Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Leicester – Everton 1-0 - Everton.is

Leicester – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Öðrum æfingaleik Everton á undirbúningstímabilinu — gegn Leicester í Bangkok, Tælandi lauk með naumu 1-0 tapi.

Uppstillinging í fyrri hálfleik: Robles, Garbutt (vinstri bakvörður), Distin, Duffy og Hibbert í síðerma bol, þrátt fyrir mikinn hita. Greinilega ekkert sem bítur á þann mann. 🙂 Barry djúpur og McCarthy framar á miðjunni, Pienaar á vinstri kanti, McGeady á þeim hægri, Osman (fyrirliði) í holunni fyrir aftan Naismith frammi.

Leikmenn tóku sig vel út í flottum svörtum útibúningi sem leikið verður á næsta tímabili. Clattenburg að dæma — veit aldrei á gott. Hann hélt sér þó að mestu á mottunni. 🙂

Ég verð annars að hrósa Leicester liðinu sem nýverið komust upp í Úrvalsdeildina því ég held það verði gaman að fylgjast með þeim. Þeir spila skemmtilegan bolta og hafa auga fyrir skyndisóknum og David Nugent á eftir að verða liðum skeinuhættur á næsta tímabili. Ég ætla að spá því að þeim eigi eftir að ganga ágætlega á tímabilinu sem nú fer í hönd.

Þetta leit annars nokkuð vel út hjá okkar mönnum í fyrri hálfleik, stjórnuðu leiknum nokkuð vel og sköpuðu sér nokkur færi í erfiðum aðstæðum (fyrir bæði lið) enda bæði heitt og rakt. Það helsta markverða var glæsileg aukaspyrna vinstri bakvarðar Luke Garbutt á 7. mínútu en það er ljóst að Everton er ekki bara með besta vinstri bakvörðinn í deildinni heldur á ungliðinn Garbutt (21 árs) bjarta framtíð fyrir sér í þessari stöðu og maður hefur engar áhyggjur þó Baines fái að spreyta sig í „Lahm“ stöðunni með Oviedo og Garbutt sem backup fyrir hann.

Pienaar var líka líflegur í fyrri hálfleik, sem var gaman að sjá. Hann hefur vissulega misst nokkuð af hraða sínum með árunum en ekkert af auga fyrir glæsilegu samspili og hann lagði upp færi fyrir Osman á 21. mínútu sem var vel varið af Kasper Schmeichel. Glæsileg markvarsla.

Garbutt átti stuttu síðar aðra glæsilega aukaspyrnu (hvað er þetta með Everton og aukaspyrnusérfræðinga í vinstri bakverði??) en Duffy náði ekki að skalla og Barry dæmdur rangstæður.

David Nugent hjá Leicester átti svo algjört glæsimark – náði skoti í fyrsta eftir flotta fyrirgjöf — boltinn söng algjörlega í netinu en hann rangstæður og markið dæmt af. Hann átti svo flott langskot stuttu síðar. Þurfum greinilega að hafa gætur á honum í deild.

0-0 í hálfleik. Einkunnir leikmanna fram að því: Robles 6 (lítið að gera), Garbutt 7 (flottur), Distin 7 (er þessi maður ekkert að eldast?), Duffy 6 (leit ágætlega út), Hibbert 6 (ágætis vakt — ekkert spectacular), McGeady 6 (brögðóttur en nýttist ekki nógu vel — hefði viljað sjá meira upp hægri kantinn), McCarthy 6 (fínn), Barry 6 (fínn — öðru hvoru ryðgaður), Pienaar 7 (finnst hann stundum vera skrefi á undan leikmönnum sem þurfa að búast betur við klassasendingum), Osman 7 (fínn), Naismith 6 (lítið að gerast).

Everton breytti um taktík í hálfleik — spilaði með þrjá miðverði, Distin vinstri, Alcaraz og Stones hægri (og Robles í marki) og Tyias Browning (hægri kanti) og Hibbert (vinstri) fengu að fara framar. Gibson djúpur á miðju með McCarthy með sér, McAleny frammi. Naismith fyrir aftan Chris Long frammi.

