Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Leikjaplanið fyrir næsta tímabil - Everton.is

Leikjaplanið fyrir næsta tímabil

Mynd: Everton FC.

Þá er leikjaplanið fyrir næsta tímabil ljóst. Upphafsleikurinn, þann 17. ágúst, verður á útivelli gegn Norwich og fyrsti heimaleikurinn gegn West Brom þann 24. ágúst.

Heimaleikurinn gegn litla bróður verður þann 23. nóvember (12. umferð) og útileikurinn þann 28. janúar (23. umferð). Af liðunum sem líkleg eru að berjast við okkar menn um fjögur efstu sætin er röðin eftirfarandi:

Chelsea heima í 4. umferð.
City úti í 7. umferð.
Tottenham heima í 10. umferð.
Man United úti í 14. umferð.
Arsenal úti í 15. umferð.
Tottenham úti í 25. umferð.
Chelsea úti í 27. umferð.
Arsenal heima í 33. umferð.
United heima í 35. umferð.
City heima í 37. umferð.

Það verða því þó nokkrir stórleikir á dagskrá í nóvember og fyrstu viku desember (umferð 10-15) en í desember leika okkar menn við United á útivelli og aðeins fjórum dögum síðar á útivelli gegn Arsenal.

Það verða líka stórleikir undir lok tímabils en þrír síðustu heimaleikirnir eru stórir (Arsenal, United og City).

Lokaleikur tímabilsins er svo á útivelli, gegn Hull.

Hvernig líst fólki annars á leikjaplanið?

5 Athugasemdir

  1. albert gunnlaugsson skrifar:

    Mundi vilja vera kominn með 20+ stig úr fyrstu tíu umferðunum.
    Verðum að sjá hvort við fáum einhverja leikmenn sem poppa þetta up!

  2. Elvar Örn skrifar:

    Ég horfði á U-20 lið Englendinga gera 2-2 jafntefli við Írak á heimsmeistaramótinu. Komið hefur fram hér á spjallinu að 5 Everton menn eru í 21 manna hópi Englendinga sem þarna keppir. Þrír okkar manna tóku þátt í dag og langaði mig bara að taka það fram að Ross Barkley var alveg svakalega öflugur í þessum leik og í raun óskyljanlegt að Moyse hafi ekki gefið honum meiri séns á seinustu leiktíð.
    Barkley var allt í öllu á miðjunni hjá landsliðinu og fór hvað eftir annað gríðarlega illa með andstæðingana, spilaði þá sundur og saman og var mjög snöggur og bjó til fjölmörg færi fyrir félaga sína ásamt því að eiga frábært skot sem var varið. Ég verð mjög hissa ef hann tekur ekki þátt í fleiri leikjum á komandi leiktíð fyrir Everton undir stjórn Martinez.

    Leikir þessir eru sýndir á Eurosport gegnum Íslenska myndlykla dæmið (amk adsl/ljósleiðari) svo margir geta líklega horft á þessa leiki á næstu dögum heima í stofu.

  3. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    vil vekja athygli ykkar sem ná N4 sjónvarpsstöðinni að fulltrúi okkar Elvar Örn er þar í stóru hlutverki í þætti um FSA. Ég sá að hann var með bláan penna í brjóstvasanum og það hlýtur að hafa staðið Everton á honum…….en sem sagt: okkar maður í imbakassanum:-)

  4. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    Er líka sammála Elvari að ég held að Martinez eigi eftir að gefa Barkley meiri séns og hann mun þora að nota hann. Ég er reyndar á þeirri skoðun að hann eigi eftir að blómstra undir stjórn Martinez

  5. Ari G skrifar:

    Ég þurfti bara sjá Barkley í leiknum á móti Arsenal í vetur og þá sá ég strax gífurlega hæfileika hans hann á eftir að ná langt er ekki í vafa með það.