Mynd: Everton FC.
Á fimmtudaginn kl. 18:00 mætir Everton Dynamo Kiev í Úkraínu til að spila seinni leikinn í 16. liða úrslitum Europa League. Everton fer með eins marks forskot í leikinn eftir að hafa unnið fyrri umferðina á Goodison Park 2-1, eins og kunnugt er, sem þýðir að Everton liðinu nægir jafntefli til að komast í átta liða úrslit. Dynamo Kiev nægir aftur á móti 1-0 sigur heima — en ef Everton skorar í leiknum eru Dynamo Kiev í slæmum málum því þá verða þeir að vinna með meira en tveimur mörkum til að komast áfram.
Lennon er ekki gjaldgengur í keppnina og óvíst er hvort Stones sé orðinn leikfær, líklega þó, en spurning hvort Martinez leyfi Alcaraz að halda sínu sæti. Mig grunar þó ekki. Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Osman, Barkley, Naismith, Lukaku. (Uppfært 18. mars eftir að í ljós kom að Mirallas verður ekki með).
Í öðrum fréttum er það helst að Lukaku var valinn leikmaður febrúarmánaðar en hann átti stærsta þáttinn í því að Everton komst áfram í Europa League með fimm mörkum gegn Young Boys í tveimur leikjum.
Af ungliðunum er það að frétta Everton U21 tapaði naumlega, 1-2 fyrir Man United U21. Mark Everton skoraði Jonjoe Kenny úr víti. En ríkjandi Englandsmeistarar okkar, Everton U18, tryggðu sér annað sæti í norðurriðli Barclays U18 deildinni þegar þeir léku sinn síðasta leik á tímabilinu í norðurriðli við Middlesbrough U18. Það er skemmst frá því að segja að Everton U18 unnu liðið sem endaði í efsta sæti riðilsins sannfærandi: 4-0. Kieran Dowell skoraði tvö fyrir Everton og Calum Dyson og Harry Charsley sitt markið hvor. Norðurriðillinn endaði því svona og mæta fjögur efstu liðin U18 ára liðum Chelsea, Tottenham, Aston Villa og West Brom (sem enduðu í fjórum efstu sætum suðurriðils) í útsláttakeppni um Englandsmeistaratitilinn. Hin liðin eru úr leik.
NORTH GROUP | |||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
POS | CLUB | P | W | D | L | GF | GA | GD | PTS | ||
1 | Middlesbrough U18 | 22 | 16 | 2 | 4 | 59 | 30 | 29 | 50 | ||
2 | Everton U18 | 22 | 13 | 2 | 7 | 49 | 30 | 19 | 41 | ||
3 | Man City U18 | 22 | 12 | 4 | 6 | 45 | 29 | 16 | 40 | ||
4 | Man Utd U18 | 22 | 12 | 2 | 8 | 29 | 24 | 5 | 38 | ||
5 | Wolves U18 | 22 | 11 | 4 | 7 | 38 | 36 | 2 | 37 | ||
6 | Derby U18 | 22 | 8 | 9 | 5 | 47 | 36 | 11 | 33 | ||
7 | Liverpool U18 | 22 | 8 | 5 | 9 | 51 | 51 | 0 | 29 | ||
8 | Sunderland U18 | 22 | 8 | 5 | 9 | 33 | 35 | -2 | 29 | ||
9 | Newcastle U18 | 22 | 6 | 3 | 13 | 36 | 50 | -14 | 21 | ||
10 | Blackburn U18 | 22 | 5 | 5 | 12 | 31 | 50 | -19 | 20 | ||
11 | Stoke U18 | 22 | 5 | 4 | 13 | 23 | 39 | -16 | 19 | ||
12 | Bolton U18 | 22 | 3 | 5 | 14 | 22 | 53 | -31 | 14 |
Hópurinn sem flaug út:
Howard, Robles, Griffiths.
Baines, Jagielka, Stones, Alcaraz, Coleman, Garbutt, Browning.
McCarthy, Barry, Besic, Osman, Gibson, Barkley, Atsu, McGeady.
Lukaku, Naismith, Kone.
http://www.evertonfc.com/news/2015/03/18/everton-squad-leaves-for-kyiv
Sem sagt: Enginn Mirallas (fékk högg í fyrri leiknum) en McGeady kominn í hóp aftur eftir meiðsli. Tony Hibbert, Bryan Oviedo og Steven Pienaar jafnframt ekki með.
Takk fyrir frábæra helgi strákar mínir. Nú er bjart framundan og ég spá að við vinnum 1- 3 á morgun 🙂
Ég spái sigri 2-0. Það er orðið langt síðan við förum í leik eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki þar á undan. Sjálfstraustið hjá liðinu er meira en það hefur verið í langan tíma. (grunar mig)
sælir og takk allir fyrir helgina strákar þetta var snilld en að leiknum ég las að Martinez hafi sagt að völlurinn hjá Kiev væri frosinn og lélegur og þeir hefðu þurft að æfa á hlaupabrautinni og reynist það rétt þá er þetta til skammar segji ég bara en áfram bláir segji að McCarthy setji eitt og Lukaku eitt 0-2 fyrir okkur
Þetta er sennilega mikilvægasti leikur Everton í vetur. Þetta er leikur sem skiptir öllu máli. Spái 2:2 Lukaku og Naismith með mörkin.
Uppstillingin og ýmsar fréttir:
http://everton.is/?p=9082