Everton – West Brom 0-0

Mynd: Everton FC.

Fyrsti keppnisleikur Roberto Martinez á Goodison. Óbreytt lið: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Pienaar, Osman, Fellaini, Mirallas, Barkley, Jelavic. Varamenn: Joel, Heitinga, Kone, Deulofeu, Naismith, Stones, Anichebe.

Leikurinn fór rólega af stað, og lítið að gerast við mark beggja liða fyrstu mínúturnar. Bæði lið að þreifa fyrir sér en Everton tók af skarið. Pienaar átti tvö færi í kringum 10. mínútu, skotfæri sem og mjög flott skallafæri sem var varið með tilþrifum af Ben Foster sem átti stórleik í marki West Brom. Ekkert að gerast hinum megin vallarins enda Anelka úr leik í bili hjá þeim og Distin með Shane Long algjörlega í vasanum allan leikinn. West Brom náðu ekki skoti *að* marki fyrr en á 23. mínútu og það var vel framhjá rammanum.

Everton greinilega ákveðnara og Mirallas átti fast skot utan teigs sem var vel varið í horn — eina af ellefu hornspyrnum sem Everton fékk (WB fengu eina) og alltaf var Olsson, miðvörður West Brom, mættur til að hanga í Fellaini — var með hann í górillugripi sem dómarinn, Roger East, lét algjörlega afskiptalaust (eins og þulurinn benti á) — nema þegar Fellaini gafst upp og reyndi að brjótast úr gripinu. West Brom menn mjög heppnir að fá ekki á sig víti. Gersamlega óþolandi.

Coleman átti flott skot innan teigs á 38. mínútu en Foster með enn eina glæsilegu markvörsluna. Þá fjórðu í leiknum. Og það var það helsta sem gerðist í fyrri hálf-leik. Everton fengu reyndar þrjú horn með mjög stuttu millibili í lokin (hangið og hangið í Fellaini) og náðu upp ágætri pressu en ekki hafðist það. Um tíma voru West Brom menn farnir að tefja undir lok fyrri hálfleiks, greinilega mjög kátir með jafntefli enda sýndu þeir litla tilburði til að reyna að vinna leikinn og parkeruðu rútunni fyrir framan markið á löngum köflum. Eða eins og Steve Clark orðaði það eftir leikinn: „today was about digging in and getting a good result“.

0-0 í hálfleik. Everton með boltann 61% og hafði nokkra yfirburði á vellinum. West Brom aðeins náð fjórum tilraunum á þeim tíma en ekkert þeirra hitti markið. Everton með 10 tilraunir, þar af fjögur færi sem markvörður varði vel.

Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri — rólega. Eina hættan frá West Brom var úr föstum leikatriðum, til dæmis á 50. mínútu þegar aukaspyrna skapaði smá glundroða í vörn Everton en Jelavic hreinsaði frá. Þulurinn hafði á orði að „Sóknir WB [væru] ekki upp á margar loðnur“.

Baines svaraði strax í næstu sókn með eitraðri fyrirgjöf fyrir markið af vinstri kanti en vantaði menn í teiginn til að klára dæmið. Coleman með eitraða fyrirgjöf hinum megin á 54. mínútu en Ben Foster ver. Hornin komu svo í röðum hjá Everton þangað til Osman tók þrumuskot að marki, boltinn fór í hausinn á varnarmanni og breytti vel um stefnu (sirka 50 gráður eða svo) og aftur fyrir endalínu. Og dómarinn dæmdi að sjálfsögðu… markspyrnu (waaaat?!!!).

Þetta var þó bara grín miðað við næstu mistök dómarans, þar sem hann kórónaði arfaslaka frammistöðu sína í leiknum. Everton í skyndisókn, Pienaar með boltann (að mig minnir) og Jelavic tekur sprettinn fram, býst við stungusendingu inn fyrir vörnina og er að fara að skilja Olsson eftir í rykinu. Olsson sér hvað verða vill og hvað gerir hann? Jú, hann stígur skrefið fyrir hlaupið frá Jelavic (sem er að horfa aftur fyrir sig til að sjá hvar Pienaar sendir boltann) dúndrar öxlinni í Jelavic. Stórhættulegur leikur. Gæti þetta verið spjald — jafnvel rautt? Uh, nei. Minnir að dómarinn hafi ekki einu sinni dæmt brot á þetta (andvarp).

