Aston Villa – Everton 0-2

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Howard, Baines, Jagielka, Distin, Coleman. McCarthy og Barry á miðjunni, Pienaar og Mirallas á köntunum, Barkley fyrir aftan Lukaku frammi. Bekkurinn: Joel, Oviedo, Stones, Osman, Naismith, Deulofeu, Jelavic.

Fyrri hálfleikur var mjög líflegur og nóg um færi. Mirallas komst tvisvar upp kantinn hægra megin og náði allavega einu skoti á markið en skotið blokkerað af varnarmanni. Greinilegt frá upphafi að Everton ætlaði sér að nýta augljósa veikleika vinstri bakvarðar Aston Villa (Luna), sem greinilega hefur ekki hraðann sem þarf.

Þetta fór þó næstum því strax illa þegar Coleman gaf víti á 7. mínútu þegar Benteke, að mig minnir, rak fótinn í Coleman sem elti hann. Pínulítil snerting, virkaði svolítið „soft“ en Benteke fór niður og þar með víti. Vítið tók hann hátt upp í vinstra hornið en Howard gerði sér lítið fyrir og varði vítið!

Everton náði ekki að „settla“ inn í leikinn á fyrstu mínútunum, ekki fyrr en nokkru eftir vítið, en náðu 63% posession um tíma og byrjuðu að pressa hátt upp völlinn á Villa. Everton liðið er þó hentugur andstæðingur fyrir Villa því Villa vill helst að lið sæki á sig og beita svo skyndisóknum og þeir áttu nokkrar slíkar í fyrri hálfleik þar sem hefði getað farið illa.

Baines átti aukaspyrnu af vinstri kanti beint á Guzan en hann nældi sér í þá aukaspyrnu sjálfur þegar Tonev fór aftan í hann eftir að Baines hafði sparkað boltanum í burtu. Af einhverjum orsökum slapp Tonev við gult!

Aston Villa komst tvisvar nálægt því að skora, fyrst á 22. mínútu eftir skyndisókn, en Benteke komst einn inn fyrir en lét Howard verja frá sér. Örskömmu síðar var aftur glundroði í teig Everton og leikmaður Villa aftur kominn einn á móti markverði en Howard bjargaði með undraverðum hætti. Þrisvar búinn að reddað okkur í leiknum og greinilega í banastuði.

Guzan, markvörður Villa, þó ekki á því að láta Howard skyggja á sig en hann átti frábærlega markvörslu þegar Lukaku fékk frían skalla eftir fyrirgjöf frá hægri. Og stuttu síðar (29. mínútu) átti Barkley skot af löngu færi, boltinn í varnarmann og sveigði upp á við og endaði í ofanverðri slánni. Stórhætta við mark Aston Villa.

Lukaku komst aftur í dauðafæri aðeins mínútu síðar, komst einn á móti markverði eftir að hafa komist framhjá vinstri bakverðinum, Luna. En varið. Mirallas sneri varnarmann Villa á röngunnni á hægri kanti og náði skoti en vel varið.

Rétt fyrir hálfleik fór Luna út af meiddur og kórónaði þar arfaslakan leik, Ciaran Clark inn á. Ekki fagnaði maður þeirri skiptingu. 0-0 í hálfleik en hæglega hefðu 4-5 mörk getað litið dagsins ljós. Aston Villa klárlega með betri færin.

Seinni hálfleikur var nokkuð ólíkur fyrri því Villa var mun meira með boltann en í þeim fyrri, pressuðu líka meira á Everton en þeir höfðu gert. En ólíkt fyrri hálfleik fengu þeir frekar lítið af færum.

Everton byrjaði líflega, Mirallas með sprett upp hægri kant og inn í teig en fyrirgjöfin skölluð aftur fyrir í horn sem ekkert kom úr. Osman kom inn á fyrir Barkley á 50. mínútu, en sá síðarnefndi hafði ekki fundið sig nægilega vel í leiknum. Og sú skipting átti aldeilis eftir að borga sig.

Eftir þetta dalaði leikurinn aðeins og lítið um færi. McCarthy var mjög heppinn að sleppa með gult á 61. mínútu eftir ljóta tæklingu á Westerwood um miðju vallar.

En á 68. mínútu fóru hlutirnir að gerast hjá Everton sem skoruðu flott mark. Ein snerting per mann: Baines af vinstri kanti í átt að vítateig Villa beint á Osman, sem sendi lengra inn á miðju á Lukaku sem kom á hlaupinu. Sá skaut í fyrstu snertingu og skoraði, rétt frá vítateigslínu. 0-1 fyrir Everton! Aðeins mínútu síðar átti Everton að fá víti þegar varnarmaður handlék knöttinn innan teigs en dómarinn sá það ekki.

