Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Swansea vs. Everton - Everton.is

Swansea vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Næsti leikur Everton er í Wales á laugardaginn kl. 11:45 en þá eigast okkar menn við Gylfa Sigurðsson og félaga í Swansea. Eftir þrjá sigurleiki Everton í röð (gegn Newcastle, QPR og Southampton) erum við hætt að horfa á liðin fyrir neðan og eingöngu farin að hugsa um hversu hátt liðið endar á tímabilinu. Það eru sjö leikir eftir sem setur efri mörkin við 58 stig (21 stig eftir) og ætti að vera raunhæft að geta náð nógu mörgum stigum til að enda í efri hluta deildar (enda ekki nema 5 stig í það). Að auki má geta þess að ef Everton leggur Swansea að velli verða ekki nema 6 stig í 8. sætið sem vissulega yrði nokkuð stór biti en gerlegt. Swansea seldu markaskorara sinn, Bony, til Chelsea fyrir nokkru en Bafétimbi Gomis tók við keflinu og virkar heitur — hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum og nauðsynlegt að hafa góðar gætur á honum.

Það hjálpar okkur ekki að ná góðum úrslitum úr leiknum að Lukaku er tæpur og Gibson var að meiðast (út tímabilið líklegast). McGeady, Oviedo og Hibbert eru auk þess frá. Líkleg uppstilling því: Howard, Baines, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Barkley, Osman, Lennon, Kone.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U19 tapaði í undanúrslitum Dallas Cup 0-1 fyrir Coritiba U19 og lauk þar með þátttöku liðsins í þeirri keppni.

Og ungliðinn okkar, George Green, heldur áfram að gera það gott sem lánsmaður með Tranmere, en fyrir utan að skora sigurmark gegn Wimbledon á síðustu mínútunum í síðasta leik lagði hann upp annað mark Tranmere gegn Stevenage sem kom Tranmere yfir í leiknum. Hann ætlar greinilega að reynast þeim drjúgur á lokasprettinum.

En, Swansea næst á laugardaginn, í beinni á Ölveri.

4 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Komi ekkert uppá þá munum við bræður, Elvar og Georg, mæta ferskir á Ölver.

  2. Diddi skrifar:

    0-2 fyrir okkur, Mirallas og Stones með mörkin 🙂

    • Diddi skrifar:

      ætla breyta spánni í að Elvar og Georg skori mörkin, eða jafnvel Pienaar og Barkley……eða Jags og McCarthy 🙂 góða skemmtun 🙂

  3. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=9141