Helstu fréttir

 Mynd: Everton FC.

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að nú er hlé í ensku deildinni vegna landsleikja, samanber 0-0 jafntefli íslenska landsliðsins — manni færri — gegn sterku liði Króata… þarf eitthvað að ræða það frekar? Það er því ekki mikið að frétta þessa dagana af liðinu okkar — jú, reyndar — sögusagnir herma að njósnari Everton í Skandinavíu hafi verið á Laugardagsvellinum að skoða Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason á móti Króötum en þó ekki víst hvað er að marka þær sögusagnir. Stóri leikurinn í íslenskri knattspyrnusögu er þó annað kvöld, en varla þarf að fjölyrða um þann leik hér — við verðum örugglega öll límd við skjáinn að hvetja okkar menn til dáða.

Derby leikurinn við litla bróður nálgast (næsta helgi) en við látum þá umfjöllun þó bíða um sinn, og notum tækifærið til að minna ykkur öll á að skrá ykkur á árshátíð Everton á Íslandi (allar nánari upplýsingar hér). Þau ykkar sem borga félagsgjöldin fyrir þann tíma fá 1000 kr. afslátt af miðaverði og þau ykkar sem borga fyrir 5. desember eru einnig sjálfkrafa með í happdrætti þar sem veglegir vinningar eru í boði (sjá hér)!

Höfum þetta þó stutt og laggott í þetta skiptið og víkjum stuttlega að ungliðum okkar en Everton U18 rústuðu Úlfunum U18, 5-0, með mörkum frá Dyson, Green, Charsley og tveimur frá Duffus en þeir töpuðu svo 2-1 á útivelli gegn Man U U18. George Green skoraði þar jöfnunarmarkið úr víti á 83. mínútu en United læddi inn sigurmarki á lokamínútunum. U21 árs lið Everton vann Middlesbrough U21 á útivelli, 2-3, með tveimur mörkum frá Long og einu frá Kennedy. Einnig má geta þess að vinstri bakvörðurinn Luke Garbutt framlengdi lán sitt hjá Colchester United um einn mánuð.

9 Athugasemdir

 1. Halli skrifar:

  Phil Dowd var valinn til að dæma Darbyslaginn um helgina hvað finnst mönnum um hann?

 2. Finnur skrifar:

  Ég man ekki eftir því að hallað hafi á okkur í leikjum sem hann dæmdi. Er bara feginn að þetta er ekki Kevin Friend eða Clattenburg…

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Held að hann sé skásti dómarinn í deildinni. En ég hélt reyndar líka að Clattenburg væri góður dómari áður en hann aðstoðaði Gerrard við dómgæsluna 2007.

 4. Finnur skrifar:

  Segðu.

 5. Halli skrifar:

  Jæja þá er þetta landsliðsdæmi búið og hægt að fara í að keyra sig í gang fyrir stórleik helgarinnar

 6. Diddi skrifar:

  spái 1-3 tapi, bara til að verða ekki fyrir vonbrigggggðum 🙂

 7. Elvar Örn skrifar:

  Tap? Þá nenni ég ekki að fara suður til að hitta ykkur ef bara tap er í boði.

 8. Finnur skrifar:

  Heyrðu! Þá kemur ekkert annað en sigur til greina. Diddi mætir hvort eð er ekki á árshátíðina og getur því ekki jinx-að þetta. 🙂

 9. Elvar örn skrifar:

  Ætla Húsavíkur – bræður ekki bara með mér og Georg á árshátíðina?