Mynd: Everton FC.
Langri hrinu útileikja Everton lýkur nú (í bili allavega) með útileik við Burnley á sunnudaginn kl 13:30 en það verður sjötti útileikurinn af síðustu sjö leikjum Everton í öllum keppnum. Burnley, sem er minnsti bærinn sem hefur komist í Úrvalsdeildina, eru nýliðar í deildinni í ár en voru þar síðast 2009/10 í eitt tímabil og skiptu þessi tvö lið stigunum þá bróðurlega á milli sín, unnu bæði heimaleiki sína. Þar á undan höfðu þessi tvö lið ekki mæst síðan tímabilið 75/76 og fyrir vikið eru 44 ár síðan Everton vann síðast á heimavelli Burnley.
Burnley eru sem stendur í næst-neðsta sæti Úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir 8 leiki og eru eina lið Úrvalsdeildarinnar án sigurs. Stigin komu því eftir fjóra jafnteflisleiki: United, Crystal Palace (úti), Sunderland og Leicester (úti). Þeir unnu fimm af fyrstu 11 leikjum sínum þegar þeir komust upp í Úrvalsdeildina síðast (fyrir 5 árum) en eftir það tóku við aðeins þrír sigurleikir í 35 tilraunum í efstu deild. Á núverandi tímabili hafa þeir aðeins skorað fjögur mörk, en ekkert lið hefur skorað færri mörk í Úrvalsdeildinni. Everton, aftur á móti, og Chelsea eru einu liðin sem hafa skorað í öllum deildarleikjum sínum á tímabilinu. Með sigri gæti Everton stokkið upp um allt að 6 sæti á töflunni.
Everton hefur þó gegnum tíðina átt, einhverra hluta vegna, erfitt með andstæðinga sem eru lágt skrifaðir en það er mikilvægt að hrista af sér slenið (sérstaklega eftir ferðalagið til Frakklands) og landa þremur stigum svo tímabilið í deild geti hafist fyrir alvöru.
Ágætar fréttir bárust úr meiðsladeildinni. Engin ný meiðsli eftir Lille leikinn og því bara Stones og Mirallas frá. Von er á Mirallas aftur eftir um mánuð eða svo, skv. Martinez, og Oviedo og Kone eru báðir heilir. Hjá Burnley er Matt Taylor meiddur og Dean Marney tæpur.
Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Pienaar, McGeady, Naismith, Lukaku.
Til gamans má geta að Leighton Baines er nú kominn með 42 stoðsendingar í Úrvalsdeildinni en eini varnarmaðurinn sem hefur náð því — í sögu Úrvalsdeildarinnar — er Graeme Le Saux með 44 (sem spilaði oft sem miðjumaður).
Af ungliðunum er það að frétta að Courtney Duffus fór að láni til Bury fram í janúar.
Nú er nauðsyn á 3 stigum og koma okkur í efri hlutann með stóru liðunum West Ham og þeim hinum. Er þetta ekki 0-3 sigur easy NaI smith Lukaku og Baines með þetta fyrir okkur
Það er ljóst að Burnley skorar í mesta lagi hálft mark. 🙂
Spái 0-2 sigri, Lukaku og Seamus litli með mörkin.
ég held að við töpum 2-1 🙂
ég hef trú á því að sama uppstilling og gegn astonvilla verði ofan á 🙂
Uppstillingin komin: http://everton.is/?p=8185
Naismith, Eto’o og Lukaku allir í framlínunni og uppstillingin nánast eins og Diddi spáði, munar bara einum sýnist mér í fljótu bragði.
Dddi þú ert með þetta, haltu áfram að spá svona hehe 😉
alveg sjálfsagt Ari minn 🙂