Mynd: Everton FC.
Landsleikjahléinu lýkur brátt með leik við West Ham í deild á heimavelli á laugardaginn kl. 15:00.
Þó maður vilji sjá sem flesta leiki er þó ekki laust við að maður sé hálf feginn að sjá leikmenn á meiðslalistanum fá smá „auka“ hvíld þar sem liðið okkar hefur ekki farið varhluta af meiðslum undanfarið, frekar en mörg önnur lið, en nóvember er oft meiðslamánuður, skv. Martinez. Heilir sjö menn verða metnir á leikdegi: Baines meiddist á æfingu með enska landsliðinu en hans meiðsli voru fyrsta stigs meiðsli á lærvöðva (yfirleitt vika til 10 dagar að jafna sig) og hann er yfirleitt fljótur að jafna sig af meiðslum og á því séns í leikinn. Svipað gildur um alvarleika á meiðslum James McCarthy (1. stigs meiðsli í leiknum gegn Sunderland) og hann því líklegur einnig. Gibson meiddist á hné í leik gegn Sunderland og hefur ekki getað æft síðan, þannig að hann þykir ekki líklegur fyrir West Ham leikinn. Coleman lék hins vegar landsleik með Írum með 5 spora saum og á því góðan séns. Pienaar og Mirallas eru farnir að æfa með hópnum og munar um minna. Barry, sem talinn var hafa fótbrotnað gegn Sunderland, slapp sem betur fer við það og er því vikum en ekki mánuðum frá endurkomu en þykir að sjálfsögðu einna ólíklegastur til að ná leiknum af þeim sjö sem meiddust nýlega en þar að auki eru Kone og Oviedo enn að jafna sig. 9 leikmenn samtals, benda talnaglöggir á — sem ganga ekki heilir til skógar. Næstum heilt fótboltalið — Það munar um minna.
West Ham eru sem stendur í fjórða sæti deildar eftir frábæra byrjun en þeir hafa aðeins tapað einum deildarleik frá því ágústmánuði lauk (í átta leikjum) en þar inn á milli leyndist frækilegur sigur á Manchester City. Everton hafa aðeins tapað tveimur deildarleikjum á sama tímabili en leikið fjóra Europa League leiki að auki, alla án þess að tapa. Þetta er mjög mikilvægur leikur í baráttunni um fjórða sætið en með sigri gæti Everton komist upp fyrir Arsenal í 6. sætið og verið aðeins stigi frá 4. sæti.
Í öðrum fréttum er það helst að:
– Baines er leikmaður október mánaðar en hann lék fimm leiki og var með eina stoðsendingu sem gaf mark per leik að meðaltali.
– U18 ára lið Everton vann United U18 2-0 á heimavelli. Kieran Dowell og James Yates skoruðu mörkin.
– Sóknarmaðurinn Hallam Hope fór að láni til Bury fram að áramótum allavega.
– NSNO síðan greindi frá því að hafa undir höndum plögg sem staðfesti að hönnun á nýjum leikvangi í Walton Park sé á lokastigi en Robert Elstone ku hafa staðfest að hægt væri að leggja plönin fyrir við byrjun næsta tímabils.
– Bill Kenwright hefur opnað fyrir þann möguleika að Wayne Rooney ljúki ferli sínum með Everton en eins og er er það eingöngu orðrómur og lítið vert að eyða púðri í það.
– Og klúbburinn vann til tveggja verðlauna á dögunum: Premier League Community Club of the Year og Best Club Sponsorship and Marketing Engagement. Gott mál.
En að lokum, er hér glæsimark Ryan Ledson í sigurleik með landsliði Englands U18 gegn Póllandi U18.
Þarf eitthvað að ræða þetta frekar? 🙂
Hef það fyrir víst að Gunni D, sem við þekkjum héðan úr kommentakerfinu, verði ásamt vini sínum á pöllunum á þessum leik. 🙂
Goalkeeper Tim Howard has been voted the 2014 U.S. Soccer Male Athlete of the Year.
Flottur
Kanarnir vita hvað þeir eru að gera vel gert Howard
Mikið verður gaman að mæta á ölver og hitta ykkur aftur, þessi landsleikjahlé eru ekkert að gera sig. Einhvern tíman hefði West Ham heima átt að vera skildu sigur en þeir hafa verið flottir í vetur og Big Sam troðið sokk í grímuna á mönnum sem þykjast hafa vit á fótbolta. En ég vil sigur í þessum leik eftir 2 jafntefli sem eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Ég ætla að spá 3-1 fyrir okkar menn og Lukaku setur 2 og Barkley 1
Við erum allann daginn að fara vinna WH á heimavelli…..sjáumst á Goodison Ölver………..
5-1 …
Hvar er Diddi?
Ég spái 1-0 sigri með marki frá Tony Hibbert (vinstri bakvörður)
þetta verður erfiður leikur. Þó að við séum á Goodison. Þeir hafa verið að spila vel. Við þurfum að spila mjög vel og góða vörn. En auðvitað stend ég með okkar mönnum áfram EVERTON
Uppstillingin komin. Nokkuð um óvæntar fréttir þar.
http://everton.is/?p=8326
TEAM NEWS: Everton team (to play West Ham): Howard, Coleman, Hibbert, Jagielka, Distin, McCarthy, Osman, Barkley, Mirallas, Naismith, Lukaku.
Substitutes: Robles, Eto’o, Besic, Atsu, Browning, Garbutt, Ledson.
MIRALLAS kominn aftur!!!
Fínt lið og það verður fróðlegt að sjá hvernig Tony vinur okkar Hibbert muni standa sig í vinstri bak. Furðulegt samt að láta ekki Garbutt spila en ég treysti Martinez þarna. Athyglisvert að sjá miðjunaOsman, Barkley og McCarthy. Enginn sérstakur varnarmiðjumaður þarna an líklega verður McCarthy þá í Barry stöðunni og Barkley með honum með Naismith aðeins framar…
Áfram Everton, koma svo!!!!!!!