Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Dave Hickson látinn - Everton.is

Dave Hickson látinn

Mynd: Everton FC.

Everton goðsögnin Dave Hickson lést í gær 83 ára að aldri en hann lék með Everton í um áratug, frá 1948-1955 og aftur 1957-1959. Hann var framherji sem skoraði 95 mörk í 225 leikjum fyrir Everton en hann er eini maðurinn sem hefur spilað fyrir alla þrjá klúbbana í Liverpool. Everton var að sjálfsögðu hans líf og yndi og hann mætti reglulega á Goodison á leikdegi, allt þar til hann lést.

Hann komst í sögubækurnar þegar Everton (í næstefstu deild) lék við Englandsmeistara Manchester United í FA bikarnum tímabilið 1952/53. United menn komust yfir en Everton jafnaði og leikurinn í járnum. Þetta var áður en skiptingar voru leyfðar í leiknum, en Hickson, var alls óhræddur við að skallaeinvígi þó takkarnir væru á flugi við boltann, kannski ekki ólíkt Tim Cahill. Eftir eitt slíkt skipti hlaut Dave skurð á höfði svo blæddi vel úr og fór út af til að láta sauma sig saman en 50 þúsund stuðningsmenn (og samherjar) áttu ekki von á að sjá hann meira í leiknum. Hann harkaði þetta þó af sér, kom aftur inn á við mikinn fögnuð Everton manna og skoraði að sjálfsögðu sigurmarkið. Honum tókst einnig að rífa upp sárið í leiknum en neitaði í kjölfarið að yfirgefa völlinn. Hann á frægt komment sem lýsir honum vel: „I would have died for Everton. I would have broken every other bone in my body for any other club I played for but I would have died for this club“.

Hann er einn af tiltölulega fáum sem hafa upplifað það að hjálpa Everton að komast upp um deild (Everton hefur aðeins verið fjögur tímabil utan efstu deildar) en hann náði ekki að skora jafn mikið af mörkum þar og áður og var því seldur (til Liverpool).

Hægt er að lesa nánar um feril hans í yfirliti sem klúbburinn birti yfir feril hans með Everton. Phil Jagielka, David Moyes, Roberto Martinez, Graeme Sharp, Duncan Ferguson og Bill Kenwright töluðu einnig fallega um hann á vefsíðu Everton, sjá hér hér hér hér og hér.

Hvíl í friði, Dave Hickson.

Comments are closed.