Mynd: Everton FC.
Everton mætir Aston Villa á útivelli í fjórða síðasta leik ensku deildarinnar á laugardaginn kl. 14:00 en Villa menn, þó þeir séu enn í bullandi fallbaráttu, hafa verið á nokkuð góðri siglingu undanfarið eftir að hafa rekið stjórann Lambert í febrúar og ráðið í staðinn Tim Sherwood. Marsmánuður reyndist þeim mjög góður, þrír sigrar í fjórum leikjum sem færðu þá af versta hættusvæði við botn deildar og í apríl tryggðu þeir sér jafnframt leik í úrslitum um FA bikarinn eftir sannfærandi sigur á Liverpool. En Everton liðið er einnig á góðri siglingu, taplausir í 6 leikjum í deild — þar af 5 sigrar og markmiðið fram til loka tímabils væntanlega að verða taplausir og reyna að tryggja sér 8. sætið sem liðið er aðeins 6 stigum frá. Þess má geta að þetta er 200. viðureign þessara tveggja liða (sem er met sem þessi lið bæta nú árlega) og Everton hefur ekki tapað fyrir Villa í síðustu 8 leikjum, unnið fjóra og gert fjögur jafntefli.
Gibson og Hibbert eru frá vegna meiðsla og klúbburinn tilkynnti jafnframt að Ovideo hefði meiðst á æfingu og gæti ekki tekið þátt í síðustu leikjum tímabilsins. Einnig er Pienaar ólíklegur til að taka þátt en aðrir ættu að vera heilir. Líkleg uppstilling því: Howard, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Barkley, Lennon, Mirallas og Lukaku.
Hjá Villa er Gabriel Agbonlahor tæpur en Nathan Baker, Chris Herd, Ciaran Clark, Alan Hutton og Libor Kozak eru allir frá (vegna langtímameiðsla). Þess má geta að Gabriel Agbonlahor hefur oftast skorað á móti Everton, af öllum mótherjum hans í Úrvalsdeildinni: Alls 7 sinnum.
Í öðrum fréttum er það helst að Jagielka er leikmaður marsmánaðar en Martinez benti á að hann hefði í raun átt að vera í liði tímabilsins, ekki bara vegna glæsimarka á borð við þetta…
… heldur einnig fyrir frábæra frammistöðu í vörn á tímabilinu. 🙂
Hver er ykkar spá fyrir Villa leikinn?
Ég spái 0-1 Barkley með mark.
Þetta verður strembinn leikur en ég er bjartsýnn, gengið vel undanfarið. Segi 1-2, Coleman og Lennon með mörkin.
Og ekki má gleyma — Til hamingju með afmælið, Ari! 🙂
Ég hef trú á sigri á móti Aston Villa.