Mynd: FBÞ.
Skoðanakönnun sýndi glögglega að derby leikurinn hentar illa fyrir árshátíð fyrir norðan og því gerum við aðra tilraun… 🙂
Það freistar okkur í stjórn mikið að halda árshátíð Everton á Íslandi fyrir norðan þetta tímabilið, eins og áður hefur komið fram. Okkur langar að koma örlítið til móts við ykkur sem þar búið (og í nágrenninu), mæta á staðinn og halda upp á daginn — ef áhugi er fyrir hendi.
Hugmyndin er að gera eitthvað skemmtilegt saman á Akureyri fyrri partinn, horfa svo á Everton-Newcastle leikinn í veislusal (14. mars kl. 15:00) og borða um kvöldið á sama stað þar sem fólki yrði frjálst að koma með sitt eigið áfengi. Nánari dagskrá og verð auglýst síðar en við erum einnig að leita tilboða í gistingu fyrir utanbæjarfélagsmenn sem vilja fagna með okkur og gista á Akureyri.
Athugið þó að til þess að þetta gangi upp þarf nægilegur áhugi að vera til staðar þannig að nú viljum við biðja ykkur að taka frá 14. mars og láta okkur vita strax hvort þið gætið mætt í veislumatinn þannig að við getum metið hvort þetta sé raunhæft markmið eða ekki.
Vinsamlegast látið vita hér.
Mæti, ef ég verð ekki á sjó.
Baddi mætir 100% og hlakkar mikið til að hitta alla norðan menn 🙂
uhh já ég mæti klárlega og kvet alla Evertonmenn til þess að mæta koma svo
Notið endilega könnunina, svo hægt sé að halda utan um upplýsingarnar á einum stað. Þakka öllum sem þegar hafa sent inn svör.
https://docs.google.com/forms/d/1f5S30Wbels2b0j_Y-aYBQFTbM061zgyUqHs4yPp8cVg/viewform
Mæti pottþétt og hlakka til að hitta ykkur félagar. Já og takk fyrir að breyta dagsetningunni. Hvet alla til að koma norður, gerðum þetta fyrir allmörgum árum síðan sem var þrusu gaman.
Gaman að halda þessum þráð lifandi og heyra í þeim sem hafa áhuga.
Frábært að færa þetta svo maður komist. Ég mæti og verður gaman að hitta ykkur félagana.
Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja þetta en ef við vinnum Young Boys í Europa Leagu þá eru spilaðir leikir 12. og 19. mars næst og það þýðir að leikirnir sem eru 14 og 21 mars verða væntanlega færðir á sunnudag 15. og 22. mars. Vildi bara láta ykkur vita fyrst ég sá þetta.
Hægt að sjá þetta hér:
http://www.uefa.com/uefaeuropaleague/season=2015/matches/index.html
líst vel á þetta allt saman.b
Mæti hress og kátur
Takk fyrir skjót svör! Þetta lítur bara *mjög* vel út með 14. mars — við erum strax komin með vel yfir 20 manns sem hafa staðfest komu sína (svarað formlegri könnun) og rúmur meirihluti ætlar að mæta með maka. Vel gert! Þessar árshátíðir fyrir sunnan hafa verið mjög svo skemmtilegar hingað til og verður örugglega ekki síðri skemmtun fyrir norðan! Ég hef nefnilega heyrt að Norðlendingar kunni að skemmta sér almennilega. 🙂 Er það rétt?
Það er mikilvægt að þið öll (þeas. þau ykkar sem eigið það eftir) svarið ekki bara hér í kommentakerfinu heldur einnig formlegri könnun, svo við vitum hvað við þurfum að gera ráð fyrir stórum hópi (sérstaklega hversu margir makar mæta, leyfilegt að mæta með fleiri en einn). 😉
Hér er linkurinn aftur — tekur ekki nema um það bil mínútu:
https://docs.google.com/forms/d/1f5S30Wbels2b0j_Y-aYBQFTbM061zgyUqHs4yPp8cVg/viewform
Mæti ekki spurning og gleðilegt að þið ætlið að mæta í skurðinn til okkar 🙂
Skildumæting hjá mér 🙂