En það var ekki laust við að maður yrði fyrir vonbrigðum með seinni hálfleik því lítið var að gerast í sóknarleik Everton — og eiginlega lítið að gerast í leiknum yfirhöfuð. Leicester skoraði annað rangstöðumark á 56. míntu og náðu svo loks að koma boltanum löglega í markið á 65. mínútu eftir að Robles ákvað að fara að spila stöðu varnarmanns og Leicester náðu að senda fyrir markið og skora.

Lítið að koma út úr miðjunni í seinni hálfleik, þó Gibson liti ágætlega út — Browning og Hibbert greinilega betri varnarmenn en miðjumenn/eða wingbacks. Tvær skiptingar á 75 mínútu: Hallam Hope fyrir Naismith og John Lundstram fyrir Distin. Kennedy svo inn fyrir McCarthy á 85. mínútu en áfram — ekkert að gerast.

Einkunnir leikmanna: Robles 5 (leit ekki alveg nógu vel út í seinni hálfleik, illa staðsettur í markinu og átti slæma sendingu síðar beint á andstæðing sem gaf hættulegt færi), Distin 6 (ekki jafn yfirgnæfandi í seinni hálfleik), Alcaraz 6 (lítið áberandi), Stones 8 (þvílíkar tæklingar — ertu að grínast!?), Hibbert 6, Browning 5, Gibson 6, McCarthy 6, McAleny 5, Naismith 5, Long 5. Sleppi að gefa „síðbúnum“ varamönnum einkunn — of lítill spilatími.

Vankantar liðsins eru annars augljósir. Hef litlar áhyggjur af vörn og marki (með Howard í öftustu línu). Miðjan held ég að spjari sig: Pienaar (með sínar flottu sendingar), McCarthy (vinnuvélin), Barry (kletturinn), McGeady (á eftir að koma á óvart), Osman (reynsluboltinn), Mirallas (með sinn hraða — þekkjum hann vel), Gibson (lítur mjög vel út á undirbúningstímabilinu), Besic (dæmum hann síðar) og hver veit nema Lundstram og fleiri ungliðar eigi eftir veita gamlingjunum meiri samkeppni. En framlínan er greinilega það sem þarf að styrkja. Naismith er harðduglegur og hefur sýnt að hann hefur tilhneigingu til að vera réttur maður á réttum stað og getur skorað mörk. En það vantar tvo góða menn í framlínuna því ungliðarnir þurfa meiri tíma. Conor McAleny gæti komið á óvart en ég held Shane Long og Hallam Hope séu ekki tilbúnir fyrir djúpu laugina.

Grunar að Martinez ætli að leysa það mál með Lacina Traore (sem lánsmann) og kaupa einn almennilegan. Vona að það verði Lukaku (eða betri leikmaður). Það vantar allavega greinilega framherja sem getur sett boltann í netið.

Þakka annars Ara fyrir lýsingu sína á leiknum í beinni í kommentakerfinu. Vel gert!

17 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Klukkan er 11:58 og þeir voru að flauta á. Reyni að koma með upplýsingar eftir því sem þær gerast.

  2. Ari S skrifar:

    Everton fékk aukaspyrnu fyrir utan (7. mín)og Luke Garbutt tók skotið… vel tekið og hann er greinilega góðut skotmaður. Það verður erfitt að halda honum út úr liðinu í vinstri bak… allavega leyfa honum að reyna sig. Menn hafa verið að segja hann vera þriðja besta vinstri bakvörðinní deildini á eftir Baines og Oviedo.

