Mynd: Everton FC.
Uppstillingin fyrir Crystal Palace leikinn var sú sama og í arfaslökum fyrri hálfleik gegn Tottenham: Howard, Baines, Jagielka, Distin, Coleman. McCarthy og Barry á miðjunni, Pienaar og Mirallas á köntunum, Osman fyrir aftan Lukaku frammi. Byrjunin var róleg og lítið að gerast, Everton með boltann 77% fyrsta korterið en voða lítið að gerast í framlínunni, sem gaf í raun tóninn fyrir restina af leiknum. Lið Crystal Palace var arfaslakt í leiknum, sáu varla boltann en samt tókst þeim að skapa sér 3-4 bestu færin í leiknum, sem segir kannski ákveðna sögu um skort á hugmyndum í framlínu Everton.
Mirallas átti slakan dag á kantinum, Baines var ólíkur sjálfum sér og átti bara eina góða horn/aukaspyrnu í öllum leiknum og of margar feilsendingar. Hann og Pienaar náðu ekki nógu vel saman og Lukaku fékk voða litla þjónustu í framlínunni. Osman var líflegur til að byrja með, átti skot (sem reyndar var slakt) á 6. mínútu en annað á 11. mínútu sem var ekki langt frá stöng og inn en Lukaku hefði getað stangað boltann í netið ef hann hefði varið aðeins sneggri að hugsa. Palace voru í stökustu vandræðum fyrsta korterið en bötnuðu nokkuð eftir það. Everton fékk að spila manna á milli fram og til baka og milli kanta nánast óáreittir en sköpuðu ekkert.
Mirallas átti reyndar skot á 20. mínútu fyrir utan teig sem markvörður mátti hafa sig allan við að verja í horn en svo bara dalaði þetta hjá okkar mönnum og Crystal Palace komust betur inn í leikinn. Þeir áttu skot af löngu sem Howard varði í horn og svo tvö feykigóð skallafæri milli 30. og 40. mínútu, bæði fríir skallar sem þeir áttu að skora úr. Í fyrra skiptið tókst sóknarmanni Palace að skalla aftur fyrir sig (!?) í algjöru dauðafæri og í hinu tilfellinu skölluðu þeir langt framhjá. Ef það væru leikmenn á kaliber við Úrvalsdeildina í Palace liðinu hefðu þeir verið komnir 3-0 yfir. Osman átti skot sem var varið á 43. mínútu en það varið og því 0-0 í hálfleik.
Tölfræðin í hálfleik sagði að Everton hefði verið með 71% possession, 15 skot að marki en aðeins 2 á markið. Palace með 9 skot og einnig tvö sem hittu á markið.
Svipuð saga í seinni hálfleik nema hvað Palace menn klúðruðu bara einu algjöru dauðafæri — einn á móti markverði en vippaði framhjá. Við (áhorfendur) misstum reyndar af góðum kafla þar sem myndin datt út í útsendingunni hjá okkur í nokkurn tíma. Kannski okkur bara greiði gerður með því, því leikurinn var arfaslakur.
Það lifnaði aðeins yfir leiknum þegar Barkley og Deulofeu komu inn á fyrir Mirallas og Osman á 55. mínútu en á heildina litið var þetta arfaslakur leikur af hálfu Everton og líkt að þeir litu svo á sem að reitaboltinn myndi á endanum skila þeim marki ef þeir næðu í 80% possession.
Deulofeu var næstum kominn einn á móti markverði á 76. mínútu en bjargað í horn og upp úr horni skallaði Jagielka í neðanverða slána og Distin skallaði frákastið framhjá. Líklega besta færi Everton til að skora í öllum leiknum, sem verður að teljast afskaplega dapurt.
Everton menn áttuðu sig á því í lokin að þeir væru að tapa tveimur stigum í leiknum og lágu í stanslausri sókn en lítið kom út úr því. Deulofeu reyndi skot af löngu, rétt framhjá stöng en þar með voru sénsarnir upptaldir.
Afskaplega dapurt 0-0 jafntefli staðreynd. Þetta var algjör skyldusigur og verð að líta á þetta sem tvö töpuð stig. Þetta er nákvæmlega það sem hélt aftur af Everton liðinu í fyrra — gekk vel gegn liðunum í efstu sætunum en liðið einfaldlega allt of aumingjagott. Það er áhyggjuefni að spilamennskan hefur dalað mjög frá því Everton sundurspilaði Newcastle algjörlega þegar liðin mættust. Leikmenn áttu slakan leik á móti Hull og Aston Villa, en lönduðu þó þremur stigum. Það var ekki uppi á teningnum núna. Margt sem þarf að bæta fyrir derby leikinn eftir tvær vikur!