Mirallas átti skot innan teigs á 61. mínútu en varið og svo gerðust undur og stórmerki þegar West Brom náði loks skot á markið í fyrsta skipti og Howard þurfti í fyrsta skipti í raun og veru að vinna fyrir kaupi sínu (verja í horn). Merkilegt að Howard næði ennþá að halda fullri athygli svo lítið var að gera hjá honum.

Naismith og Kone skipt inn á fyrir Mirallas og Jella á 72. mínútu. West Brom með annað færi á 73. mínútu sem eiginlega varð til úr engu, en Howard varði glæsilega frá Long. West Brom að komast aðeins betur inn í leikinn.

Á 75. mínútu fer markvörður West Brom, Ben Foster, út af meiddur og þá hugsaði maður sér gott til glóðarinnar enda Foster búinn að vera þeirra langbesti leikmaður og koma þeim oft til bjargar. Sóknarmaður þeirra, Shane Long, einnig út af á 80. mínútu (enda búinn að eiga frústrerandi leik), og Brunt inn á. Sá gerði þó lítið sem ekkert í lokin að ég sá.

Á 81. mínútu kom langbesta færi leiksins. Jagielka sendi einfaldan bolta inn í teig, beint á Fellaini sem tók hann á kassann og lagði hann þannig glæsilega fyrir sér og komst inn fyrir vörnina — og skaut strax. Boltinn auðveldlega framhjá (vara)markverði West Brom en í innanverða stöngina og út í teig aftur og eftir smá glundroða náðu þeir að hreinsa. Þarna varð það manni endanlega ljóst að þetta myndi ekki detta með okkar mönnum þrátt fyrir yfirburðina.

Dómarinn gaf Barkley gult fyrir tæklingu en endursýning sýndi vel að hann fór í boltann. Dómarinn samur við sig. Andvarp. Coleman átti ágætis skot rétt fyrir lok leiks (87. mín) en varamarkvörður þeirra varði í horn — það tíunda í leiknum. Fellaini greinilega á þeim tímapunkti búinn að gefast upp á að fá eitthvað frá dómaranum og farinn að bíða utan teigs í hornum og hlaupa inn þegar boltinn berst (til að forðast górillugripin).

Á lokamínútum leiksins átti Coleman sendingu fyrir markið sem tók sveig og yfir markvörðinn, í neðanverða slána og út aftur. West Brom að sleppa með skrekkinn, enn eina ferðina — tveir boltar í tréverkinu og margar frábærar markvörslur frá Ben Foster.

Barkley átti skot á 92. mínútu sem virtist fara í hendi varnarmanns inni í teig (og Barkley sýndist mér vilja víti) en endursýning sýndi að líklega fór hann í brjóstkassann. Everton fékk svo 11. hornspyrnuna undir lok leiks en varið í horn og dómarinn flautaði þar með leikinn af.

0-0 lokastaðan og West Brom að halda hreinu í fyrsta sinn á Goodison í 30 ár.

Það er sjaldnast gaman að horfa á leiki þar sem lið parkera rútunni fyrir framan mark sitt og bjóða upp á lítið frammi við — sérstaklega þegar ekki tekst að brjóta þau lið niður og setja allavega eitt mark. Það var raunin í dag — hálf leiðinlegur leikur — og mjög frústrerandi að horfa upp á færin fara forgörðum. Tvö stig töpuð, aftur — en við fengum þó nóg að færum til að gera út um leikinn en ekki hafðist það. Everton með boltann 62% leiks og með átta tilraunir á markið (samtals 21 skot). West Brom með tvær (!) á markið í sjö tilraunum.

Einkunnir Sky Sports: Howard 7, Baines 7, Distin 5, Jagielka 6, Coleman 8, Pienaar 7, Osman 6, Fellaini 6, Mirallas 6, Barkley 7, Jelavic 6. Varamenn: Kone og Naimsith báðir með 5 (enda ekki lengi inn á). Markvörðurinn Foster besti maður West Brom, með 8 í einkunn, aðrir með lægra.