  3. Ari S skrifar:

    Enég gleymdi víst að segja að markvörður Leicester varði vel 🙂

  4. Finnur skrifar:

    Takk fyrir þetta, Ari. Er á ferðinni, gaman að fá svona reglulega uppfærslur í símann frá þér. 🙂

  5. Ari S skrifar:

    Á 22. mínútu átti Pienaar gott skot að mig minnir og síðan á 24. átti Osman þrumuskot sem að Smeichel varði vel í bæði skiptin. David Nugent skoraði hálfgert „Cahill“ mark með viðstöðulausu skoti sem var dæmt af vegna rangstöðu. Garbutt búinn að vera fínn og eins finst mér gaman að sjá hvað Pienaar virðist koma vel út í þessum leikjum sem maður hefur séð… tveir fyrstu. Duffy búinn að vera ágætur. Eins er Naismith alltaf að og gefst aldrei upp, hann kemur vel út líka með sinn baráttuhug.

  6. Ari S skrifar:

    Og Distin verður sennilega að spila með okkur þangað til hann verður 60 ára… hann virðist ekkert slá af. Núna í „töluðum“ orðum er seinni hálfleikur að byrja…

  7. Ari S skrifar:

    Athyglisvert að Hibbert spilar í vinstri bakvarðarstöðunni sýnist mér. Robles búinn að verja tvsivar wsinnum en átti síðan slæmt úthlaup þegar leicester komst yfir. Sá ekki aðdragandann þannig að ég viet ekki hvort að markið sé úthlaupinu að kenna… þetta er æfingaleikur hann lærir 🙂

  8. Finnur skrifar:

    Naismith jafnar þetta… fyrir Róbert. 🙂

  9. Ari S skrifar:

    Búið, 1-0 fyrir Leicester.

  10. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Svosem bara æfingaleikur en mér fannst menn hàlfàhugalausir, kannski bara hitinn og rakinn. En ég verđ ađ segja ađ Robles er allt annađ en traustvekjandi à milli stanganna, eiginlega bara hræđilegur.

  11. Ari S skrifar:

    Æfingaleikir eru til þess að læra af þeim. Vonandi gerir hann það. Ingvar það er óþarfi að missa sig í yfirlýsingum eftir einhverja æfingaleiki, hann er ekkert hræðilegur hann átti fínar vörslur í dag inná milli. En hann var slakur og er enn að læra.

    Róbert ákvað að spila með 3 í vörn í dag og það var eiginlega vitað mál fyrirfram að það myndi reyna meira á markmanninn fyrir það. Kannski var það pælingin hjá Robba okkar??

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Hver er ađ missa sig í yfirlýsingum? Hann er ekki traustvekjandi og í dag var hann hræđilegur.

  12. Ari S skrifar:

    Þú.

    Hann var lélegur ekki hræðilegur.

    Vörnin var hræðileg í markinu.

    Og svo er þetta æfingaleikur, chillaðu.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ég get bara ekki „chillađ“ Ari. Ég hef àhyggjur af því ađ ef Howard meiđist þà sitjum viđ uppi međ spænskan Dickie Wright í markinu.

  13. Finnur skrifar:

    Undirbúningstímabilið rétt að byrja og menn bara komnir í keppnisskap? Þetta er alvöru! 😉

  14. Gestur skrifar:

    framherjastaðan er líka mikið áhyggjuefni, og getur ekki beðið til lokadags gluggans. Í leiknum á móti Leicester var bara 1. framherji , Naismith. Finnst skrítið að þegar vantar
    eins mikilvægan leikmann að hann sé ekki keyptur og geti tekið þátt í undirbúningstímabilinu

  15. Finnur skrifar:

    Það væri mjög gott að leysa framherjastöðuna sem fyrst. Ef Lukaku verður fyrir valinu hef ég ekki stórar áhyggjur þau kaupin gerist seint (hann þekkir liðið inn og út) en ef þau kaup ganga ekki eftir væri gott að fá inn framherja og það fljótt, svo hann hafi tíma til að aðlagast. Það er hins vegar ekki hlaupið að því að kaupa góðan framherja því þeir eru ekki endilega á lausu fyrir rétt verð og svo gerir illt verra að söluliðið reynir oft að tefja framganginn í málinu til að treysta á að kaupliðið panikki rétt fyrir lok glugga.