Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Burnley 1-0 - Everton.is

Everton – Burnley 1-0

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Burnley í dag og náðu forystunni í fyrri hálfleik, héldu boltanum mjög vel innan liðsins (66%) og sköpuðu öll almennilegu færi leiksins. Everton tókst aldrei að gulltryggja sigurinn sem var þó í raun aldrei í hættu, enda komu Burnley boltanum aðeins einu sinni á rammann og sá bolti var nánast frá þeirra eigin vallarhelmingi. Rautt spjald gerði svo útslagið fyrir þá rétt fyrir hálfleik.

Uppstillingin í leiknum: Howard, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, Barkley, Lennon, Kone. Varamenn: Robles, Garbutt, Alcaraz, Besic, McGeady, Naismith, Lukaku.

Fyrstu mínúturnar voru hálf scrappy, eins og enskurinn orðar það, Burnley pressuðu hátt á velli og reyndu að þvinga af okkar mönnum feila. Tókst þó ekki en eina skot Burnley sem rataði á mark (í öllum leiknum) var langskot frá Ings, frá miðjupunkti nánast.

Barkley átt tvö færi fyrir Everton á fyrstu mínútunum, bæði skot af löngu en ekki mikil hætta. En svo stal Lennon boltanum af miðjumanni Burnley, brunaði í skyndisókn og var felldur rétt utan teigs þegar hann var að fara að skjóta. Dómarinn dæmdi (ranglega, skv. endursýningu) víti sem Barkley tók. Skaut föstu og lágu skoti út við stöng sem markvörður varði. Réttlætinu fullnægt, gæti maður sagt.

Baines átti flott skot eftir að hafa óvænt fengið frákast frá markverði en vel varið. Lennon átti svo mjög flott hlaup upp miðjan völl og glæsilegt skot en rétt framhjá stöng.

Færin komu nokkuð reglulega hjá Everton og eitt þeirra skilaði marki á 28. mínútu. Mirallas með það mark — Coleman sendi fyrir frá hægri, Kone náði ekki skoti og boltinn barst því til Mirallas sem lék á varnarmann og komst óvaldaður gegn markverði og skaut framhjá honum. 1-0 Everton.

Burnley svöruðu strax með því að opna vörn Everton illa, sóknarmaður kom hlaupandi og fékk stungusendingu í gegn, komst einn á móti Howard en lúðraði boltanum upp í stúku.

Stones fékk boltann í hendi innan teigs á 42. mínútu þegar hann reyndi að tækla til að stoppa fyrirgjöf en dómarinn dæmdi ekkert. Fólk ekki sammála hvort það hafi verið rétt ákvörðun.

En rétt fyrir hálfleik lét Barnes, leikmaður Burnley, reka sig út af — tæklaði Coleman en ekki boltann og fékk þar með sitt seinna gula spjald. Burnley því manni færri og marki undir í hálfleik. Útlitið ekki gott fyrir þá.

Everton byrjuðu seinni hálfleik með látum: fyrirgjöf frá Baines frá vinstri á Kone sem skaut í stöng og Mirallas var heppinn að sleppa með gult spjald fyrir ljótt brot á varnarmanni.

Stuttu síðar gerði Lennon vel að halda sér réttstæðum, fékk stungusendingu frá Baines og sendi glæsilega fyrir frá vinstri — skapaði glæsilegt færi fyrir McCarthy en sá síðarnefndi setti boltann rétt framhjá stönginni hægra megin.

Mirallas út af fyrir Lukaku á sextugustu mínútu.

Stuttu síðar fékk Everton aukaspyrnu sem Baines tók, virtist varið með hendi innan teigs en ekkert dæmt. Var ekki endursýnt þannig að erfitt að segja hvort það hafi verið rétt.

Fín pressa frá Everton skilaði færi fyrir Baines, skotfæri utan teigs sem var vel varið.

Við misstum svo af nokkrum mínútum þegar útsendingin rofnaði 🙂 en það næsta sem við vissum var að Coleman hlóð í þrumuskot utan af velli og boltinn ekki mjög langt framhjá samskeytum.

Lukaku var næstum kominn í dauðafæri, fékk langa sendingu upp völl, fyrsta snerting góð en hann rann sem gerði það að verkum að markvörður náði til boltann á undan Lukaku.

Barry komst óvænt í dauðafæri, einn inni í teig hægra megin eftir fyrirgjöf frá Baines utan af velli, skaut í fyrstu snertingu en skotið ekki fast og auðveldlega varið. Færin ennþá að birtast nokkuð reglulega.

Naismith inn á fyrir Kone á 80. mínútu.

Og Everton voru ekki hættir að skapa færi, áttu hátt í tíu skot sem rötuðu á rammann en Burnley aðeins með þetta eina skot langt utan af velli. McCarthy var ekki langt frá því að sjá boltann í netinu úr langskoti en boltinn fór hárfínt framhjá stöng.

Besta færi Burnley í seinni hálfleik fékk Ings — skallafæri alveg undir lokin en hann skallaði hátt yfir.

Besic kom inn á fyrir McCarthy á 87. mínútu en sá síðarnefndi hafði verið haltrandi undir lokin.

Burnley settu svolitla pressu á Everton í lokin en náðu ekki að skapa neitt færi. Barkley átti hins vegar skot fyrir Everton á 91. mínútu en það var varið.

Lokastaðan því 1-0, Everton í vil og liðið okkar því búið að ná í 13 stig af síðustu 15 mögulegum. Gott mál.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 7, Stones 7, Jagielka 7, Coleman 7, Barry 6, McCarthy 7, Lennon 7, Barkley 6, Mirallas 6, Kone 5. Varamenn: Lukaku 6, Naismith 6, Besic 6. Fjórir með 7 hjá Burnley, tveir með 5 og restin fékk 6 í einkunn.

7 Athugasemdir

  1. Halldór Sig skrifar:

    Lítur vel út fyrir okkur í hálfleik. Slakt vítið hjá Barkley. Gott að fá mark frá Mirallas. Mér finnst A.Lenon smella vel inní Everton liðið, vona að við fáum hann í sumar

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    80 mínútur búnar og það má ekki á milli sjá hvort liðið er einum fleiri.

  3. Halldór Sig skrifar:

    Þakklátur fyrir þessi 3 stig en frekar svektur að sjá ekki fleiri mörk. Mikil barátta í Burnley og gáfu ekkert eftir þrátt fyrir að vera manni færri hálfan leikinn á útivelli.

  4. Finnur skrifar:

    Mikið rétt.

    Greining Executioner’s Bong á leiknum er annars hér:
    https://theexecutionersbong.wordpress.com/2015/04/18/tactical-deconstruction-everton-1-0-burnley/

  5. Orri skrifar:

    Það gott mál að stigin 3 úr þessum leik séu komin í hús.Þetta stendur greinilega allt til bóta hjá okkur.