Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Atvinnuleyfið komið fyrir Traore - Everton.is

Atvinnuleyfið komið fyrir Traore

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti rétt í þessu að atvinnuleyfi hefði fengist fyrir framherjann Lacina Traore og hann er því á leið til okkar að láni frá Monaco, líklega til loka tímabils. Honum er ætlað að fylla skarð Jelavic (sem var seldur) og Kone (sem er meiddur) og veita Lukaku eðlilega samkeppni um stöður í liðinu.

Uppfært 21:19: Það er reyndar ekki búið að skrifa undir samninginn, heldur bara fá atvinnuleyfið fyrir hann — en það var sagt það eina stóra sem stóð í vegi fyrir að hann gæti skrifað undir. Á því von á að þetta verði gengið í gegn fyrir hádegi á morgun.

Hann ætti því að vera orðinn löglegur fyrir bæði bikarleikinn gegn Stevenage sem og derby leikinn við litla bróður.

Ef ég hefði meiri tíma myndi ég finna til myndbönd af kappanum og bæta við — til dæmis af markinu sem hann skoraði gegn Liverpool fyrir ekki svo löngu. Þið megið gjarnan skella inn linkum í kommentakerfið ef þið finnið nytsamar upplýsingar um hann.

19 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    það stendur reyndar að viðræðum verði haldið áfram við Monaco til að tryggja okkur þjónustu hans, þannig að þetta virðist nú ekki alveg klappað og klárt 🙁
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2014/01/21/blues-granted-traore-work-permit

  2. Finnur skrifar:

    Nei, alls ekki! Everton.is er með innanbúðarmann hjá klúbbnum sem staðfesti í kvöld að hann væri kominn. Við erum bara fyrst með fréttirnar! 🙂

    En jú, svona að öllu gamni slepptu, þá er þetta rétt hjá Didda. Ég hafði 10 mínútur (áður en ég rauk að heiman á æfingu) til að henda inn því sem ég hélt að væri lokastaðfestingin. Það hefur verið talað um að atvinnuleyfið væri það eina sem upp á vantaði til að þetta gengi í gegn.

    Það sem eftir er ætti hins vegar bara að vera formsatriði. Get ekki séð að það skipti Monaco öllu máli hvort hann kemur til okkar eða West Ham.

  3. Diddi skrifar:

    ég var líka búinn að lesa einhvers staðar að West ham væri búið að fá atvinnuleyfi fyrir hann svo að það væri orðið klárt. En það eru stundum misvísandi fréttirnar, spyrjið bara Frosta Sigurjónss………

  4. Finnur skrifar:

    Það var reyndar ákveðin óvissa í kringum það því reglurnar í Bretlandi kveða á um að þú þarft að bíða í fjóra mánuði eftir að reyna aftur að sækja um atvinnuleyfi. Spurningin var því hvort atvinnuleyfisumsóknin fyrir West Ham hefði gengið í gegn, verið hafnað eða felld niður. Skv. þessu féll hún niður og því var hægt að sækja um aftur.

  5. Ari S skrifar:

    Já Finnur mig grunar að það hafi verið Graeme Sharp hehe 😉

    Annars án gríns þá er maður vanur að þetta sé ekki öruggt fyrr en það er öruggt…. (hef ekki lesið innleggin hérna að ofan) Vil sjá hann í Evertonbúning þá er ég sáttur. 🙂

  6. Finnur skrifar:

    Mikið rétt, Ari. Sharp var það. 😉

    En já, ég er heldur ekki vanur því að Everton tilkynni um að atvinnuleyfið sé fengið en ekki búið að skrifa undir samninginn við leikmanninn. Sérstaklega þegar búið var að nefna að það eina sem stæði í vegi fyrir þessu væri atvinnuleyfið. 🙂

  7. Diddi skrifar:

    nei það hefur oftar komið fyrir að þeir hafa tilkynnt um mann sem þeir hafa keypt og átt bara eftir að fá atvinnuleyfi fyrir hann og það klikkað. Sérstaklega þegar um einhverja er að ræða sem mann hefur langað að fá í klúbbinn. Það er verulega gremjulegt. Oftast er best þegar engar fréttir berast á official síðunni fyrr en allt er staðfest með BREAKING NEWS rammanum 🙂

  8. Finnur skrifar:

    Ég man ekki eftir mörgum tilfellum þar sem atvinnuleyfið klikkaði en ég er með lélegt minni þannig að það er kannski ekki að marka. Mig grunar þó að þú sért að tala um þegar Everton undir stjórn Moyes var að reyna að klára samninga rétt fyrir lok glugga og náði ekki alltaf.

