Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Fulham – Everton 2-1 - Everton.is

Fulham – Everton 2-1

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Fulham á útivelli í 3. umferð deildarbikarsins en Martinez gerði töluverðar breytingar á liðinu sem vann West Ham svo eftirminnilega í síðasta deildarleik en átta leikmenn viku úr byrjunarliðinu: Howard, Baines, Jagielka, Barry, Mirallas, Osman, Barkley og Jelavic. Einungis Distin, Coleman og Naismith héldu sæti sínu í byrjunarliðinu en að öðru leyti (ef Lukaku er undanskilinn) var þetta hálfgert varalið sem mætti til leiks. Segir kannski ákveðna sögu um hversu mikla áherslu Martinez lagði í þessa keppni. Uppstillingin: Robles, Oviedo, Distin (fyrirliði), Heitinga, Stones, Naismith, Gibson, McCarthy, Coleman, Deulofeu, Lukaku.

Fyrri hálfleikur leit mjög vel út og maður var eiginlega hálf hvumsa að sjá hvað varaliðið náði vel saman og hvað lítið var að gerast hjá Fulham. Fulham menn áttu eitt skot sem rataði á rammann allan hálfleikinn á meðan Everton liðið átti fimm og var eina liðið sem var að skapa sér almennilega færi. Flottur sóknarbolti sem Everton var að spila og Deulofeu þeim mikill þyrnir í síðu og fór oft illa með þá. Markið (sem lá í loftinu) kom strax á 12. mínútu eftir flott samspil Deulofeu og Naismith en sá fyrrnefndi sá hlaup Naismith inn í teig og sendi stungusendingu á hann, splundraði vörn Fulham og Naismith skoraði auðveldlega einn á móti markverði. Leikmenn Fulham virtust hálf ráðalausir, máttlausir og hugmyndasnauðir og afskaplega lítið ógnandi það sem eftir lifði hálfleiks. Everton áttu þó nokkur færi og litu út fyrir að vera að fara að landa auðveldum sigri. En eins og svo oft áður hefur Everton átt erfitt með að nýta sér yfirburðina og „drepa leikinn“ og fór því aðeins með eins marks forystu í hálfleik.

Fulham byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og greinilegt að Martin Jol hafði lesið hressilega yfir hausamótunum á þeim því þeir komu einbeittir til leiks. Fulham menn skyndilega vaknaðir til lífsins og eftir aðeins 9 mínútur hafði Berbatov jafnað. Það var nokkur heppnisstimpill á markinu því Coleman tók boltann af sóknarmanni Fulham með flottri skriðtæklingu en boltinn barst til Berbatov sem komst þar með í dauðafæri einn á móti markverði. Staðan 1-1.

Sigurmarkið kom svo um korteri síðar þegar Fulham fengu (að mér sýndist óverðskuldaða) aukaspyrnu á miðjunni og Everton menn einfaldlega sváfu á verðinum. Bent stillti sér upp vinstra megin við teighornið, einn og yfirgefinn og enginn ákvað að dekka hann! Í stað þess að senda háan bolta inn í teig, sendu þeir því beint á Bent sem lagði hann fyrir sig og skaut í gegnum klofið á Robles. 2-1 Fulham.

Þetta kveikti aðeins í okkar mönnum sem höfðu virkað hálf afslappaðir fram að þessu og Everton menn fengu fín tækifæri til að jafna en það var ekki okkur ætlað í þetta skiptið. Fulham áfram í bikarnum og fyrsti tapið í keppnisleik sem Martinez upplifir staðreynd. Vissulega var þetta varaliðið og líklega ekki keppni sem Martinez ætlar að leggja áherslu á, en eftir að hafa horft á fyrri hálfleikinn skil ég ekki hvernig hægt var að tapa þessum leik!

Sky Sports gefa ekki einkunnir fyrir deildarbikarleiki þannig að ég ætla að gefa orðið laust og leyfa lesendum að segja ykkar álit á frammistöðunni og því hvaða einkunn þið teljið leikmenn eigi að fá.

15 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Týpískt!!

    • Finnur skrifar:

      Hah! Ég fór að velta fyrir mér um daginn hvenær Ingvar myndi fara að kommenta aftur því þetta hefur gengið svo vel hjá okkar mönnum í undanförnum leikjum. Grunaði að hann yrði fyrstur til að kommenta loksins þegar tapleikurinn leit dagsins ljós. 🙂

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Get alveg sleppt því að kommenta ef þér líður betur með það Finnur. Annars var ég að meina að þetta er alveg týpískt fyrir gengi Everton í þessari keppni.

        • Halli skrifar:

          Ingvar þú heldur bara áfram að kommenta þínum skoðunum eins og við gerum allir. Menn þurfa ekkert að vera sárir þó aðrir hafi ekki sömu skoðun og maður sjálfur.

