Mynd: Everton FC.
Everton mætir á St. Mary’s leikvanginn í Southampton á morgun kl. 15:00 í 17. deildarleik tímabilsins. Flestir sparkspekingar spáðu fyrir tímabilið að Southampton myndu eiga í bullandi vandræðum á tímabilinu þar sem þeir misstu marga, sem álitnir voru máttarstólpar, úr liðinu (aðallega til Liverpool) fyrir fyrsta leik en það er eins og þeir hafi ekki saknað þeirra mikið því liðið fór á þvílíkt „run“ eftir að hafa tapað upphafsleik tímabilsins, unnu ellefu leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu aðeins einum. En svo var eins og bensínið á tankinum kláraðist algjörlega um miðjan nóvember þegar þeir gerðu jafntefli við Aston Villa á útivelli og á eftir fylgdu fimm töp í röð (nú síðast tap í deildarbikarnum gegn B deildarliðinu Sheffield United) og ef úrslitin verða okkur að skapi tapa þeir sínu sjötta leik í röð á morgun.
Það eru ansi margir frá hjá þeim því Morgan Schneiderlin, Victor Wanyama (sem eru líklega þeirra fyrsti valkostur í miðjuparið) sem og Florin Gardos eru allir í banni og að auki eru Jay Rodriguez, Dusan Tadic, Sam Gallagher, Jack Cork og Jake Hesketh meiddir. Steven Davis og Graziano Pelle — þeirra aðal markaskorari á tímabilinu og sá eini sem hefur náð að skora fleiri en þrjú mörk — eru báðir metnir tæpir fyrir leikinn. Líklegt þykir því að um 5-6 leikmenn úr hinni rómuðu akademíu Southampton verði í hópnum.
Hjá okkur er Barry búinn að taka út sitt bann en Osman, Mirallas og Hibbert eru frá og Gibson og McCarthy tæpir. Barkley og Besic stóðu sig frábærlega í síðasta leik og því spurning hvort Barry fari beint í liðið og þá á kostnað hvers. Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, Besic, Barkley, Pienaar, Naismith, Lukaku.
Það verður þó að segjast eins og er að St. Mary’s hefur reynst Everton erfiður undanfarið þar sem afraksturinn er aðeins einn sigur í síðustu 15 leikjum. Já, einn. Við fórum bjartsýn inn í leikinn þar á síðasta tímabili og sáum Everton liðið afhenda þeim sigurinn á silfurfati með því að skora tvö (reyndar glæsileg) sjálfsmörk, sem gerði liðinu mjög erfitt fyrir í baráttunni um fjórða sætið.
Þess má til gamans geta að Steven Naismith hefur skorað fjögur mörk úr átta skotum á mark í Úrvalsdeild á tímabilinu.
Af ungliðunum er það að frétta að U21 árs liðið tapaði í 32ja liða úrslitum U21 Premier League Cup, 0-2, gegn Huddersfield.
Hver er ykkar spá gegn Southampton?
Ég hef það á tilfinninguni að við séum að fara vinna leiki núna. Evrópukeppnin komin í frí og það er nóg til þess að Everton er eitt sterkasta lið deildarinnar núna. Held að Southampton verði ekki mikil fyrirstaða og ef allt er eðlilegt erum við að fara vinna þennan leik 3-4:0
Lukaku er að fara skora sína fyrstu þrennu á morgun takk fyrir!
Sjáumst á Ölver á morgun.
Steindautt jafntefli 1-1
andskotann ekki alveg steindautt ef við fáum 2 mörk Ingvar 🙂
ég held að við töpum 2 – 1 🙂
Nokkuð ljóst að hægt er að bóka sigur á morgun þar sem Diddi hefur sjaldan reynst sannspár, Everton landar 2-1 sigri
Er ekki rétt af okkur að vera bjartsýnir og reikna með góðum 4-1 sigri í þessum leik. Við eigum að vísu nokkuð strembið prógram fram að áramótum, en ég er klár á að nú stendur liðið sig vel í þeim átökum. Við verðum í topp 5 þann 1. janúar 2015.
Fín upphitun.
Spái 0-0. Væri fínt að ná hálftíma blundi eftir te-ið í hálfleik.
SPÁI 2:1 fyrir Everton. Ekki sammála uppstillingunni vill hafa vörnina óbreytta Baines, Coleman. Jagielka og Distin ef Stones getur ekki spilað. Djúp miðja Besic og Barkley fyrir framan stjórni miðjuspili á erfitt með vængmenn okkar veikleiki fyrst það vantar Mirallas en ekki spurning með Naismith og Lukaku og svo getum við hent inn Etuu, jafnvel Stones, Osman í seinni hálfleik.
Uppstillingin komin:
http://everton.is/?p=8532