Ég gapi yfir einkunn Distin hér að ofan en báðir miðverðir okkar (Jagielka og Distin) stóðu sig mjög vel í leiknum, og héldu Shane Long alveg niðri. Baines fínn og Coleman mjög góður. Mér fannst hins vegar Osman slakur í leiknum og Mirallas sömuleiðis en Fellaini og Pienaar stóðu sig ágætlega. Barkley fínn en Jelavic ekki alveg nógu öflugur frammmi. Everton vantar bit frammávið — ekkert nýtt þar. Kone bætti ekki miklu við þó þegar hann kom inn á og eftir á að hyggja hefði ég viljað sjá Anichebe inn fyrir Jelavic — minnugur sigurmarksins sem hann skoraði á móti þeim á útivelli um árið.

27 Athugasemdir

 1. Elvar Örn skrifar:

  Sá fyrri hálfleik og seinustu tíu mínútur leiksins ásamt highlights.
  Eins og gegn Norwich erum við miklu betri en erum ekki að skapa okkur nægilega hættuleg færi.
  Erum mikið betra liðið, meira með boltann og miklu fleiri skot á markið en það dugar ekki til.
  Skot í stöng og skot í þverslá og ekki óeðlilegt að þessi leikur hefði endað 1-0.
  Gott að halda hreinu og við erum enn taplausir í deildinni.
  Maður vonaðist þó til að vinna amk annan af tveimur fyrstu leikjunum en við eigum Cardiff á útivelli næst í deildinni og með sigri þar erum við á ágætis róli. Ef við náum hinsvegar ekki sigri þar munum við standa mjög neðarlega í töflunni.

  Verðum bara að taka bikarleikinn gegn Stevenage í nefið í vikunni sem upphitun fyrir næstu helgi.

  Það styttist að maður mæti á Ölver.

 2. Elvar Örn skrifar:

  Skv. einkunnum DailyMail þá virðist tilboð Moyse í Fellaini og Baines hafa áhrif á þeirra frammistöðu:
  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2400954/Everton-0-West-Brom-0–match-report–Baines-Fellaini-start-Martinez-left-frustrated-match-Goodison-Park.html
  Ekki áreiðanlegasti miðillinn, en hvað finnst mönnum?
  Voru þeir að spila undir getu?

  Ég held það verði mjög gott fyrir hópinn þegar leikmannaglugginn lokar og menn geta einbeitt sér að boltanum.

 3. Finnur skrifar:

  Leikskýrslan lætur sjá sig. Og já, athyglisverðar tölur, Elvar. Nei, fannst Fellaini og Baines ekki leika undir getu. Mirallas, aftur á móti…

  • Elvar Örn skrifar:

   Nei ég tók ekki eftir því það sem ég sá af leiknum.

 4. Ari G skrifar:

  Furðulegur leikur. Everton miklu betri. Hvar er uppáhaldssóknarmaðurinn minn Anichebe er hann meiddur? Kominn tími að losna við Jelavic og setja hann á bekkinn eða jafnvel selja hann arfaslakur í leiknum. Vill breyta leikskipulaginu hafa 2 hreinræktaða sóknarmenn inná henta Osman líka á bekkinn í næsta leik. Mér fannst Coleman og Barkley bestu menn Everton í leiknum. Fellaini duglegur og Mirallas var ekki uppá sitt besta. Erfitt að dæma um frammistöðu varnarmennina enda þurftu þeir ekki gera mikið í leiknum.

 5. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Fannst Mirallas vera frekar slakur í dag. Hefði viljað sjá Deulofeu koma inn á en ekki Naismith.
  Okkur vantaði klárlega eitthvað sérstakt til að vinna þennann leik, og Deulofeu hefði mögulega getað gert eitthvað í þeim efnum.

  En hvað er málið með Moyes???
  Hver fjandinn heldur hann eiginlega að hann sé???

  Geri ráð fyrir að allir viti hvað ég er að tala um.
  Hann er með síðustu ummælum um Baines og Fellaini búinn að skipa sér í hóp með mönnum eins og Kenwright, Earle, Woods og Gerrard.
  Sem sagt haturshópinn.
  Ég skal viðurkenna að ég vonaði að honum gengi vel hjá manure en nú gæti mér ekki verið meira sama þó hann lenti undir strætó eða valtara eða eitthvað álíka.

