Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Þú gætir hreppt vinning - Everton.is

Þú gætir hreppt vinning

Mynd: FBÞ

Merseyside Derby leikurinn Everton-Liverpool er rétt handan við hornið (23. nóvember) og við ætlum að nýta það tækifæri til að halda árshátíð Everton á Íslandi árið 2013. Eins og fram hefur komið hér byrjar dagskráin á Ölveri kl. 12:30 þar sem við komum til með að horfa á derby leikinn saman. Hátíðin heldur svo áfram kl. 18:00 á Nítjánda kvöldverðarstað í Turninum þar sem við munum njóta góðra veitinga og skemmta okkur vel saman. Verðið er 7.990 kr. fyrir þá meðlimi sem hafa greitt árgjald klúbbsins en 8.990 fyrir aðra (þmt. gesti), Innifalið í verði er glæsilegt hlaðborð og fordrykkur að hætti Everton.

Þetta er jafnframt gott tilefni til að minna félagsmenn á að greiða árgjald til Everton á Íslandi, en þau ykkar sem ekki hafa greitt ættu að finna rukkun í heimabanka frá félaginu. Einnig er hægt að millifæra beint inn á reikning félagsins:

Reikningsnúmer: 331-26-124
Kennitala félagsins: 5110120660
Upphæð: 3000 kr.

Við í stjórn erum, líkt og í fyrra, hæstánægð að sjá hversu vel félagsmenn hafa svarað kallinu að greiða árgjaldið til félagsins en þetta er besta leiðin til að sýna stuðning ykkar í verki og gerir okkur kleyft að halda uppi öflugu félagsstarfi. Án ykkar stuðnings er ekkert félag.

Til gamans fylgir hér samantekt á því hvernig hin ýmsu bæjarfélög (efstu 25 póstnúmerin) standa sig í greiðslu félagsgjaldanna:

100% 221 Hafnarfjörður
100% 203 Kópavogur
100% 400 Ísafjörður
100% 450 Patreksfjörður
100% 530 Hvammstangi
100% 641 Húsavík
100% 720 Borgarfjörður-eystri
100% 780 Höfn
100% 710 Seyðisfjörður
75% 603 Akureyri
71% 201 Kópavogur
67% 109 Reykjavík
67% 640 Húsavík
60% 108 Reykjavík
60% 112 Reykjavík
56% 105 Reykjavík
50% 210 Garðabær
50% 260 Njarðvík
50% 104 Reykjavík
50% 580 Siglufjörður
50% 620 Dalvík
50% 700 Egilsstaðir
50% 900 Vestmannaeyjar
44% 220 Hafnarfjörður
33% 107 Reykjavík

 

Það er einfaldlega ekki hægt annað en að hrósa þeim félagsmönnum sem tróna efstir á þessum lista en stuðningsmenn Everton í Hafnarfirði, Kópavogi, Ísafirði, Patreksfirði, Hvammstanga, Húsavík, Borgarfirði eystra, Höfn og Seyðisfirði eiga heiður skilið fyrir afbragðsgóða svörun — varla hægt að gera betur. 🙂 Það væri jafnframt gaman að sjá íbúa á Akureyri, í Kópavogi, Reykjavík, Húsavík og Garðabæ reyna að ná upp í 100% — þið eigið ekkert alltof langt í það.

Ef þitt póstnúmer er ekki á listanum hér að ofan þá gæti það þýtt að þú (og/eða þínir nágrannar) þurfi að gera betur. 🙂 Endilega athugaðu hvort þú sért ekki með gíróseðil í heimabanka eða millifærðu beint inn á reikning félagsins (sjá upplýsingar hér að ofan).

Til að gera þetta svolítið meira spennandi ætlar stjórnin að standa fyrir smá happdrætti. Reglurnar eru eftirfarandi:

Allir félagsmenn* sem hafa þegar greitt árgjaldið fyrir tímabilið 2013/14 eða greiða fyrir 5. desember eru með í pottinum.

Fimm vinningar eru í boði:

– Everton flipahnappar (e. cufflinks)
– Everton músamotta
– Everton golf-tí (ca. 30 stykki)
– Everton Gel Cling (Everton merki til að líma á rúðu)
– Dixie Dean Statue Sign (veggskilti sem útlistar helstu afrek eins merkasta framherja Everton)

Sá félagsmaður sem fyrstur er dreginn úr pottinum fær að velja þrjá af ofantöldum fimm vinningum. Sá félagsmaður sem næstur er dreginn úr pottinum fær hina tvo.

* ATH: Stjórnarmeðlimir sem og fjölskyldur stjórnarmeðlima eru ekki með í pottinum.

Við í stjórn hvetjum ykkur öll til að sýna stuðning ykkar í verki og greiða félagsgjöldin og hlökkum jafnframt til að sjá ykkur sem flest á árshátíðinni þann 23. nóvember. Þið getið skráð mætingu á árshátíðina hér — skráning er ekki bindandi (en hjálpar okkur að meta hversu margir eru að hugsa um að mæta).

4 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Nú er um að gera að vera með í að halda úti öflugu starfi í klubbnum okkar og geta einnig unnið góð verðlaun. Svo hvetjum við alla sem geta að mæta með á árshátíðina.

  2. Orri skrifar:

    Sælir félagar.Póstnúmerið á Seyðisfirði er 710 en ekki 310.

  3. Finnur skrifar:

    Mikið rétt, Orri — það var villa í félagatalinu sem hefur nú verið leiðrétt (og taflan hér að ofan líka)! Takk fyrir þá ábendinguna.

  4. albert gunnlaugsson skrifar:

    Frábært… get varla beðið eftir leiknum 🙂