Þú getur haft áhrif á val á nýju merki

Mynd: Everton FC.

Á morgun (mánudag — rétt fyrir hádegi) verður hægt að kjósa um nýtt merki Everton (e. club crest). Núverandi merki hefur verið nokkuð á milli tannanna á fólki en það verður að telja félaginu til hróss að þeir fóru af stað og ræddu við ótrúlegan fjölda fólks sem styður félagið, bæði með könnunum á netinu sem og með fundum (sem má eiginlega líkja við þjóðfundinn sem staðið var fyrir hér á landi), til þess að leita álits þeirra sem mestu máli skiptir — ykkar, sem styðjið félagið. Afraksturinn má sjá hér að ofan: Þrír mjög frambærilegir valkostir.

Til þess að *þú* getir kosið um nýtt merki félagsins þarftu að vita þitt Everton Customer Number. Ef þú hefur farið með okkur í fótboltaferð til Everton borgar á þessu síðustu örfáu árum þá höfum við þitt númer á skrá (og þú þarft bara að hafa samband) — og þig langar með í næstu ferð, smelltu þá hér. 🙂 Kosningu lýkur í lok dags þriðjudaginn 1. október.

Mín persónulega skoðun á merkinu er sú að nokkuð vel hafi verið komið til móts við helstu umkvörtunarefnin sem nefnd hafa verið þó að við öll komum til með að hafa okkar skoðun á málinu.

En þá að öðru: Steven Gerrard fékk nokkra plúsa í kladdann hjá mér (og örugglega okkur öllum) þegar hann sat við hliðina á Barkley (í rútunni á leið í landsleik Englendinga) og ráðlagði Barkley að hunsa „big money“ félagaskipti til annars liðs og einblína á að festa sig í sessi hjá Everton. Barkley sagði af því tilefni: “The main thing is I stay with the club I’m at, the team I support and the team I love, which is Everton, I love Everton and all I think about is playing for Everton. […] The only way you learn is from mistakes and Roberto is allowing me to make them so I can learn from them. He’s giving me information about where not to make mistakes and where I can afford to take risks so I’m taking all of that on board“.

Í öðrum fréttum er það helst að U18 ára liðið sigraði Leicester U18, 1-0, með marki frá Jordan Thorniley á 15. mínútu.

10 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Mér finnst þetta allt vera athyglisverðir kostir.

  Merkið í miðjunni lítur mjög vel út að mínu mati. Turninn fær að njóta sín afskaplega vel sem og nafn félagsins — þannig að þegar maður skoðar þetta úr fjarska við hlið merkja annarra fótboltafélaga (eða smækkar merkið niður í thumbnail) þá er ennþá greinilegt um hvaða félag er að ræða — sem var alls ekki raunin með merkið fyrir tveimur árum síðan. Guli liturinn skapar mjög skemmtilega umgjörð og eiginlega finnst mér hin merkin vera hálf leiðigjörn í samanburði. Flott líka að sjá að ártalið 1878 er gert hærra undir höfði en þessum undarlegu blómsveigum sem mér hafa alltaf fundist vera ofaukið. Held að fæstir stuðningsmenn viti hvað blómsveigirnir tákni (ekki að það skipti máli). Það sem skiptir meira máli — ártalið 1878, stofnár félagsins, og því að þeir tóku þátt í að stofna ensku fótboltadeildina.

  Miðjumerkið er alveg að gera sig fyrir mig.

 2. Gunni D skrifar:

  Þessi lengst til hægri finnst mér klárlega sístur. Varðandi „blómsveiginn, þá sést ef grannt er skoðað eins og lítill kall neðst og í miðjunni. Ég hef altaf haldið að þetta væru englar með útþanda vængi.

 3. Gunni D skrifar:

  Þ.e.a.s í gamla merkinu.

 4. Elvar Örn skrifar:

  Samkvæmt könnunum þá eru menn hrifnastir af merki 1 (vinstri) , síðan kemur merki 2 (miðja) og allra síst merki 3 (hægri).
  Ég er þó sammála þér Finnur, þó merkið til vinstri sé fínt þá er það of líkt gamla merkinu og litlaust. Er hrifnastur af þessu í miðjunni og klárlega er merkið til hægri lang slakasta tillagan.

 5. Ari S skrifar:

  Sammála með blómsveigana…. hélt Julius Cesar með Everton? Annars var ég strax hrifnastur af miðjumerkinu en fór samt að hallast að 1. merkinu eftir því sem ég starði meira…. kýs þegar ég kem heim úr vinnu.

 6. Finnur skrifar:

  Nákvæmlega, Ari. Það er mjög auðvelt að bæta við svona merki en afskaplega erfitt að taka eitthvað burtu. Minnir á hraðahindranirnar — það treystir sér enginn til að fjarlægja þær (enda getur sá hinn sami endað með mannslát á samviskunni).

  Það var einhver hjá klúbbnum sem ákvað upp á sitt einsdæmi: „bætum blómsveig við merkið“ en ég held að almennt séð viti stuðningsmenn ekki fyrir hvað þessi blessaði blómsveigur stendur. En það verður allt vitlaust ef talað er um að fjarlægja hann því hann er núna orðinn „partur af sögunni“.

 7. Halli skrifar:

  Ég tek miðjumerkið allan tímann

 8. Georg skrifar:

  Ég spurði konuna mína, sem er algjörlega hlutlaus og hefur nákvæmlega engan áhuga á fótbolta, hvaða merki henni findist flottast þá svaraði hún strax að merkið nr. 2 hefði vinninginn. Fannst áhugavert að spurja aðila utan klúbbsins sem þekkert ekkert merkið eða söguna hvað væri flottast.
  Merki nr. 2 er líka mjög flott á treyjuna:
  http://www.evertonfc.com/assets/_files/images/sep_13/zp_option2b-large-98560_9951.jpg

  Finnst merki 1 vera of mikið í líkingu við gamla merkið og svo er merki 3 ekki alveg í sama stíl og maður er vanur og finns það of mikil breyting á lögun merkisins.

  Merki 2 verðum mitt vote.

 9. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Mér finnst merki 1 skást enda er það líkast gamla merkinu.
  Varðandi „blómakransana“. Þá eru þetta ekki blómakransar heldur lárviðarkransar en þeir voru tákn sigurvegara á tímum Rómverja.

 10. Finnur skrifar:

  Nákvæmlega. Hvaða tengsl hefur Everton við einhver sigurmerki frá Rómartímum? Everton er vissulega með elstu fótboltaklúbbum í heiminum — en er samt ekki _svona_ gamall klúbbur. Ég held auk þess að hlutfall þeirra sem þurfti að fletta upp hvað lárviðarkransinn í merkinu táknaði (ég þar með talinn) sé ansi hátt.

  Þakka bara fyrir að ekki var á sínum tíma valið beinagrind af svínshöfði, sem eins og allir vita var þekkt sigurmerki mongólskra innrásarherja Genghis Khan. 😉 (ok, nú er ég reyndar farinn að skálda) 🙂