        • Þórarinn skrifar:

          Hér eru öll comment velkominn að mínu mati, þetta er vettvangur fyrir aðdáendur að koma sínum skoðunum á framfæri 😉 ég tek undir þetta bara …. týpískt !

        • Finnur skrifar:

          Þetta hljómar eilítið harkalega en það er alls ekki rétt að *öll* komment á þessari síðu séu velkomin (bear with me). Augljóst dæmi er auglýsingar (spam) — enda erum við með sjálfvirka síu sem vinsar þannig komment sjálfkrafa frá og hikum ekki við að hlífa lesendum við auglýsingum sem sían grípur ekki. En það er ekki þar með sagt að öll önnur komment séu heldur í lagi.

          Sem betur fer hefur þessi hópur, sem stundar þessa síðu, verið til mikillar fyrirmyndar; samheldinn og jákvæður og (frá því ég byrjaði að lesa fyrir þó nokkrum árum síðan) hefur enginn þurft að gera neinar athugasemdir við til dæmis skítkast eða persónuníð hvers konar, sem oft vill loða við kommentakerfi á Internetinu. Enda á slíkt ekki heima á þessari síðu og við myndum ekki hika við að óska eftir því að viðkomandi flytji sínar skoðanir annað ef menn verða uppvísir að slíku. Mér finnst jafnframt virðingarvert að við höfum ekki þurft að koma okkur upp siðareglum, sem algengt er með svipuð kerfi annars staðar. Og er það vel.

          Ekkert af ofansögðu á hins vegar við um kommentið sem hér um ræðir (og langt því frá) og ég skal alveg viðurkenna að skilaboðin sem ég las úr þeim voru ekki þau sem ætlunin var að senda, enda erfitt að meta tón og innihald út frá einu orði. Ég tek heilshugar undir það (og held að við getum öll gert svo) að gengi Everton í þessum leik hafi verið týpískt fyrir gengi Everton í þessari keppni — frá upphafi nánast — enda ótrúlegt að þessum sigursæla klúbbi hafi tekist að verða oft deildarmeistarar, vinna FA bikar og stóra titla á erlendri grundu — en aldrei unnið enska deildarbikarinn.

          Að lokum vil ég þakka Ingvari fyrir að leiðrétta misskilninginn (minn).

  2. Holmar skrifar:

    Jæja þá er leiknum lokið, hér í Noregi allavega en við erum tveimur tímum á undan ykkur heima. Svo ekki lesa ef þú vilt ekki vita hvernig hann fór:)
    Þetta var frekar svekkjandi en gaman að sjá nánast nýtt byjunarlið frá síðasta leik. Deulofeu var sprækur en reyndi oft aðeins of mikið uppá eigin spýtur. Gaman að Naismith setji aftur mark, kannski hann verði spútnik leikmaður ársins eins og margir ykkar spáðu fyrir tímabilið. Stones á eflaust eftir að verða öflugur á komandi árum og Oviedo virðist ágætur spilari, þó hann standi auðvitað Baines langt að baki. Kannski gerði Martinez mistök með því að skipta svona svakalega mörgum út fyrir leikinn, sömu mistök og Moyes gerði á móti Leeds eins og Elvar benti á.

    Það virðist ekki eiga að takast að vinna þessa blessuðu keppni. Svo ég taki nú Liverpool aðdáanda á þetta, ég hélt að þetta yrði okkar ár.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Ahhhhhhh, djöfull var ég búinn að spá þessu.
    Af hverju að gera ekki frekar aðeins færri breytingar og fá aðeins fleiri leiki útúr þessari keppni, er bara soldið pirraður.

    Sá annars þónokkuð úr fyrri hálfleik og Everton klárlega betra liðið þar. Deulofeu klárlega mjög sprækur en alveg rétt að hann reyndi stundum aðeins of mikið sjálfur sem er reyndar svipað og ég hef verið að gagnrýna Barkley um.
    Hann átti samt sendinguna sem gaf mark og fannst mér margt gott koma frá Naismith.

    Annars skiptir deildin og FA bikarinn mestu máli er það ekki? Jú segjum það amk eftir þessi úrslit 🙂

  4. Halli skrifar:

    En samt þegar er talað um „varalið“ þá hafa allir þessir leikmenn nema einn spilað a-liðs eða u-21 landsleiki fyrir þjóðir sínar nema einn og er það okkar reynslumesti maður og fyrirliði í dag Distin. Svo það hefði allveg mátt gera kröfu á sigur í þessum leik og spila í þessari bikarkeppni til sigurs en það þýðir ekki að gráta þetta nú er bara næsti leikur. Áfram Everton

  5. Gestur skrifar:

    sá ekki leikinn en með alla þessa flottu menn inná hefðum við átt að halda þessu.