 6. Ari G skrifar:

  Langar að leggja spurningu fyrir Moyes. Hann segir að Everton eigi að leyfa Fellaini og Baines að fara til Utd ef þeir vilja. Þá er spurningin þessi Rooney vill fara en má það ekki af hverju ekki? Fellaini og Baines hafa aldrei gefið út að þeir vilji fara til Utd þess skil ég ekki þessa skoðun Moyes gildir hún bara í aðra áttina. Ég sem hef alltaf haft mikið álit á Moyes en svona haga menn sig ekki. Vonandi sér hann að sér og hætti þessarri vitleysu eða bjóði alvöru verð í þá báða lágmark 45-50 millur.

 7. Finnur skrifar:

  Amen, Ari. Þetta lyktar allt af hræsni, hvernig sem litið er á það.

  Ingvar : Eftir á að hyggja hefði maður viljað sjá Deulofeu, en ég var samt sáttur þegar skiptingin kom, og byggði það á frammistöðu þeirra tveggja (Naismith og Deulofeu) á undirbúningstímabilinu. Naismith virkar meira tilbúinn – hinn þarf meiri tíma. En forvitnin er að drepa mig… Af hverju er Chris Woods í haturshópnum? 🙂

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Jon Woods. Stjórnarmaður og á 18-20 % hlut í Everton. Moldríkur en getur samt ekki látið smáaura af hendi til að styrkja félagið frekar en hinir meirihlutaeigendur félagsins. 🙂

 8. Gestur skrifar:

  Þetta verður erfiður vetur, og nú skilur maður af hverju Moyes fékk
  aldrei neina menn til Everton

 9. Halli skrifar:

  Þegar liðið yfirspilar andstæðinginn eis og í dag þá vill maður sjá meiri sóknarþunga að spila alltaf á einum framhrja gerir varnarleikinn töluvert einfaldari hversu oft sáum við boltann koma upp í hornin og Jelavic mættur þar til að taka við honum en hver er þá ï teignum til að skora. Ég hefði viljað sjá Kone eða Anichebe ístað Osman í þessum leik. Mitt mat Osman, Mirallas slakir Cleman og Barkley bestir aðrir í meðallagi mér finnst reyndar Fellaini frábær í hlutverki djupa miðjumannsins en djö saknar maður ógnunarinnar sóknarlega frá honum

 10. Elvar Örn skrifar:

  Mér fannst Coleman bera af í þessum leik en rétt að margir aðrir stóðu sig vel. Mér fannst Barkley líklega koma þar næstur og gaman að sjá að hann virðist vera að missa boltan í minna mæli en áður en nú finnst mér vanta svolítið uppá að hann sendi meira þegar hann er komin í „næstum því færi“ þar sem hann hikar ekki við að skjóta. Það kom amk 3-4 sinnum upp að sending frá honum hefði getað skapað dauðafæri og þá hugsanlega mark en hann skaut sjálfur í öll skiptin úr frekar erfiðum stöðum.
  Barkley verður okkur mjög mikilvægur og ég held að hann geti alveg komið í stað Fellaini í þessari stöðu sem hann spilar í og er sammála öðrum hér að Fellaini er að standa sig mjög vel svona aftar þó hann eðlilega skili minna framávið.
  Mirallas átti rólegan dag sem er sjaldgæft og flott að skipta honum út en hefði alveg viljað sjá Deulofeu frekar en Naismith en alveg rétt að Naismith hefur staðið sig mjög vel á undirbúningstímabilinu.
  Drífa sig svo í að loka þessum leikmannaglugga, come on.

 11. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Naismith stóð sig líka mjög vel á undirbúningstímabilinu í fyrra. Allir vita hvernig hann stóð sig þegar í alvöru leiki var komið. Get ekki séð að þetta tímabil verði öðruvísi, en vonum það besta.

