Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Til hamingju Everton á Íslandi! - Everton.is

Til hamingju Everton á Íslandi!

Mynd: Everton FC.

Í dag eru heil 19 ár síðan klúbburinn okkar hér heima — Stuðningsmannaklúbbur Everton Íslandi — var stofnaður! Rétt um 17 manns skráðu sig í klúbbinn þann dag, nánar tiltekið 6. maí 1995, rétt um tveimur vikum áður en Everton vann FA bikarinn í fimmta skipti í sögunni. Og áður en árið var liðið höfðu um það bil 70 manns skráð sig í klúbbinn!

Ef þið lumið á skemmtilegum minningum úr sögu klúbbsins, ljósmyndum eða öðrum sögulegum gögnum þá endilega hafið samband/leggið inn komment!

Timabilið í ensku er annars senn á enda — síðasti leikurinn er um helgina, á útivelli gegn Hull. Stigafjöldi Everton verður einhvers staðar á bilinu 69-72 sem er stigamet Everton í Úrvalsdeildinni en ansi mörg önnur met Everton í Úrvalsdeildinni hafa fallið á þessu tímabili (fjöldi sigra í röð, fjöldi sigra á heimavelli og fleira mætti telja).

Ef lokastaða fyrri tímabila í ensku er skoðuð alveg aftur að aldamótum hefði núverandi stigafjöldi (69) og núverandi markatala (+20) skilað ekki lakari árangri en fjórða sæti í átta tilfellum af 14. Ef Everton sigrar gegn Hull um helgina enda þeir með 72 stig sem hefði skilað ekki lakari árangri en fjórða sæti í 11 tilfellum af 14 (og meira að segja tvisvar skilað öðru sæti!).

Ekki slæmt hjá Martinez á sínu fyrsta tímabili! Maður er strax farinn að hlakka til næsta tímabils!

6 Athugasemdir

  1. Einar G skrifar:

    Til hamingju með daginn 😉

  2. Halli skrifar:

    Til hamingju með daginn allir Evertonmenn og konur á Íslandi.

  3. albert gunnlaugsson skrifar:

    Eins og gerst hafi í gær 🙂

  4. albert gunnlaugsson skrifar:

    Síðasta táningsárið. 😉

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Til hamingju Ísland

  6. þorri skrifar:

    Til hamingju Everton menn á Íslandi. Þetta er frábær klúbbur og á eftir að stækka meira á komandi árum. Þetta Everton lið verður stórveldi á komandi árum.