Everton vs. Chelsea

Mynd: Everton FC.

Áður en við fjöllum um Chelsea leikinn er rétt að minnast á tækifæri sem ykkur gefst til að fara með klúbbnum á Goodison Park í nóvember. Endilega nýtið ykkur það!

En þá að leiknum við Chelsea, sem er kl. 16:30 á morgun (lau). Nokkuð auðvelt hefur verið að spá fyrir um liðið hingað til en það verður mun erfiðara í þetta skiptið — sérstaklega hvernig miðjan kemur til með að líta út á móti Chelsea því Fellaini var seldur og tveir nýir miðjumenn bættust við hópinn við lok gluggans. Næsta víst er þó að Gibson muni ekki ná leiknum, sem þýðir að líklega fá annaðhvort McCarthy eða Barry tækifæri og spái ég því að við sjáum Gareth Barry þar. Ljóst er einnig að Lukaku mun ekki spila leikinn, enda enn leikmaður Chelsea en óvíst er með Coleman og McCarthy eftir landsleikina þó báðir ættu að vera heilir. Gibson og Alcaraz eru jafnframt farnir að æfa með aðalliðinu en vantar þó einhverjar 2-3 vikur í leikæfingu áður en þeir verða klárir. Það lítur því út fyrir að meiðslalistinn sé að styttast allverulega. Væntanleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Pienaar á vinstri kanti, Mirallas á hægri, Barry og Osman á miðjunni. Barkley fyrir aftan sóknarmann sem ég held að verði Jelavic í þessum leik.

Þetta verður hörkuleikur en Chelsea var eina liðið sem vann Everton á Goodison Park í fyrra.  Þetta var í fyrsta skipti í fimm tilraunum í deild sem Chelsea hafði betur gegn Everton á Goodison — en eins og við sem horfðum á leikinn vitum: Everton átti að klára þann leik. Greining Executioner’s Bong á Chelsea er hér og hægt er að sjá nokkur skemmtilega mörk sem Everton hefur skorað gegn Chelsea í gegnum tíðina hér. Hrikalega skemmtilegt vídeó þar á ferðinni!

Leikmenn eru nú allir lausir við landsliðskyldur sínar í bili en hægt er að sjá úrslit landsleikja Everton manna hér og hér.

Akademía Everton hefur verið nokkuð í sviðsljósinu í kjölfar þess að Ross Barkley komst í enska A-landsliðið en Alan Irvine (stjóri akademíunnar) sagði að ráðning Martinez væri góð tíðindi fyrir ungliðana og bætti við: „We [the Academy] have a philosophy where we are trying to develop intelligent, technically gifted, adaptable players who want to control and dominate possession of the ball. We actually play in a way that Roberto will want us to; we do play out from the back and through midfield, and we then look to be creative and imaginative in the final third. We are not perfect at it but you never will be when you are dealing with young lads who have got lots of things to learn. Our philosophy is one of controlled possession but still with an attacking mentality”. Alan Irvine var einnig himinlifandi yfir framgangi Barkley hingað til.

En svona í lokin, nokkrar hraðsoðnar fréttir:

– Gamla kempan David Unsworth, sem eins og kunnugt er er uppalinn með félaginu, er kominn aftur til Everton. Ekki þó til að spila, heldur sem aðstoðarmaður Alan Stubbs, stjóra U21 árs liðsins. Stubbs var að vonum kátur með ráðninguna.
– Barkley og Baines voru tilnefndir til verðlauna, 2013 Northwest Football Awards.
– Lukaku kom til liðs við hópinn síðastliðinn miðvikudag en Martinez lýsti honum í viðtali við Echo sem síðasti bitanum sem vantaði til að klára pússluspilið, enda hefur það virst vera eina vandamál liðsins undanfarna leiki — að klára færin.
– Miðasalan gekk vel á síðasta tímabili en mikil aukning var í sölu ársmiða og greinilega mikil nýliðun í gangi. The People’s Club stendur undir nafni, enn á ný.
– Luke Garbutt fór að láni til Colchester.
– Klúbburinn kynntu Everton YouTube rás þar sem ýmislegt forvitnilegt er í boði sem ekki er í boði annars staðar. Hvet ykkur öll til að skrá ykkur.

En, Chelsea næst. Vonumst til að sjá ykkur sem flest með okkur að horfa á leikinn í beinni á Ölveri! Hver er ykkar spá um úrslit?

10 Athugasemdir

 1. Halli skrifar:

  Ég vonast til að Martinez gefi Osman frí og spili með Barry og McCarthy á miðjunni.

  Ég ætla að spá 1-0 og að Barkley skori.

  En mitt mat eftir 3 jafntefli er að við vinnum eða fáum gott spark í rassgatið og töpum með þremur.

 2. Elvar Örn skrifar:

  Sammála með að Osman fái frí og er bara ekki viss hvort Barry eða McCarthy er betri á miðjunni en líklegra er Barry með meiri reynslu en geri ráð fyrir að McCarthy sé teknískari en hef of lítið séð til hans til að meta það. Á móti kemur að McCarthy er í meira leikformi heldur en Barry svo þetta er alveg spurning.

  Væri til í mark frá Barkley eða Jelavic, já eða bara frá báðum.
  Við Georg erum að fara í giftingu kl. 16 sem er náttúrulega svakalegt en kannski nær maður restinni af leiknum 🙂

  • Halli skrifar:

   Eigum við að senda ykkur bræðrum skilaboð ef það eru fréttir úr leiknum

 3. Hallur j skrifar:

  Sælir félagar ég mun því miður missa af leiknum
  er nokkuð viss um jafntefli 1-1 held að Jelavic skori þar sem hann er nú að fá alvöru keppni um striker stöðuna og verður bara að syna að hann geti en skorað

 4. Finnur skrifar:

  Everton og Chelsea eru meðal þeirra liða sem hafa fengið fæst skot á eigið mark á tímabilinu þannig að það er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta endi með jafntefli, eða jafnvel 1-0 sigri. Skulum vona að hann lendi hjá okkur — spái Naismith markinu. 🙂

  Hvað McCarthy og Barry valið varðar þá held ég að McCarthy fái ekki séns í þessum leik. Ástæðurnar eru eftirfarandi:
  1) Hann er tæpur með meiðsli eftir landsleikina.
  2) Hann hefur lítið sem ekkert náð að æfa með hópnum (Barry búinn að vera með hópnum frá undirritun samnings).
  3) Verðmiðinn: Martinez vill örugglega taka á málum 1) og 2) og bíða með að kynna hann fyrir stuðningsmönnum þangað til hann sé viss um að McCarthy sé orðinn 100% heill og hafi náð að stilla strengina með nýjum liðsfélögum (gefa honum mestar líkur á að ná að réttlæta verðmiðann á sér).

 5. Teddi skrifar:

  Jafntefli eru okkar fag, spái 1-1. 🙂

 6. Finnur skrifar:

  Eins og mig grunaði… Barry og Osman báðir í liðinu. En samt lítur miðjan öðruvísi út en ég spáði…
  http://everton.is/?p=5521

 7. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

  mér sýnist að það sé þörf á göngugrind fyrir Jelavic