  6. Gunnþór skrifar:

    sammála Halla og Gest,en svona er bikarkeppni og menn í misjöfnu leikformi og spilformi þannig að það var hætta á þessu,höldum áfram að vinna í deildinni.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Var að horfa á Extended Highlights á EvertonTV og það er greinilegt að Everton var betri aðilinn í þessum leik þrátt fyrir allt.
    Mér finnst sem að markmaðurinn eigi að verja skotið frá Bent þar sem vinkillinn hjá honum er erfiður og skotið nokkuð langt frá marki en þó var það mjög fast. Er viss um að Howard hefði tekið skotið.

    Áttum um 5 stórhættuleg færi eftir að þeir komust yfir og hreint ótrúlegt að ná ekki að jafna. Held að Deulofeu hafi gert alvarlegt tilkall í byrjunalið Everton á næstunni eftir frammistöðu hans. Coleman átti þarna flott skot rétt framhjá skeytunum og skömmu síðar var hann hreinlega fyrir opnu marki og náði ekki að stýra honum í netið, alger klaufi þar. Lukaku með fast skot sem markmaðurinn virtist nánast verja óvart og Deulofeu með skot réttttttt framhjá eftir að hafa fíflað vörn Fulham sem hann gerði svo oft í leiknum.

    Ég sá Lukaku gera tvenn mistök sem komu Fulham í hættulegar sóknir og voru þau nokkuð í líkingu við það sem ég hef séð Barkley gera sem skýrist mikið af reynsluleysi þeirra. Það verður samt mjög gaman að sjá Barkley, Lukaku og Deulofeu spila saman ásamt Mirallas Coleman og fleirum, held við getum orðið stórhættulegir framávið í næstu leikjum.

    Get ekki annað en verið sáttur þar sem liðið hefur enn ekki spilað „lélegan leik“ að mínu mati þó að jafnteflishrinan hafi gert mann eilítið pirraðan og þá sérstaklega yfir sóknartilburðum liðsins.

    Tökum bara Newcastle á mánudagin og þá er þetta fyrirgefið, svo ekki sé talað um að gera það sem United tókst ekki, þ.e. að vinna Man.City á Etihad á laugardegi eftir viku (sjáumst á Ölveri).

  8. Georg skrifar:

    Maður setur að sjálfsgöðu spurningarmerki við allar þessar breytingar fyrir þennan leik þar sem það er langt í næsta leik (mánudagsleikur) og alltaf áhætta að gera svona margar breytingar á liði án þess að riðla flæði liðsins. ENNNN ég held að enginn hafi sagt neitt ef við hefðum unnið þetta. Það segir ýmislegt að við vorum að mínu mati töluvert betri aðilinn í leiknum og samt að gera 8 breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og þar að auki á útivelli gegn liði sem hefur fengið nánast öll sín stig á heimavelli síðustu árin.

    Það var fullt af jákvæðum hlutum sem má taka út úr þessum leik þó að úrslitin hafi ekki endilega endurspeglað gang leiksins. Þessi leikur sýndi mér að við höfum flotta breidd á liðinu og nokkrir menn að banka á dyrnar að fá sénsinn.

    Manni er farið að hungra í bikar og því er leiðinlegt að detta út en þetta er þó kannski ekki beint eftirsóknaverðasti bikarinn, en gefur samt evrópusæti. Ef maður fer alla leið í þessari keppni þá getur það haft áhrif á deildarformið þar sem leikjaálagð verður meira. Svo að tvennu illu þá getum við einbeitt okkur betur að deild og svo FA cup sem er aðal bikarkeppnin á englandi.

    Við vinnum Newcastle á mánudag og allir verða búnir að gleyma þessum tapleik 🙂

  9. Finnur skrifar:

    Var (líka) að horfa á Extended Highlights af leiknum á Everton TV og ég bara skil ekki hvernig þessi leikur tapaðist. Algjör einstefna að marki Fulham allan fyrri hálfleikinn. Fulham skarpir og svolítið heppnir í byrjun seinni en svo einstefna aftur meira og minna eftir það. En ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef samt oft verið svekktari á að detta út úr keppni en eftir þennan leik því maður fékk nú bara vatn í munninn að sjá hvernig liðið var að leika.

    Þess má líka geta að Tottenham eiga sinn leik í 4. umferð aðeins örfáum dögum áður en þeir mæta á Goodison Park þar sem við félagarnir verðum á pöllunum. Everton menn verða úthvíldir en aldrei að vita nema þeir mæti með nokkra þreytta til leiks. 🙂

  10. Ari S skrifar:

    … þið verðið líka að vera úthvíldir þá….

    Góð skrif frá öllum… 🙂