum í dag en Everton sem höfðu verið á góðu skriði fram að því (16 stig af átján mögulegum) töpuðu sínum fyrsta deildarleik í sjö leikjum. Segja má að Benteke hafi afgreitt okkar menn nánast einhentur en hann hefur verið sjóðbullandi heitur fyrir þá undanfarið en það verður að segjast eins og er að okkar menn voru ansi rausnarlegir í vörninni í dag.
Uppstillingin: Howard, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, Naismith, Lennon, Lukaku. Varamenn: Joel, McGeady, Kone, Besic, Barkley, Osman, Alcaraz.
Everton liðið átti góðan kafla fyrstu fimm mínúturnar, litu öruggir út í allri boltameðferð og maður átti von á að þeir væru að taka völdin á vellinum. Lukaku fékk eitt færi þar sem hann fékk stungu í gegnum vörn Villa en þegar hann reyndi að komast framhjá varnarmanni fór boltinn í lappirnar á varnarmanninum og svo í fótinn á öðrum og rúllaði í burtu.
En eftir þetta var þetta allt niður á við hjá okkar mönnum. Vörnin í tómu tjónu og menn með glaurulausar feilsendingar trekk í trekk.
Villa menn skoruðu á 10. mínútu þegar Benteke fékk háa sendingu nokkuð utan af velli vinstra megin, stökk upp og skallaði hann í netið. Hvorki Baines né Jagielka reyndu að skalla frá, leyfðu Benteke bara að stökkva upp og skalla. Og Villa menn efldust við markið, náðu að halda boltanum vel og áttu flott skot að marki úr aukaspyrnu sem Howard sló frá á 15. mínútu.
Villa hefðu svo átt að vera komnir 2-0 yfir innan hálftíma en þeir fengu frían skalla eftir hornspyrnu á 29. mínútu en hittu ekki markið. Jagielka alveg úti á þekju, leyfði honum bara að skalla á markið en sem betur fer náðu þeir ekki að refsa honum fyrir það.
Ekkert að gerast í framlínunni hjá Everton fram að því. Nákvæmlega ekkert. Engin tilraun á mark á móti 6 frá Villa.
Maður hugsaði með sér að þetta liti illa út en Everton væru allavega aðeins einu marki undir þannig að Martinez ætti að geta hrist upp í þessu í hálfleik. Og akkúrat á því andartaki náði Benteke að skora annað fyrir Aston Villa. Einfalt mark, hornspyrna frá vinstri og enginn að dekka Benteke sem fékk frítt skot á mark. 2-0 fyrir Villa — alltof auðvelt og verðskuldað eftir skelfilega frammistöðu Everton í fyrri hálfleik.
2-0 í hálfleik. Ef einhvern tíman var ástæða fyrir Martinez að beita hárþurrkumeðferð í hálfleik þá var það þá. Erfitt að segja hvort það hafi verið gert en leikur Everton batnaði aðeins — ekki nægilega þó. Lukakau var sérstaklega líflegur í seinni hálfleik og leiddi hraðar sóknir fram á við. Í einu tilfelli rakti hann boltann frá eigin vallarhelmingi að vítateig Villa og skaut en varið í horn.
Everton fékk svo líflínu á 57. mínútu þegar Naismith var felldur inni í teig eftir að Vlaar felldi hann. Lukaku tók vítið og skoraði þó markvörður hefði náð að giska á rétt horn. Everton þar með að minnka muninn í 2-1.
En Villa menn svöruðu strax með glæsimarki. Cleverly sá eyðu fyrir aftan vörn Everton og fékk eitraða stungusendingu inn fyrir, lagði boltann fyrir sig inni í vítateig og skaut í slána og inn. 3-1 fyrir Villa. Barry átti svo skot af löngu færi á 70. mínútu en beint á markvörð Villa.
Naismith og Mirallas fóru af velli á 74. mínútu fyrir Barkley og Osman og þeir síðarnefndu hristu aðeins upp í liði Everton.
En það var ekki nóg. Jagielka skoraði reyndar með skalla í uppbótartíma (hef líklega átt að dæma það mark af þar sem Coleman ýtti við markverði Villa innan landhelgi) en markið stóð. Staðan 3-2 fyrir Villa.
Og við það fjaraði leikurinn út.
Einkunnir Sky Sports: Howard 5, Baines 6, Jagielka 5, Stones 5, Coleman 4, Barry 5, McCarthy 4, Mirallas 5, Naismith 5, Lennon 5, Lukaku 6. Varamenn: Barkley 5, Osman 5. Líklega einhverjar þær lélegustu einkunnir heilt yfir sem maður hefur séð á tímabilinu hjá Everton. Villa menn með þrjár áttur, fjórar sjöur og þrír með 6 og einn 5.
Everton eins og maður þekkir það undir stjórn Martinez. Algjörlega ömurlegt!!!
Kæru félagar Þar sem tímabilið fer að vera búið. Þá er ég ekki alveg sáttur með okkar menn. ég held að það sé ekki Martínes að kenna. Heldur erum við ekki með nógu mikla breidd hjá okkur. ég vona að við getum bætt aðeins í hópinn hjá okkur þegar gluggin opnar í ágúst. Það væri gaman að heyra hvað hinir félarnir segja um okkar félag. KOMA SVO ÁFRAM EVERTON. Verðum betri á næsta sísoni.