Einkunnir Sky Sports: Howard 7, Baines 6, Distin 6, Jagielka 6, Coleman 6, Barry 7, McCaryth 6, Mirallas 5, Pienaar 7, Osman 6, Lukaku 5. Varamenn: Deulofeu 7, Barkley 6. Svipaðar einkunnir hjá Palace.
ömurlegur fyrri hálfleikur heppnir að vera ekki að drullu tapa gegn ömurlegu liði
vantar allt power og hugmyndir eru af skornum skammti, vonandi vakna þeir í seinni, væri til í að fá jelavic við hlið lukaku og Osman út, einnig er dapurt að sjá hve Mirrallas er hræðilega lélegur í vetur, spánverjann inn fyrir hann, koma svo 🙂
Djöfull þoli ég ekki svona aumingja skap heppnir að sleppa með þetta stig
ég væri til í að sjá Mirallas spila sína náttúrulegu stöðu. hann er striker , ekki winger. Hvernig væri að hafa 2 strikers, Mirallas og Lukaku. Það breytir engu hversu lengi við erum með boltann ef við skorum ekki.
Crystal palace eiga ekki „leikmenn á caliber við úrvalsdeildina“,og þessvegna á lið á „caliber við Everton“ að valta yfir Palace.Liðið bara mætir ekki inná gegn þessum lélegri liðum .Everton var t.d. fyrsta liðið sem Reading vann í fyrra, hvað í 13.umferð? Alveg týpískt.
Með svona spilamennsku mega Everton þakka fyrir að ná 10 sætinu í vor. Þetta er ekki boðleg spilamennska. Ætla ekki að hrósa neinum í þessum leik nema Howard skástur. Liverpool í næsta leik eins gott að rífa sig upp aftur þetta getur ekki versnað.
Algjörlega týpískt Everton. Palace ekki haldið hreinu í einhverja 20+ leiki og þà er það auðvitað Everton sem getur ekki einu sinni potað inn einu skitnu marki hjà þeim.
Alveg týpískt!!
þessi er frekar áhyggjufullur, er nokkur ástæða til þess ?http://www.bluekipper.com/news/club_news/6860–.html?
Þetta voru svo klárlega 2 töpuð stig ef hort er á áætlun ársins. Það er ákveðið ahyggjuefni að geta ekki klárað liðin á meðal þeirra neðstu í deildinni og fengið 3 punkta. Eins finnst mér vanta að menn fari inní leiki til að drepa þá eins og í gær það var svona ekkert að frétta allan leikinn. Ég ætla að gefa Barry það að vera maður leiksins
hópurinn ekki svo breiður eftir allt saman
sællir félagar. Sko þetta var ömurlegaur leikur þetta er sá lélegasti leikurin sem ég hef séð. Ég bara rétt vona að þeir komi betri eftir landsleikja hlé.Það enn þá betra að sjá tottenhamm taba áðan,Og Gylfi var ekki góður,Var ekki mjög gaman á leiknum á gudeson park var þetta ekki skemtilegur hópur.
Jú það var frábær stemning á pöllunum og gaman að prófa Gwladys stúkuna. Ég væri alveg til í það aftur. Flottur hópur líka, gaman alltaf að sjá svona mörg ný andlit.
Áhugavert að sjá að það eru tveir Everton menn á lista yfir þá sem mest er brotið á það sem af er leiktíð.
Skemmst frá því að segja að þeir eru í 10 sæti sem og fyrsta sæti. Verð að segja að fyrsta sætið kom skemmtilega á óvart,,,,en þó ekki þegar maður hugsar það til enda.
http://www.fanatix.com/news/top-ten-most-fouled-players-in-the-premier-league-chelsea-and-everton-stars-on-top/163610/
Með aukaspyrnusérfræðing eins og Baines er mjög gott að hafa tvo á þessum lista.
Hér er listinn af síðunni, til hagræðis fyrir lesendur (síðasti maður sá sem oftast er brotið á):
10. Leighton Baines (Everton)
9. Stephane Sessegnon (West Bromwich Albion)
8. Sone Aluko (Hull City)
7. Jonathan Walters (Stoke City)
6. Pajtim Kasami (Fulham)
5. Robert Snodgrass (Norwich City)
4. Adam Lallana (Southampton)
3. Fabian Delph (Aston Villa)
2. Eden Hazard (Chelsea)
1. Ross Barkley (Everton)
Er Deulofeu ekki að byrja gegn Liverpool eftir þessa frammistöðu? Trúi ekki öðru.
http://stdomingos.com/2013/11/15/brilliant-deulofeu-stars-for-spain-video-included/
Hann hefði getað skorað nokkur mörk í þessum leik, m.a. eitt beint úr horni! 🙂 Myndi vilja sjá hann byrja.