Mynd: Everton FC.
Næsti leikur er á útivelli gegn Tottenham (kl. 16:00 á sunnudaginn) en bæði lið tryggðu sér efsta sætið í sínum Europa League riðli í gær. Ég kíkti snögglega á árangur Everton í næsta leik eftir Europa League leik en hann er TTSJ (sigur/jafntefli/tap). Ekki mjög beysið en rétt að nefna að bæði töpin voru afskaplega óverðskulduð (Crystal Palace — sem nokkur okkar horfðum á með „eigin eyrum“ á Goodison Park sem og United sem var ekkert annað en rán um hábjartan dag á Old Trafford). Tottenham standa aðeins betur að vígi eftir sína Evrópuleiki; árangur þeirra: JTSS. Það er reyndar svolítið undarlegt að þeir hafa ekki leikið heimaleik í deild á eftir Evrópuleik á tímabilinu en heimaleikjaárangur þeirra í síðustu 5 deildarleikjum er arfaslakur: fjögur töp (Stoke, Newcastle, West Brom og meira að segja Liverpool) og svo einn sigur (Southampton). Þeir hafa jafnframt þótt ósannfærandi í síðustu tveimur sigurleikjum í deild — rétt marið sigur manni fleiri í báðum leikjum.
Everton liðið hefur ekki tapað leik í síðustu 8 leikjum í öllum keppnum og vörnin (sem var eins og gatasigti í byrjun) aðeins fengið á sig þrjú mörk á þeim tíma. Jafnframt hefur liðið aðeins tapað tveimur leikjum á útivelli í öllum keppnum (annars vegar varaliðið gegn Swansea í deildarbikarnum og hins vegar United — sem áður var rætt). En á móti kemur að Everton hefur ekki unnið á White Heart Lane í síðustu 6 tilraunum. Kannski kominn tími til að breyta því.
Meiðsladeildin lítur þó ekki vel út því fjórir menn missa pottþétt af leiknum: Stones, Oviedo, Gibson og Alcaraz og jafnframt eru Baines, Barry, Naismith og Pienaar tæpir og verða metnir á leikdegi. Arouna Kone er þó heill en maður á ekki von á því að sjá hann nema bara í mesta lagi í nokkrar mínútur í lokin, enda lítið fengið að spreyta sig. Staðan á meiðslum er svipuð hjá Tottenham: Younes Kaboul, Emmanuel Adebayor, Etienne Capoue, Nacer Chadli, Andros Townsend og Danny Rose meiddir/tæpir en Kyle Naughton í banni.
Í öðrum fréttum er það helst að Everton U21 og Celtic U21 skildu jöfn 1-1 í Premier League International Cup en hægt er að sjá mörkin í vídeói hér. Af öðrum ungliðum er það að frétta að varnarmaðurinn og enski unglingalandsliðsmaðurinn Matthew Pennington var lánaður til Coventry fram yfir áramót.
Hvar hittast Evertonmenn fyrir white hart lane veit einhver thad?
Við hittumst að sjálfsögðu á Ölver
Koma svo
Diddi verður okkar maður á leiknum á morgun.Hann fékk sigur í afmælisgjöf á fimmtudaginn,hann hefur jafnframt lofað mér að hann komi heim með stigin 3 úr þessum leik.Ég óska honum og hans fólki góðrar skemtunar á leiknum á morgun.Ég segji 2-0 fyrir okkur.
Vona bara að við vinnum og mér er alveg sama hvernig. Það eru nokkur félög sem mér er næstum jafn illa við og Liverpoo og Tottenham er eitt þeirra.
The Antwerp Arms er góður staður. 168 Church Road.
Dirty Dicks just outside Liverpool Street Station
The Irish club, full of blues….White Hart Lane station, down the steps cross the road and about 200 yards up on the left hand side xx
Hérna eru upplýsingar um þrjá góða staði… njóttu vel kæri Diddi… 🙂
Áfram Everton!
Ari og Orri, takk fyrir elskurnar!!!!!!
Þetta er einn mikilvægasti leikur okkar hingað til á tímabilinu liðin með jafnmörg stig og sigurvegarinn fylgir eftir toppliðunum en tapliðið í erfiðleikum. Eins og Finnur skrifar í upphituninni þá hefur Everton ekki unnið þarna í 6 ár en við erum heppnir núna því Diddi okkar til að ná í stigin 3 góða skemmtun Diddi og förunautar. Mín spá 0-1 og ætli Eto’o setji ekki þennan.
( Er þarna) vantar inn í greinina um Didda
Það kom fram núna fyrir stuttu að þegar að Tottenham hefur tapað sínum heimaleikjum 4 þá hefur það gerst vikuna eftir evrópuleik hjá félaginu. Þannig að í raun skptir evrópukeppnin engu máli í dag þar sem bæði lið eru á sama báti með það.
Diddi…
Stigin heim!