Mynd: Everton FC.
Þessi skýrsla kemur vel seint þar sem ég var fastur í hlíðum Hlíðarfjalls þegar leikurinn byrjaði — örugglega þar sem allt var fullt af Sunnlendingum að reyna að spóla sig upp brekkuna og valda stíflum (full disclosure: ég er sjálfur Sunnlendingur en var á betur útbúnum bíl þessa helgina). Ég hringdi því í snatri í varamann til að sjá um skýrsluna en sá var greinilega of depressívur eftir leik til að skila af sér skýrslu þannig að ég ætla að rita nokkur orð — þó ég hafi ekki séð allan leikinn. 🙂
Uppstillingin var svipuð og búist var við: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Pienaar, Osman, Mirallas, Traore. Lukaku orðinn heill, sem er mikið gleðiefni, en ekki gjaldgengur í þennan leik þar sem hann er að láni frá Chelsea.
Það er alls ekki mjög langt síðan maður var alltaf með hnút í maganum yfir að mæta undir stjórn Moyes á heimavöll Arsenal, Chelsea, City og United enda var Moyes mjög duglegur að stilla væntingum í hóf og tala um að þetta væri eins og að vera mættur með hníf í byssubardaga — eins og við þekkjum vel. Það er þó annað uppi á teningunum undir stjórn Martinez sem lítur á alla leiki sem mögulega sigurleiki ef pressað er rétt á veikleika andstæðingana. Og við getum verið stolt af okkar mönnum í þessum leik því það var ekki að sjá (frekar en í leiknum gegn Tottenham) að Everton væru á útivelli í leiknum. Þvert á móti voru þeir sprækari aðilinn í leiknum og Chelsea menn virkuðu þunglamalegir og svifaseinir lungað úr leiknum, sá allra lélegasti þeirra þó Oscar sem var kippt út af í hálfleik. Þó grunar mig að stjóri Chelsea hefði líklega viljað kippa fleirum út af ef fleiri en þrjár skiptingar hefðu verið í boði. Everton menn áttu mun betri færi í fyrri hálfleik, til dæmis var Osman nálægt því að skora en Cech hélt Chelsea inni í leiknum með frábærri markvörslu.
Maður var hálf fúll með stöðuna 0-0 í hálfleik miðað við frammistöðuna og færin sem og í fyrri hluta seinni hálfleiks þegar Osman átti t.d. skot sem fór í Mirallas, breytti um stefnu og endaði næstum í netinu ef ekki hefði verið fyrir aðra frábæra markvörslu Cech.
Þegar fór að síga á seinni hlutann dró aðeins úr okkar mönnum og Chelsea komust betur inn í leikinn og fengu betri færi. Nokkrum sinnum fór um mann en Howard og Distin áttu stórgóðan leik og náðu að koma í veg fyrri að nokkuð kæmi úr sóknarfærum Chelsea. Martinez reyndi þrjár skiptingar (Barkley, Deulofeo og McGeady) en enginn þeirra í nægilega góðri leikæfingu og skemmst frá því að segja að ekkert kom út úr þeim skiptingum. Nákvæmlega ekkert. Barkley og Deulofeu þó sýnu verri en McGeady. Þeim öllum til varnar, verður þó að segja að það er mikilvægt að þeir fái mínútur svo þeir verði komnir í form á lokasprettinum.
Ég sagði við félaga mína þegar leið að lokum leiks að þetta væri leikur markvarðanna þar sem hvorugu liðanna tókst að finna leiðina í netið og leit út fyrir 0-0 jafntefli sem maður hefði verið nett ósáttur með (þó ekki hefði verið hægt að kvarta yfir því að taka fjögur stig af Chelsea á tímabilinu). En rétt undir lok leiks (í uppbótartíma) fengu Chelsea menn mjög svo óverðskuldaða aukaspyrnu (eina af alltof mörgum í leiknum), því endursýning sýndi að ekki var um aukaspyrnu að ræða. Lampard sendi fyrir þar sem Terry náði að setja fótinn í fyrirgjöfina og Howard gat lítið annað gert en að slá til boltans sem endaði í netinu. 1-0 sigur Chelsea í höfn rétt fyrir leikslok.
Chelsea höfðu ekki tapað á heimavelli undir stjórn Murinho í 73 leikjum en voru nokkuð heppnir með að fá þrjú stig úr þessum leik. Svona er þetta stundum.
