Mynd: Everton FC.
Klúbburinn staðfesti í dag að Leighton Baines hefði framlengt samning sinn við Everton. Hann hafði átt 17 mánuði eftir af samningi sínum og Martinez sagði að það væri forgangsatriði að gera nýjan langtímasamning við hann sem gerir hann líklega að hæst-launaðasta leikmanni liðsins. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur öll sem fylgjum Everton að málum enda hefur Baines sýnt það að hann er ekki bara besti bakvörður í deildinni heldur einn besti bakvörður í heimi. Þetta er því mjög svo kærkomin (síðbúin) jólagjöf frá klúbbnum!
Þeir hjá BBC bentu á að síðan Baines kom til Everton hefur hann átt 33 stoðsendingar í Úrvalsdeildinni. Næsti varnarmaður á blaði í þeirri deild er aðeins með 19.
Jólagjöf?
þetta er flott en hvernig er hægt að kalla þennan samning jólagjöf?
„*Síðbúin* og kærkomin jólagjöf?“ Er það hugtak eitthvað óljóst? Get breytt þessu í þorragjöf ef ykkur finnst það betra – en það hljómaði ekki alveg rétt. 🙂
En er þetta virkilega það eina sem brennur á vörum ykkar við þessar gleðifregnir? 🙂
Ég er virkilega ánægður með að Baines hafi skrifað undir 4 ára samning og að vera samt alltaf í slúðrinu. Ég held að þetta sýni að Everton eru tilbúinið að halda sínum mönnum og þetta sé breyting undir forustu Martinez.
Nú er bara að halda áfram og semja við Barkley sem hefur alveg magnaður leikmaður. Hann fékk alla vegana fótboltahæfileikanna í guðsgjöf.
Vorkenni eiginlega stuðningsmönnum Southampton því fréttahjörðin hefur snúið athyglinni að bakverði Southampton (Luke Shaw)
http://www.bbc.com/sport/0/football/25916743
… nú þegar í ljós kom að Baines vildi á endanum ekkert fara til United.
Mikið er nú gott að vera laus við svona fréttir um Baines.
Snildin ein og lang besta gjöfin tek þessu sem Afmælis gjöf
Frábært þá á að gera risasamning við Barkley, Coleman, Jagielka, Mirallas þessir helst. Svo fleiri seinna.
He he Finnur minn, þú ert svo mikill snillingur…. ég kom með spurninguna „jólagjöf“ þá var ég með bros á vör allann hringinn…. fannst þetta bara flott eins og allt sem kemur frá þér 😉
Þetta er vissulega flott síðbúin jólagjöf….. og svo fáum við aðra annað kvöld…… 🙂