Mynd: Everton FC.
Ætla ekki að fjölyrða um þennan leik þar sem ég missti af honum (var á ferðalagi í Rússlandi) og varamaður minn (báðir reyndar) sáu ekki nema lítið brot af honum.
Fjörugur leikur af highlights að dæma og nóg af færum — Mata skoraði strax á 6. mínútu þegar Howard mistókst að halda boltanum eftir skot frá Demba Ba. Naismith jafnaði skömmu síðar (á 11. mínútu) eftir flott samspil við Anichebe. Gibson var næstum búinn að skora þegar hann átti langskot í innanverða stöngina, boltinn í hausinn á Cech og aftur í stöngina en því miður út aftur (hverjar eru líkurnar á því?).
Bæði lið fengu fín færi eftir þetta en Jelavic átti að klára leikinn í seinni hálfleik í dauðafæri fyrir opnu marki en náði ekki til knattarins. Chelsea menn refsuðu Everton hins vegar þegar Torres skoraði á 75. mínútu. Jelavic fékk tvö góð færi eftir það en kallgreyið bara getur varla skorað á tímabilinu. 2-1 sigur Chelsea staðreynd í lokaleik Moyes-ar með Everton áður en hann heldur til Manchester United.
Einkunnir Sky Sports: Howard 5, Baines 7, Distin 7, Jagielka 7, Coleman 7, Pienaar 7, Gibson 6, Fellaini 7, Mirallas 6, Naismith 7, Anichebe 7. Varamenn: Heitinga 5, Jelavic 5. Chelsea með nánast sömu einkunnir, nema Cech með 8 og Mata sömuleiðis. Ivanovic lægstur með 5.
ég skal skella inn liðinu þegar það er klárt, held að ég hafi lesið að Osman sé meiddur og vonandi sjáum við Barkley fá tækifærið í hans stað. En svo sá ég á slúdddddinu að Moyes hafi áhuga á að fá Barkley til utd fyrir 12 millur. Áfram EVERTON
svolítið seint, skrapp í golf en liðið er svona (væntanlega allir búnir að sjá það: Howard, Coleman, Baines, Jagielka,Distin; Mirallas, Gibson, Fellaini, Pienaar, Naismith, Anichebe
Hversu djúpt geta menn sokkið??? Þetta er hryllingur.
Bróðir minn sem er Manure-fan sagði að þetta líktist meira auglýsinu fyrir Galdrakarlinn í Oz heldur en merki knattspyrnufélags.
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2330961/Everton-fans-arms-new-club-crest-Latin-motto-removed.html
Við hlustum ekki á ManUre aðdáendur þegar þeir tjá sig um Everton á neikvæðan hátt. Það er bara þannig Ingvar, hélt þú vissir það 🙂
Annars vil ég láta laga þetta merki aðeins…. en er samt ekki alveg búinn að sjá hvernig það ætti að vera.