Mynd: Everton FC.
Roberto Martinez lét hafa það eftir sér að mikilvægt væri þegar skipt væri um stjóra að koma fljótt á stöðugleika (sjá viðtal 1 og 2). Hann sagði jafnframt að einn liður í því væri að freista þess að hafa menn eins og Phil Neville sér til halds og traust sem þjálfara yngri flokka og ekki síður að verðlauna Leighton Baines með nýjum samningi fyrir frábært framlag hans á undanförnum árum. Baines var einnig í fréttum en klúbburinn gaf út viðtal við hann þar sem hann ræddi um daglegt líf sitt í My Likes þáttaröð Everton TV.
Um sama leyti gaf BSports Power Football út lista yfir 50 bestu knattspyrnumenn síðasta tímabils og það er skemmst frá því að segja að Everton kom afskaplega vel frá þeim samanburði — við leikmenn liða annarra stórliða í Evrópu á borð við Real Madrid, Barcelona og Bayern Munchen. Listinn er settur saman út frá Opta tölfræðinni og er Everton eina Úrvalsdeildarliðið með tvo leikmenn í efstu 16 sætunum en Fellaini var í 12. sæti þessa lista og Leighton Baines í 16. sæti.
Talk Sports gaf einnig út lista yfir bestu leikmenn Úrvalsdeildarinnar brotið niður eftir stöðum. Tim Howard var í 10. sæti yfir bestu markmenn deildarinnar (og fékk þar með hærri einkunn en t.d. Joe Hart, landsliðsmarkvörður Englands). Bakverðir Everton komu einnig vel út úr samanburðinum, en Leighton Baines er (eins og við vitum) ekki bara besti heldur langbesti bakvörðurinn í ensku deildinni, með töluvert forskot á næsta mann. Þess má geta að Ashley Cole, samkeppnisaðili hans um stöðuna í enska landsliðinu náði ekki nema í sjötta sæti) og Saemus Coleman (sem kostaði aðeins 150þ pund á sínum tíma) var jafnframt í sjötta sæti yfir bestu hægri bakverði deildarinnar. Distin var í þriðja sæti yfir bestu miðverði deildarinnar, aðeins Jan Vertonghen (Tottenham) og Chico (Swansea) ofar, Pienaar í 4. sæti yfir bestu kantmenn vinstra megin með aðeins Bale (Tottenham), Hazard (Chelsea) og Podolski (Arsenal) fyrir ofan sig en Mirallas í 3. sæti hægra megin, með aðeins Walcott (Arsenal) og Lennon (Tottenham) fyrir ofan sig. Fellaini var jafnframt metinn næst besti frammi-liggjandi miðjumaður deildarinnar, með aðeins Corzola (Arsenal) fyrir ofan sig.
Everton tilkynnti að Liverpool borg hefði keypt af Hudson Capital Properties æfingasvæðið Finch Farm, sem Everton hefur notað undanfarin ár en fram kom að þetta ætti að lækka rekstrarkostnaðinn hjá Everton til muna. Það er erfitt að átta sig á því hvað þetta þýðir nákvæmlega fyrir Everton en sagt er að ársleigan fari við þetta úr tveimur milljónum punda niður í 500 þúsund.
Luke Garbutt varð á dögunum fimmti (!) leikmaður unglingaliðs Everton sem var kallaður til liðs við enska U20 ára landsliðið en fyrir voru þeir Ross Barkley, John Lundstram, John Stones og Chris Long. Everton var fyrir þetta með flesta fulltrúa liða í hópnum, sem telur 21 landsliðsmenn — og er nú með rétt tæplega fjórðung landsliðsmanna hópsins. Og geri aðrir betur!
Það er varla hægt að sleppa því í silly season að minnast stuttlega á leikmannamál en ungliði okkar Jake Bidwell var orðaður við Brentford á dögunum. Jafnframt voru þeir Antolin Alcaraz, Ashley Williams og Leroy Fer (enn á ný) orðaðir við Everton. Toffeeweb sagði einnig að tilboði Everton í danska sóknarmanninn Andreas Cornelius hefði verið neitað. Spurning hvort eitthvað er til í því. Tökum þessu öllu með fyrirvara — óstaðfestur orðrómur þangað til annað kemur í ljós.
Góð samantekt. Takk fyrir.
Gaman að sjá þennan fjölda yngri landsliðsmanna nú verðum við bara að vona að það rætist eitthvað úr þeim. Ég mundi nú ekkert missa svefn þó að við fengjum ekki þennan Alcaraz en er aftur á móti mjög spenntur fyrir þessum Fer gaur og eins Arone Kone.
Kv
Halli
Gaman að sjá þessa tölfræði, þetta sínir manni hvað við erum með flott lið í höndunum. Þurfum bara að mæta við nokkrum í viðbót í þessum standard og þá ættum við að geta farið að berjast við liðin fyrir ofan okkur um meistaradeildina.
Fyrir mér er forgangsverkefni að fá einhvern klassa framherja. Ég bind ennþá vonir við að Jelavic geti komið sterkur inn á næstu leiktið og hafi bara átt second season syndrome, hann hefur skorað grimmt fyrir öll lið sem hann hefur spilað með og sá maður á fyrstu mánuðum eftir að hann var keyptur hvað hann getur gert. Hinsvegar þurfum við samt sem áður að fá framherja, sérstaklgea þar sem mér finnst Anechebe alls ekki vera að fara gera neina stóra hluti fyrir okkur, hann verður að mínu mati aldrei meira en squad player þar sem hann skorar einfaldlega ekki nógu mikið.
Heitinga er að öllum líkindum á leiðinni í burtu og væri því hugsanlega kominn tími á að fá annan miðvörð, Duffy gæti stigið inn á næstu leiktíð meira en ég tel ekki nóg að hafa 3 miðverði þar sem það þarf lítið út af að bregða svo við lendum í krísu, minnst 4 miðverði. Distan er líka að eldast en hann átti frábært síðasta tímabil. Hugsanlegt væri að fá framtíðar mann í stöðuna hans.
Ég vil persónulega halda bæði Fellaini og Baines, ef tölfræðin hér fyrir ofan segir ekki nóg til um hvað þeir eru okkur mikilvægir þá veit ég ekki hvað gerir það, að þeir séu í 12. og 16. sæti er frábært að sjá. Mér finnst ekki rétta leiðin að við seljum okkar bestu menn til að komast lengra. Frekar vill ég sjá okkur fá smá pening frá stjórninni til að eyða. Nú eru sjónvarpstekjurnar að aukast töluvert og við virtumst eiga penging í janúar til að kaupa (ca. 8-12m pund) svo ég geri ráð fyrir að það ætti að vera hægt að eyða 15-25m pundum í sumar. Veit ekki hvort það sé nóg til að ná góðum leikmönnum þar sem ég tel okkur þurfa leikmenn sem bæta gæðni í hópnum, okkur vantar frekar gæða leikmenn heldur en squad players.
Þar er ég ekki samála. Ég vill Fellainni burt. En halda Baines.Þetta er mín skoðun.Afhverju vill ég það því að hann er bara svo mikil tuddari . Ég vill ekki svoleiðis menn hjá okkur.En úti allt aðra sálma fer okkur ekki vanta markmann.Er ekki okkar Tim háard ekki að hætta. Ég hef haldið það er einhver hjá okkur sem getur tekið af við af honum þegar hann hættir.Svo vantar okkur einhver sem getur potað tuðrúni ó markið.
Ef lekarnir um leikjaáætlun tímabilsins eru rétti þá er fyrsti leikur heima við Swansea 17/8 og næsti heimaleikur við liverpool 31/8