Mynd: Everton FC.
Everton mætir Manchester United á sunnudaginn kl. 12:30 í fimmta síðasta leik tímabilsins. Martinez sagði á blaðamannafundi að Pienaar myndi líklega missa af leiknum en McCarthy og Osman ættu að vera orðnir góðir. Lukaku er sömuleiðis heill en Gibson, Hibbert og Oviedo eru allir frá.
Líkleg uppstilling því: Howard, Baines, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, Barkley, Lennon, Lukaku. Hjá United eru Rafael og Januzaj meiddir en Michael Carrick, Phil Jones, Marcos Rojo og Daley Blind metnir tæpir.
Stóru fréttir vikunnar eru þær að Sir Philip Carter, titlaður ‘forseti Evertonklúbbsins fyrir lífstíð’, lést í gær en þessi herramaður, sem var vel liðinn og virtur af öllum sem hann hittu, átti stóran þátt í stofnun ensku Úrvalsdeildarinnar og var við stjórnvölinn hjá Everton þegar klúbburinn gerði sér lítið fyrir og varð enskur meistari tvisvar, vann FA bikarinn og urðu að auki Evrópumeistarar (árið 1985). Klúbburinn birti falleg orð í hans garð frá núverandi formanni, Bill Kenwright, en einnig frá Howard Kendall, frá Roberto Martinez, frá David Moyes, frá Sharp, Stuart, Snodin og fleirum sem og Jagielka, Howard og Duncan Ferguson. Við hér á Íslandi vottum fjölskyldu Sir Philip Carter að sjálfsögðu virðingu okkar vegna fráfalls hans.
Í öðrum fréttum er það helst að klúbburinn rifjaði upp þann „stærsta leik sem áhorfendur á Goodison Park hafa upplifað“: Þegar Everton mætti Bayern Munchen fyrir nákvæmlega 30 árum og einum degi síðan — í undanúrslitum Cup Winners Cup og sigruðu 3-1 með ógleymanlegum hætti eftir að hafa lent undir — og unnu svo Rapid Vín í úrslitunum ekki löngu síðar.
Af ungliðunum er það að frétta að Everton U21 gerðu 1-1 jafntefli við Norwich U21 en mark Everton skoraði Tyias Browning. Þeir töpuðu einnig 3-0 gegn Chelsea U21.
Everton U18 gerðu 1-1 jafntefli við Man United U18. Mark Everton skoraði Antony Evans beint úr aukaspyrnu eftir að Everton lenti undir gegn gangi leiksins.
Einnig framlengdu Chris Long og John Lundstram lán sín hjá Brentford og Scunthorpe fram að lokum tímabils.
Leikurinn við United er í beinni á Ölveri á sunnudaginn. Hver er ykkar spá?
Við eigum ekki séns því miður.
Þetta fer 0-3 fyrir manure.
Þó maður óttist það versta,þá vonar maður alltaf það besta og hagar orðum sínum eftir því.
Auðvitað vinnum við 3:2!
Eitt er víst, Everton tapar ekki gegn United.
er sammála við vonum það besta.Þetta byrjar o-o ekki rétt.ég segi að við vinnum 2-1
Barry nælir sér í gult nr.2 á 60 mínútu, Rooney skorar svo því miður 0-1 á 73 mín.
Miðjumoð eftir það og svei mér þá ef það gerir ekki svaka haglél líka. 🙂
Uppstillingin komin:
http://everton.is/?p=9203