Leikjaprógrammið í næstu leikjum er West Ham, Newcastle, Cardiff, Swansea og Fulham og það hlýtur að vera hægt að ná nokkuð af stigum úr þeim leikjum. Ef ekki, þá höfum við allavega FA bikarinn enn um sinn allavega. 🙂
Einkunnir Sky Sports: Howard 7, Baines 7, Distin 7, Jagielka 7, Coleman 7, McCarthy 7, Barry 7, Pienaar 6, Mirallas 6, Osman 7, Naismith 6. Varamenn: McGeady 6, Deulofeu 6, Barkley 6. Chelsea markvörðurinn og vörnin fengu 7 (að Azpilicueta undanskildum, með 6) en restin af liði þeirra var með 6 (fyrir utan Hazard sem fékk 7).
Flottur fyrri hálfleikur Barry og McCarthy fínir á miðjunni og aðrir ágætir. Hefði viljað sjá meira frá Mirallas. Kemur í sienni 🙂 kv. Ari
fer í EVERTON treyju í hálfleik, þá kemur þetta 🙂
Hræðilegur endir, nýbúið að kjósa Distin mann leiksins og þá missir hann manninn innfyrir….. sem að skoraði. Við hefðum aðeins verið búnir að tapa 6 fleiri stigum en efsta liðið Chelsea ef við hefðum unnið þennan leik, ömurlegt!
Everton gafst upp síðustu tíu mín. Leikurinn hrundi þegar Pienaar fór útaf. Everton átti að höndla það miklu betur að Chelsea gaf í þarna í lokin. Nú er ég bara feginn að við föllum ekki. Afsakið neikvæðnina en svona er þetta hjá mér í dag… kær kveðja, Ari.
Everton gafst ekki upp í restina ekki sammála því. Það sem klikkaði t.d. Barkley sem var hræðilegur í þessum leik eitthvað er greinilega að angra hann. Ég vill að Spánverjinn fái að spila meira allt of lítið að spila bara 15 mín. Mér fannst Everton spila þennan leik af skynsemi eina sem hefur vantað undanfarið er alvöru sóknarmaður þótt Naismith væri mjög duglegur í þessum leik. Fannst enginn skera sig út í þessum leik.
Já nsfni þetta er rétt hjá þér þeir gáfust ekki upp heldur voru samt Chelsea betri þennan kafla. Mér fannst liðið veikjat við hverja skiptinuna. Ég skrifaði þetta í geðshræringu strax eftir leik. Þurfti að öskra og öskraði svona hehe 😉
J á nú er Deulofeu búinn að koma inná í tveimur leikjum eftir að hann kom aftur og ætti að vera tilbúinn í fleiri mínútur. Hver veit kannski verður hann í byrjunarliðinu næst?
Það er hellingur eftir og ef ég má….. taka það til baka sem ég sagði um að vera sáttur við að falla ekki…… þá langar mig að gera það hér og nú…. Og svo vil ég að sjálfsögðu halda áfram að keppast um 4. sætið.
Málið er að ég hef alveg þangað til núna jafnvel talið það mögulegt að vera í efsta sætinu í lokin, þannig hefur deildin spilast. Alveg þangað til í dag þá hafði ég þá trú.
En núna verður liðið að taka sig saman og Lukaku að fara að skora og þá kemur þetta… verum bjartsýnir félagar og látið ekki neikvætt „bréf“ mitt hérna að ofan vera ofarlega í huga ykkar þegar þið kíkið á þessa síðu hehe Sammála með Naismith hann var duglegur í dag. McCarthy var mjög góður og einnig Barry en þeirra hlutverk er að vera ámiðjunni ekkia ð skora… það vantaði í dag… kemur vonandi næst 🙂
kær kveðja,
Ari S
ps. ég vil FA bikarinn 🙂
Sá ekki leikinn en eftir því sem ég hef lesið hefði þetta átt að vera game over fyrir chelski þegar þeir skoruðu.
Þannig hefði það kannski verið ef við hefðum álpast til að KAUPA sóknarmann í janúar í staðinn fyrir að fá lánað eitthvað brothætt baunagras sem hefur aldrei spilað í alvöru deild.
Á morgun munu bæði spurs og red shite vinna sína leiki sem þýðir að fjórða og fimmta sæti eru gengin okkur úr greipum, þannig að það besta sem við getum vonast eftir er að vinna bikarinn eða komast í úrslitaleikinn gegn liði sem verður í cl sæti í maí.
> Sá ekki leikinn en eftir því sem ég hef lesið hefði þetta
> átt að vera game over fyrir chelski þegar þeir skoruðu.
