Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Arsenal - Everton.is

Everton vs. Arsenal

Mynd: Everton FC.

Everton mætir Arsenal í fyrsta heimaleik tímabilsins (kl. 16:30 á laugardaginn) en nokkuð ljóst var að uppselt yrði á þennan leik í ljósi skemmtanagildi síðasta heimaleiks gegn þeim (sem fór 3-0 fyrir Everton eftir frábæra frammistöðu) og þar sem eftirvæntingin eftir tímabilinu var slík að þrír fjórðu ársmiða voru seldir áður en flautað var til fyrsta leiks. Everton náði fjórum stigum gegn þeim í fyrra og voru óheppnir að ná ekki öllum 6 en það verður fróðlegt að sjá hvernig fer núna.

Þetta er í sjálfu sér ekki slæmur tími til að mæta þeim þar sem þetta verður þriðji leikur þeirra á einni viku og og næsti leikur þeirra (á miðvikudaginn eftir leikinn við okkar menn) er einn mikilvægasti leikur þeirra á tímabilinu en þá spila þeir við Besiktas í leik sem ræður því hvort liðið kemst í Champions League á tímabilinu.

Martinez var spurður út í meiðsli Barkley í viðtali fyrir leikinn og hann sagði að þessi tala — fimm mánaða fjarvera Barkley — sé algjörlega úr lausu lofti gripin og það hljómaði á honum meira eins og tveir til þrír mánuðir séu nærri lagi. Hann sagði einnig að nokkuð góðar fréttir hefðu borist úr meiðsladeildinni því að fyrir utan Oviedo, Kone, og Barkley — sem eiga eitthvað eftir, sagði hann að allir væru heilir, Coleman og Gibson þar meðtaldir. Oviedo og Kone eru jafnframt farnir að æfa með hópnum þannig að við sjáum þá örugglega von bráðar.

Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Pienaar, Barry, McCarthy, McGeady, Naismith, Lukaku. Hjá Arsenal er Yaya Sanogo tæpur og Kieran Gibbs meiddur sem og Theo Walcott og Arteta.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U21 unnu Leicester U21 3-2 (sjá vídeó) með mörkum frá Long, Hope og Browning. Sigurinn hefði getað verið nokkuð stærri þar sem víti fór forgörðum hjá Everton og liðið skoraði sjálfsmark.

Einnig er rétt að geta þess að Ryan Ledson, fyrirliði enska landsliðsins (sem urðu Evrópumeistarar U17 ára liða), skrifaði undir þriggja ára atvinnumannasamning við Everton. Ledson er fæddur og uppalinn í Liverpool og hefur verið hjá Everton frá fimm ára aldri.

6 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Greining Executioner’s Bong á leiknum (í fyrra):
    http://theexecutionersbong.wordpress.com/2014/08/22/scout-scribbles-2-arsenal/

  2. Gunnþór skrifar:

    Er ekki vongóður um jákvæð úrslit,seinni hálfleikur í síðasta leik minti mig á að okkur vantar stöðugleika til að vera að berjast um titilinn eða topp four.Vonandi bara kjaftæðisraus í mér,mér finnst við ekki hafa styrkt okkur nógu mikið til að berjast um topp four.Hvað seigja pollyönnurnar um þessi skrif er ég alveg suðaustur með þessu,hvað seigja menn.

  3. Halli skrifar:

    Gunnþór upp með hökuna við erum Everton!!! Þessi leikur er risastór en við unnum þá í fyrra á okkar fagra heimavelli Goodison Park og það gerum við aftur núna 2-1 Lukaku opnar leikinn fyrir okkur og svo kemur Coleman með seinna. Sjáumst á Ölver í menningarstuði

  4. þorri skrifar:

    þetta verður hörku stuð og skemtilegurleikur.Og auðvita sigur og ekkert annað ekkert jafntefli. Allir sammála og hlakka til að sjá ykkur á eftir í Ölveri koma svo ÁFRAM EVERTON

  5. Gunnþór skrifar:

    Halli hakan er komin upp og með einn kaldann þannig að þetta getur ekki klikkað,nú er bara að mæta til leiks í seinni og þá vinnum við þannan leik.

  6. Finnur skrifar:

    2-0 Everton! Ertu að horfa Róbert?!?