Aston Villa átti skot innan teigs á 74. mínútu en beint á Howard sem varði auðveldlega og ég man ekki betur en að þetta hafi verið það eina markverða sem gerðist í sókn Villa í seinni hálfleik.

Naismith inn fyrir Pienaar á 79. mínútu og aðeins mínútu síðar hafði Everton skorað aftur. Osman átti þá skot við vítateigslínu eftir horn Everton, markið skorað af svipuðum stað og það fyrra. Stoðsendingin frá Barry sem var nálægt endalínu vinstra megin og gat gefið fyrir en kaus að gefa út í teiginn þar sem Osman kom á hlaupinu og skoraði með viðstöðulausu skoti. 0-2 Everton!

Naismith var greinilega búinn að sjá helsta veikleika Guzman í markinu því hann reyndi skot af löngu færi við vítateigslínu á sama stað og mörkin tvö komu en var óheppinn með skotið sem fór rétt framhjá stönginni.

Deulofeu inn fyrir Mirallas á 80. mínútu en lítið um færi eftir þetta, fyrir utan skot frá Baines af löngu færi sem fór rétt framhjá stönginni.

Everton landaði þar með þremur stigum á útivelli gegn Villa og komst upp í 3. sætið en næstu fjögur lið fyrir neðan eiga leik til góða og geta komist aftur yfir.

Einkunnir Sky Sports: Howard 8, Baines 6, Distin 6, Jagielka 7, Coleman 6, Mirallas 6, Barry 6, McCarthy 6, Pienaar 6, Barkley 5, Lukaku 7. Varamenn: Osman 7, Naismith 6, Deulofeu 6. Einkunnir Villa nokkuð lakari: Markvörðurinn Guzan og miðjumaðurinn Delph þóttu bestir — fengu 7, annars 5 sexur, þrjár fimmur og einn fjarki (vinstri bakvörðurinn Luna). Nokkuð sammála einkunnagjöfinni — Howard var klárlega besti maður vallarins og Lukaku og Jags öflugir — sem og markvörður Villa. Hefði kannski viljað sjá tvær-þrjár sexur hjá Everton hækka um einn en það er svo sem ekki mikið yfir þessu að kvarta. Gott að landa þremur stigum annan leikinn í röð, þrátt fyrir að liðið sé ekki að sýna sínar bestu hliðar. Fimm sigrar af 6 mögulegum í deild — aðeins liðið á toppnum (Arsenal) geta skákað því (og þeir hafa bara jafnteflisstig þar fram yfir).

21 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    ég spái að Anichebe skori í dag gegn „les miserables“

  2. Hallur j skrifar:

    Markmennirnir heitir i byrjun leiks

  3. Ari S skrifar:

    Virkilega flottur sigur hjá okkar mönnum í dag. Var ánægður að sjá til Osman sem átti sendinguna á Lukaku og skoraði gott mark sjálfur. Gefur okkur meiri möguleika og meiri breidd að menn sem kom aaf bekknum skora mörk og eiga góðann leik, alltaf jákvætt þegar það gerist. Osman núna og Pienaar síðast……. ( … já ég veit en hann skoraði samt markið) 🙂

    Áfram Everton 🙂

  4. Albert skrifar:

    Á ekki til orð!

  5. Finnur skrifar:

    Varðandi… úrslitin?

  6. Halli skrifar:

    Enn einn sigurinn þetta er svoooooo skemmtilegt 4 sætið og allir glaðir. Sjáust í Liverpool um næstu helgi

  7. Ari G skrifar:

    Flottur síðari hálfleikur. Skelfileg dómgæsla í fyrra hálfleik. Þetta var ekki viti. Annað atriði Aston Villa leikmaður komst einn á mótI markverði greinilega rangstæður en Howard stóð fyrir sínu langbesti leikmaður Everton í dag.