  • Finnur skrifar:

   Öööö, bíddu við, Ingvar… Naismith skoraði þrennu í einum leik á undirbúningstímabilinu (AEK) en að öðru leyti var framlag hans frekar dapurlegt — eins og búast má við frá manni sem var að vinna sig upp úr erfiðum meiðslum. Hann spilaði hvorki á móti Morecambe né Dundee, spilaði aðeins 20 mínútur á móti Motherwell en náði heilum 60 mínútum á móti Blackpool áður en honum var skipt út af. Leikurinn við Ludogorets Razgrad var spilaður fyrir luktum dyrum (þannig að fáir vita hvernig hann stóð sig) en hann náði heilum leik á móti Malaga. Samkvæmt leikskýrslu minni átti hann þó bara eitt færi í þeim leik og hitti ekki boltann (!). Ég átta mig því ekki alveg á því hvaðan þú hefur það að hann hafi staðið sig vel á síðasta undirbúningstímabili og svo feilað á tímabilinu sem fylgdi þar á eftir — og hvað þá að það gefi fyrirheit um það sem koma skal.

 12. Finnur skrifar:

  Executioners Bong með ágæta greiningu og tölfræði úr leiknum:
  http://theexecutionersbong.wordpress.com/2013/08/25/chance-creation-shooting-analysis-efc-v-west-brom/
  Meðal annars lagt mat á það hvort um framför frá því í fyrra sé að ræða.

 13. Helgi skrifar:

  Afhverju er Everton ekki í könnuninni um hverjir gætu mögulega unnið titilinn á fotbolti.net??
  Liverpool er þarna en ekki Everton!!!

  Reyndar eru Liverpool í öðru sæti þegar þetta er skrifað, kannski hefur það eitthvað með málið að gera?

 14. Finnur skrifar:

  Það hélt því enginn fram að Everton ætti raunhæfa möguleika á titlinum í ár. Það er hins vegar svolítið kjánalegt að taka með í könnuninni lið sem hefur endað neðar en Everton síðustu tvö ár í röð — lið sem horfði á eftir helstu skotmörkum sínum á leikmannamarkaði til annarra liða (jafnvel beinna keppinauta í deild) og á því álíka litla möguleika á að vinna deildina í ár og Everton .

  Ég bíð annars spenntur eftir því að Gerrard og Rodgers hlaupi í blöðin með væntingar þeirra til tímabilsins því þeir renna alltaf á rassinn með það strax í næsta leik.

  En hvað um það. Takk fyrir að kommenta undir nafni og alvöru tölvupóstfangi. Það er meira en restin af Liverpool áhangendum hefur þorað að gera hér hingað til.

 15. þorri skrifar:

  ég sá leikinn.Hann var góður okkar meigin.En það hefur gengið ýla að skora.Mér fanst Coleman bera allveg af í þessum leik. En Barkley á bara eftir að vera betri.Felaini var bar sprækur. Einig fanst mér Baines vera srækur séstkaglega í seinni hálfleik,En okkar menn verða að fara að skora ÁFRAM EVERTON.

 16. Elvar Örn skrifar:

  Það verður ekkert gefið að vinna Cardiff á útivelli eftir sigur þeirra gegn Man City í dag. Þetta verður áhugaverð leiktíð svo mikið er víst.

 17. þorri skrifar:

  Neib það er allveg satt ég segi að hann verði mjög erviður.Er samála mjög áhuga verður vetur.

 18. Finnur skrifar:

  Coleman náði ekki í lið vikunnar þrátt fyrir að vera besti útispilarinn á vellinum. En það gerði hins vegar Ben Foster, markvörður West Brom, enda átti hann stórleik. BBC hafði þetta um málið að segja:

  „I was tempted to go for Simon Mignolet again this week until I saw Ben Foster’s performance against Everton. He tipped a certain goal over the bar from Seamus Coleman followed by a superb double save from Ross Barkley and then Marouane Fellaini. […] Foster made seven saves in keeping his 38th Premier League clean sheet, no other goalkeeper made more saves this weekend.“

  http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/23830407

 19. Ari S skrifar:

  Glæsilegt hjá okkar manni … 🙂

 20. Elvar Örn skrifar:

  Jæja, þá er komið að því að velja nýtt Everton merki (crest). Eins og margir vita þá kom nýtt merki nú í haust en að ári kemur aftur nýtt merki sem aðdáendur fá að kjósa um.
  Nú er hægt að taka þátt í könnun sem snýr að nýja merkinu.
  http://www.evertonfc.com/questionnaire

 21. Finnur skrifar:

  Takk fyrir þessi innlegg, Elvar. 🙂 Komið á forsíðuna:
  http://everton.is/?p=5281