Sylvain Distin framlengir samning sinn

Mynd: Everton FC.

Sylvain Distin var að framlengja samning sinn við Everton um eitt ár, eða til sumars 2015. Þessi 36 ára varnarmaður hefur staðið sig frábærlega síðan hann kom frá Portsmouth sumarið 2009 fyrir um 5M punda. Það voru þó nokkrir sem lyftu brúnum þegar þeir heyrðu að Everton væri að kaupa svo gamlan leikmann en hann hefur hefur reynst okkur ótrúlega dýrmætur og ekki sýnt nein merki þess að hann sé farinn að slaka á eða hugsa um að hætta að spila. Þvert á móti — hann er líklega fljótasti varnarmaður liðsins og hefur náð frábærri samvinnu við Jagielka gegnum tíðina, sérstaklega á þessu tímabili en aðeins Chelsea og Arsenal varnirnar hafa lekið fleiri mörkum (Arsenal: 23 leikir og 21 mark fengin á sig, Chelsea 22 leikir og 22 mörk, Everton 23 leikir og 24 mörk).

Distin er eins og kunnugt er sá erlendi leikmaður ensku deildarinnar sem hefur spilað flesta leiki í Úrvalsdeildinni og hann spilar örugglega stóra rullu í búningsklefanum líka, þar sem hann er grallari mikill og alltaf stutt í brosið. Það er mjög skemmtilegt að vita til þess að hann ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni í liðinu allavega eitt ár í viðbót.

Áfram veginn!

4 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Frábærar fréttir, frábær leikmaður sýnir engin merki aldurs.

 2. Orri skrifar:

  Ég tel þetta góðar fréttir fyrir okkur.

 3. Gestur skrifar:

  hann er okkar besti varnarmaður, á þetta fyllilega skilið.
  Svo er að finna mann sem getur leyst hann af?

 4. Elvar Örn skrifar:

  Þið verðið bara að afsaka strákar en ég hef enn trú á að Joleon Lescott gæti verið sá maður sem ætti að leysa Distin af hólmi þegar hann hættir. Ekki verra að Baines og Jagielka eru að spila í öftustu línu í landsliðinu svo Lescott væri þriðji maðurinn í Everton sem gæti verið í varnarlínu landsliðsins og í reynd tel ég það hjálpa hver öðrum að þeir spili í sama félagsliði, þ.e. þegar kemur að vali í landsliðið.
  Sammála með Distin, magnað að fá hann í eitt ár í viðbót, hann hafur ekki sýnt nein merki um það að vera orðin hægur eða kærulaus.