Það er það yfirleitt þegar lið komast marki yfir á lokamínútunum. 🙂
En eins og Gunni segir hér að neðan þá hefðum við alveg eins getað stolið þessu í restina eins og þeir.
Held að þú hafir misskilið mig Finnur.
Ég var að sjálfsögðu að meina að við hefðum átt að vera búnir að gera út um leikinn þegar þeir skoruðu.
Ah, já. Sammála, og ekkert nýtt þar á ferð. Sama má reyndar segja um Chelsea í seinni, en maður hefði allavega viljað sjá mark sem var ekki controversial.
Jelavic er líka farinn að klína þeim inn 🙂 hefði alveg verið í lagi að nota hann 🙂
ætli þessi stóri sé ekki bara einhver helvítis postulínsdúkka 🙂
Mitt álit:Við hefðum alveg eins getað stolið þessu í restina eins og þeir. Það gerðist bara ekki því miður. Punktur.
Nú er Lescott á lausu og kostar ekkert væri ekki alveg í lagi að reyna að semja við hann t.d. 2-3 ár. Hann getur spilað allar stöður í vörninni. Triore bölvuð vitleysa að leigja hann gat ekkert í leiknum um daginn nema þetta flotta mark hjá honum og núna er hann aftur meiddur tóm steypa að leigja hann. Finnst kominn tími að eigendur taki sig á og opni budduna og kaupi menn í sumar ekki leigja þá. Semjum við Distan, Barry og Lescott og kaupum 3 2 sóknarmenn og einn varnarmiðjumann.
Gleymdi einum auðvitað reyna að leigja unga Spánverjann aftur hann er snillingur .
Kosturinn við að leigja meidda leikmenn er að það er hægt að skila þeim… ekki satt? Já ég er sammála með Lescott.
Engin skýrsla eftir þennan leik?
Kanski skiljanlegt að stórnendur vilji ekki spá neitt meira í þessu. Allir draumar Everton manna um 4 sætið farnir. Kanski líka svoldið alltof há markmið fyrir þennan „sögufræga klúbb“ eins og ein léleg grein hamraði á…..
Lið sem að er með 54,9 stig að meðaltali í deild á ekki að hafa aðdáendahóp sem heimtar FA bikarsigra, meistaradeildarbolta eða jafnvel Carling bikarsigur.
þú vilt sem sagt bara að allir séu glory hunters og velji sér lið eftir hvert timabil til að geta haldið með winner altaf það yrði nú gaman
Það er skemmtilegt að sjá að stuðningsmenn annara liða en Everton bíði svona spenntir eftir leikskýrslum okkar liðs að menn fari að skammast yfir því að hún sé ekki komin. Vertu ávalt velkominn meðal okkar Magnús.
þú kemur aðeins of snemma með þetta Magnús, bíddu bara 🙂
Flottur 🙂
Magnús topp maður og fylgist með á réttum stöðum.
er hann ekki bara svona laumu Evertonfan 🙂 Hlýtur að vera erfitt að þora ekki útúr skápnum 🙂
Sæll Diddi.Við þorðum og það fyrir mörgum árum.
Orri Everton valdi okkur sem stuðningsmenn
Gleymdi að minnast á greiningu Executioner’s Bong á leiknum:
http://theexecutionersbong.wordpress.com/2014/02/22/tactical-deconstruction-chelsea-1-0-everton/
… og það að Distin var valinn í lið vikunnar hjá Goal tímaritinu:
http://www.goal.com/en-gb/news/2874/team-of-the-week/2014/02/24/4640639/premier-league-team-of-the-week-star-man-giroud-joined-by
þessi greining er nauðsynleg finnst okkur Magnúsi 🙂 Eins gott að hann þurfti ekki að bíða lengur eftir henni, hann hefði orðið brjálaður 🙂
Sælir félagar mér finnst liðið funkera nokkuð vel. Sigurinn hefði alveg eins lent okkar megin. Við skulum nú vera jákvæðir og bjartsýnir og allt gangi upp hjá okkur. Með Lescott þá held ég að við þurfum ekkert á honum að halda. Verið nú jákvæðir. ÁFRAM EVERTON!
Traore meiddur í nokkrar vikur og svo var Jagielka einnig að meiðast (tognun að ég held) svo hann missir af næsta leik.
Dauðlangar að sjá meira af Deulofeu í næstu leikjum ásamt McGeady, held þeir komi með snerpu og boltatækni sem gæti nýst vel.