  8. Albert skrifar:

    Ja atti ekki von a að við mundum vinna! Þvilikur karakter. Maður elskar bara þetta lið 🙂

  9. Georg skrifar:

    Flottur útisigur. Við erum búnir að vinna 5 af síðustu 6 leikjum í deildinni eftir 3 svekkjandi jafntefli í byrjun leiktíðar, 15 stig af síðustu 18 er mjög öflugt. Howard var frábær í leiknum og varði vítið frábærlega. Vorum mjög óheppnir að fá þetta víti á okkur þar sem Coleman rekst aftan í hælinn hjá Benteke. Við gáfum þeim of mörg færi í fyrri hálfleik en mér fannst vörnin mjög solid í þeim seinni. Frábær innkoma hjá Osman sem loksins á góðan leik eftir mjög slaka byrjun á þessari leiktíð. Það gerir mönnum oft gott að fara á bekkinn til að sjá að þeir eigi ekki sjálfgefið sæti í liðinu. Lukaku hættulegur að vanda og hefði getað sett 1-2 í viðbót en Guzan varði vel. Vonandi er hann ekki í plönum Mourinho. Vill að við gerum allt til að kaupa hann næsta sumar. McCarthy er að vinna mig á sitt band, hann pressar leikmenn allann leikinn og stoppar ekki en átti reyndar eina slæma tæklingu sem getur gerst þegar menn eru jafn ákafir og hann.

    Vinnum Tottenham næstu helgi. Skemmtið ykkur á vellinum næstu helgi, svekkjandi að komast ekki með ykkur.

  10. þorri skrifar:

    sælr félagar mér heirist þetta hafi verið góður leikur að horfa á Hann Martínes er að gera góða hluti með okkar lið
    ég held að við séum allir samála um það liðsheildin sé mjög góð og komin til með að verða bara betri þegar á líður.Og skemtið ykkur ný vel á leiknum næstu helgi og þið fáið sigur að launum
    hvað fara margir í þessa ferð.Er kanski farið að pæla í næstu ferð þetta er æðislegt BARA ÁFRAM EVERTON

  11. Finnur skrifar:

    Þorri, við verðum 15 á pöllunum. Þetta verður mögnuð ferð. 🙂

  12. Finnur skrifar:

    Howard, Baines og Barry í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/24693512
    Þar var einnig bent á að Everton hefur unnið alla fimm deildarleikina sem Barry hefur spilað og engan af þeim fjórum sem voru án hans.

    Howard og Jagielka í liði vikunnar að mati Goal:
    http://www.goal.com/en-gb/news/2896/premier-league/2013/10/28/4364586/premier-league-team-of-the-week-suarez-aguero-torres-all

  13. Finnur skrifar:

    … og greining Executioner’s Bong á leiknum við Villa er mjög áhugaverð lesning:
    http://theexecutionersbong.wordpress.com/2013/10/27/tactical-deconstruction-how-everton-found-the-space-to-down-villa/

  14. Georg skrifar:

    Howard, Jagielka og Baines voru í liði vikunar hjá ftbpro.com
    http://www.ftbpro.com/posts/osman.hassan/464297/premier-league-team-of-the-week-9

  15. Elvar Örn skrifar:

    Það voru margir góðir í þessum leik en ég verð að segja á Howard var hreint út sagt stórbrotinn. Hann bjargaði amk þrisvar á heimsmælikvarða og varslan á vítaspyrnu Benteke er ein sú besta sem ég hef séð í langan tíma.
    Osman kom sterkur inn en hann hefur verið frekar dapur það sem af er tímabili og Barry er að koma svakalega vel út og er að koma mér verulega á óvart.
    Nú er bara að vinna næsta leik ekki sýst fyrir okkar félaga sem verða á leiknum og það er hrikalegt til þess að hugsa að maður hafi ekki skellt sér með, en svona er þetta bara.
    Sigur í 5 af seinustu 6 leikjum er ekki amalegt.

  16. Elvar Örn skrifar:

    Shane Duffy að gera frábæra hluti. Hef mikla trú á þeim dreng.
    http://www.ciderspace.co.uk/ASP/news/news.asp?NewsItemId=20476

  17. albert gunnlaugsson skrifar:

    Sælir félagar. Var svo mikill sauður að ég fattaði ekki að kaupa miða á landsleikinn fyrr enn of seint! Er nokkur sem getur reddað mér 3 miðum?

  18. Diddi skrifar:

    Um leið og ég óska þeim sem eru að fara á leikinn um helgina góðrar ferðar og skemmtunar þá krefst ég þess að þeir komi með 3 stig heim. Og svo fyrir okkur hina, hvar sitjið þið á vellinum? Gaman að fá að vita það svo maður geti veifað í ykkur í beinni 🙂

  19. Finnur skrifar:

    Diddi, var að svara þér… í upphitunarfærslunni (http://everton.is/?p=5823), sem kemur extra snemma þessa vikuna. 🙂