Mynd: Everton FC.
Everton liðið mætir á Loftus Road á sunnudag kl. 16:00 til að glíma við QPR í 30. umferð Úrvalsdeildarinnar. Leikmenn og stuðningsmenn Everton vonast til þess að leikmenn svari döprum úrslitum úr Europa League ytra gegn Dynamo með sigri í þessum leik, sem gæti flutt liðið upp að hlið Newcastle í 11. sætinu og létt enn frekar á pressunni frá liðunum í botnbaráttunni.
QPR hefur gengið afleitlega á árinu, spilað 11 leiki í öllum keppnum, tapað 9, gert eitt jafntefli og sigrað eitt lið (Sunderland). Þeir hafa auk þess ekki unnið á heimavelli í sjö tilraunum síðan fyrir jól (unnu West Brom þá). Fimm af síðustu heimaleikjum þeirra töpuðu þeir, en þeir hafa það sér til málsbóta að leikjaprógrammið á heimavelli var strembið (Tottenham, Arsenal, Southampton, Man United — lið sem eru að berjast um fjórða sætið).
Leikmenn Everton eru ekki að glíma við nein ný meiðsli úr viðureigninni við Dynamo Kiev en Barry er í banni. Bryan Oviedo, Tony Hibbert og Steven Pienaar eru allir að jafna sig af sínum meiðslum. Lennon er gjaldgengur eftir að hafa þurfað að sitja hjá í Europa League. Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Stones, Jagielka, Coleman, McCarthy, Osman, Barkley, Lennon, Naismith, Lukaku. Hjá QPR eru Leroy Fer, Richard Dunne og Alejandro Faurlin sagðir frá en Joey Barton búinn með sitt leikbann. Hann var reyndar sagður hafa meiðst á æfingu á dögunum, þannig að hann missir að öllum líkindum af leiknum. Óvíst með Darnell Furlong — metinn tæpur.
Af ungliðunum er það að frétta að Chris Long framlengdi lán sitt hjá Brentford um annan mánuð en hann er búinn að skora fjögur mörk í níu leikjum fyrir þá.
En þá að rúsínunni í pylsuendanum: Ríkjandi Englandsmeistarar okkar, Everton U18, sigruðu Chelsea U18 í morgun 0-2 á útivelli í útsláttakeppni Barclay’s U18 ára deildinni. Þar með hafa guttarnir okkar í tveimur leikjum unnið bæði liðið sem var efst í norðurriðli (Middlesbrough U18) og það sem var efst í suðurriðli (Chelsea U18). Mörk Everton komu í sitt hvorum hálfleiknum, fyrst skoraði James Graham með skalla og svo bætti Harry Charsley öðru við í seinni hálfleik.
En, QPR næst á sunnudaginn. Hver er ykkar spá?
Miðað við það að það er landsleikjahlé framundan og Everton vinnur yfirleitt ekki síðasta leik fyrir þau hlé þá er jafntefli Það besta sem maður getur vonast eftir. En miðað við að Martinez er fáviti sem heldur að menn eins og Alcaraz, Kone og Atsu séu nógu góðir fyrir okkur að ógleymdum Barry og McGeady, þá erum við að fara að tapa þessum leik. Auk þess vinnum við bara einn leik í mánuði og hann var um síðustu helgi.
2-0 fyrir QPR 🙁
Það skal tekið fram að ég vona það besta.
Vinnum 2-1 !!!
Vinnum 1-3 Barkley,Lukaku og Coleman með mörkin fyrir okkur. Og takk fyrir frábæra Árshátíð fyrir norðan og mætum öll á Ölver í Everton stofuna okkar 🙂
sælir félagar samkvæmt bókinni þá eigum við að vinna QPR en þeir eru óutreiknalegir.Okkur hefur ekki gengið vel á móti neðrahluta liðunnum.Við þurfum stig að halda.GÓÐIR FÉLAGAR ÁFRAM EVERTON
Við erum sjálfir neðrihlutalið. Um leið og við förum að hætta að líta niður á önnur lið eins og þessi svokölluðu neðrihluta lið og gera of mikið úr þessum svokölluðu topp/peninga/efrihluta liðumþá förum við að vinna leiki.
Gerum þetta á okkar forsendum Everton menn 🙂
ps. þetta er bara mín pæling kæru vinir 🙂
Uppstillingin komin:
http://everton.is/?p=9103
Tveir frammi í þetta skiptið…
Sælir félagar.Þetta er skyldu sigur.0-3 fyrir okkur.Mér er alveg sama hverjir skora.
Þetta er skyldu sigur í dag óttast það versta vona það bersta.