Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
West Brom – Everton 0-2 - Everton.is

West Brom – Everton 0-2

Mynd: Everton FC.

Verðskuldaður sigurleikur gegn West Brom í höfn, eftir tvö flott mörk frá okkar mönnum án þess að West Brom næði að svara.

Uppstillingin fyrir leikinn: Howard, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, McGeady, Naismith, Lukaku. Varamenn: Robles, Gibson, Besic, Atsu, Garbutt, Osman, Alcaraz.

Everton fékk algjöra gjöf strax á 2. mínútu frá Olson, þegar miðvörður West Brom hreinsaði saklausa sendingu inn í teig beint á Lukaku sem stóð rétt utan teigs. Sá þakkaði fyrir sig og sendi hann í hliðarnetið. 0-1 fyrir Everton.

Leikurinn var ekki mjög mikið fyrir augað og lítið um færi. West Brom áttu í mestu vandræðum með að hitta á markið og augljóst hvers vegna þeim gengur illa að skora.

Stones gaf þeim næstum því víti á 32. mínútu þegar hann togaði í sóknarmann þeirra innan teigs — en endursýning sýndi að brotið hafði verið á honum á undan. Dómarinn sá þó hvorugt atvik.

Mirallas átti flott skot á 38. mínútu en rétt yfir en leikur Everton hafði ekki verið mjög sannfærandi eftir markið og eftir nokkrar taugatrekkjandi lokamínútur fyrri hálfleiks flautaði dómarinn til hálfleiks og maður hálf þakklátur fyrir. 0-1 í hálfleik.

Leikur Everton batnaði í seinni hálfleik og á 50. mínútu brenndi Naismith af í algjöru dauðafæri, skaut yfir fyrir opnu marki. Endursýning sýndi reyndar að hann var rangstæður en undirbúningurinn frá Lukaku var frábær: flott skot sem Ben Foster varði glæsilega þannig að boltinn barst til Naismith. Þar hefði staðan átt að vera orðin 0-2.

Howard átti flotta vörslu eftir fyrirgjöf frá hægri á 59. mínútu og kom í veg fyrir að sóknarmaður West Brom potaði inn. En það kom í hlut Everton að bæta við marki þegar hann fékk sendingu frá Baines og skaut af löngu færi og skoraði. 0-2 fyrir Everton en Foster í markinu hefði getað gert betur. Við grátum það ekki. 0-2 fyrir Everton á 66. mínútu.

Tveimur mínútum síðar skipti Martinez Lukaku út fyrir Osman.

McGeady átti skot af löngu á 73. mínútu en í varnarmann og… útspark!?

Osman var næstum búinn að bæta við marki á 79. mínútu þegar hann átti flott skot sem breytti um stefnu af varnarmanni og stefndi í samskeytin en varið í horn. Þangað til var maður farinn að halda að það væri komin ný regla: Engin horn fyrir Everton. 🙂

West Brom náðu fyrsta skoti á rammann í leiknum á 80. mínútu en varið. Besic inn fyrir McGeady á 87. mínútu.

Rétt fyrir lokin átti Osman feiknarfast lágt skot á fjærstöng og Ben Foster þurfti að taka á honum stóra sínum til að forðast mark. Osman óheppinn að skora ekki í leiknum.

Síðan fylgdu hefðbundnar nervy moments í lokin þegar Howard átti tvær flottar vörslur í sömu sókninni! Fyrsti sigurinn á tímabilinu í höfn, mjög vel þegið og löngu kominn tími á þetta.

Einkunnir Sky Sports: Howard 7, Baines 6, Stones 7, Jagielka 6, Coleman 6, McCarthy 6, Barry 6, McGeady 7, Mirallas 8, Naismith 7, Lukaku 7. Varamenn: Osman 6, Besic 5 (fékk bara örfáar mínútur). West Brom menn með 5 á línuna nánast (örfáar sexur).

13 Athugasemdir

  1. Gunni D skrifar:

    Sælir félagar.Einhvernveginn líst mér eeeekkert á þennan bekk!?

  2. Ari G skrifar:

    Sennilega er Eto meiddur og Pineer líka. Sammála með byrjunarliðið vonandi kemur Atsu inná í seinni hálfleik hef ekki trú að hinir komi inná nema einhver meiðist.

  3. Halli skrifar:

    Góður sigur og cleen sheet ég er ánægður með þetta og gefur manni aukalega í ferðina sem verður farin í næstu viku á Goodison dobble header

  4. Halli skrifar:

    Svo erum við búnir að skora næst flest mörk í deildinni

  5. Diddi skrifar:

    ég hef orðið fyrir því núna á tveimur síðustu leikdögum að ætla að kommenta hér en þegar ég ýti á Submit comment þá er eins og það hlaðist upp en ekkert birtist í kommentum. Það læddist að mér grunur að lokað hefði verið á mig af einhverjum ástæðum en mér finnst það hæpið vegna þess að þið þurfið virkilega á mínum bollaleggingum að halda 🙂 Hafa einhverjir fleiri orðið varir við svona hér ??

    • Finnur skrifar:

      Þú ert greinilega ekki í náðinni lengur!

      En svona grínlaust þá er svarið nei, ég veit ekki hvað veldur. Hef ekki séð þetta.

  6. Diddi skrifar:

    núna birtist þetta alveg um leið 🙂

  7. Gunnþór skrifar:

    Flott þrjú stig hjá okkur í dag,enginn glansleikur hjá okkur en nóg til að vinna frekar slakt W.B.A lið.Barry var maður leiksins að mínu mati aldeilis frábær einnig stóð hinn ungi Stones sig mjög vel.Flott úrslit uppá framhaldið að gera.

  8. Elvar Örn skrifar:

    Eru menn ekkert að ræða þessa STÓRFRÉTT? Everton stefnir á að byggja nýjan völl á Walton Hall Park í Liverpool.
    http://www.evertonfc.com/56912/56913/council-club-statement
    Ekki útilokað að það endi eins og Kings Dock eða Kirkby en ég hef góða tilfinningu fyrir þessu.