  9. Sigurbjörn skrifar:

    Vonandi gengur þetta í gegn. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig uppstillingin verður ef hann kemur. Lukaku virðist vera orðinn eitthvað þreyttur á sínu hlutverki í síðustu leikjum þe. að eiga að halda boltanum og skil ég það mjög vel, mér finnst hann ekkert sérstaklega góður í því.
    ,,Ég virðist vera orðinn framherji sem á að halda bolta,“ sagði Lukaku.

    ,,Það er ekki mitt besta hlutverk, ég vil taka hlaup og leita af svæðum til að komast aftur fyrir varnarmenn.“

    ,,Vonandi breytist þetta, ég verð að spila betur í næstu leikjum og búa til meira sjálfur.“

  10. Finnur skrifar:

    Hmm…. Þetta mál (Traore) lítur ekki allt of vel út í augnablikinu því Falcao meiddist illa fyrir Monaco í síðasta leik sem gæti þýtt að þeir séu ekki tilbúnir að lána Traore (gætu þurft á honum að halda eftir allt saman)…
    http://www.bluekipper.com/players/something_fishy/7051-falcao_injury_could_end_traore_loan_deal.html

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Væri alveg týpiskt ef þetta klikkaði. Vonandi er Martinez með einhvern annann í sigtinu.

  12. Finnur skrifar:

    Þetta er algjörlega off-topic (biðst afsökunar) en ég var að rekast á frétt um það að hópur tengdur Man City hefði keypt lið í neðsta sæti efstu deildar í Ástralíu.
    http://www.bbc.com/sport/0/football/25854631

    … finnst þetta bæði áhugavert og pínulítið heimskulegt í senn. 🙂 Kannski er þetta nógu crazy til að virka — ummm, einhvern veginn. 🙂

  13. Elvar Örn skrifar:

    Ég sé að leikurinn gegn Stevenage í bikarnum um helgina verður sýndur beint á stöð2sport á laugardaginn kl. 17:20
    http://www.stod2.is/framundan-i-beinni/

  14. Georg skrifar:

    Það er vonandi að Traore komi til okkar þrátt fyrir meiðsli Falcao. Þetta mun koma í ljós á næstu klukkutímum segir Martínez, Ég var að horfa á blaðamannafundinn live rétt áðan fyrir leikinn gegn Stevenage. Getið séð það hér: http://www.youtube.com/watch?v=elnSWG0VbJ8#t=66

    Svo er gaman að sjá þessa mynd af Barkley sem hann var að setja á Twitter í gær frá því að hann var 13 ára á móti einum 13 ára gutta. Það er ekki skrítið hvað Barkley er stór og stæðilegur í dag því hann var það 13 ára. http://hereisthecity.com/en-gb/2014/01/22/picture-everton-star-barkley-posts-incredible-pic-of-himself-at/?

  15. Gestur skrifar:

    Ég er ansi hræddur um að Everton fái þennan kappa ekki lánaðan núna í janúar, eins og hann lítur nú spennandi út. Það er bara að vona að það komi í ljós fljótlega þannig að það sé hægt að fara að leita að örðrum.

  16. Ari S skrifar:

    Gestur hefur vitlaust fyrir sér. Kappinn er kominn til Everton. Staðfest á heimasíðu félagsins fyrir tíu mínútum … (eða korteri)

  17. Finnur skrifar:

    Það passar. Við erum komin með cover fyrir Lukaku…
    http://everton.is/?p=6492