Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – West Ham 2-0 - Everton.is

Everton – West Ham 2-0

Myndir: Everton FC.

Everton mætti West Ham í sínum síðasta heimaleik undir stjórn David Moyes og ljóst á stjóranum þegar hann gekk inn á völlinn að hann átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum. Kannski viðeigandi að það var skýfall á meðan á leiknum stóð.

Uppstilling Moyes-ar var hefðbundin: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Pienaar og Mirallas köntunum. Gibson og Osman á miðjunni. Fellaini fyrir aftan Anichebe frammi. Varamenn: Mucha, Hibbert, Heitinga, Jelavic, Oviedo, Naismith og Barkley. Neville enn meiddur og missti þar með af kveðjuleik sínum fyrir framan áhorfendur, en var uppi í stúku og Tim Cahill og Duncan Ferguson reyndar einnig og gott ef maður sá ekki Moyes eldri líka.

Everton tók fljótt öll völdin á leikvellinum og á löngum köflum var bara eitt lið í vörn á meðan okkar menn sóttu. Distin átti hálf-færi í upphafi leiks rétt við markið eftir horn en hitti boltann illa (framhjá). En það kom ekki að sök því Everton skoraði strax á 5. mínútu, Fellaini sendi upp vinstri kantinn þar sem Baines var mættur, þóttist ætla að gefa strax fyrir en stoppaði í staðinn og skildi eftir varnarmann eftir í tæklingu að reyna að blokkera fyrirgjöfina. Baines gaf aftur á Fellaini sem var mættur við vítateigshornið vinstra megin og þar sem hann fékk strax mann í sig, sendi hann til hægri á Pienaar, sem fékk líka mann í sig og gaf til hægri á Mirallas sem var mættur í D-ið fyrir framan vítateiginn og skaut hárfínu skoti niðri í vinstra hornið, óverjandi fyrir Jaaskelainen í marki West Ham. 1-0 fyrir Everton.

Og sókn Everton hélt áfram — svo mikið af færum leit dagsins ljós að það væri nóg til að æra óstöðugan að lýsa þeim öllum í smáatriðum. Læt harðsoðna útgáfu nægja. Everton átti nefnilega tuttugu og þrjú (já 23!) skot að marki, skv. BBC, þar af 13 sem rötuðu á rammann. West Ham aftur á móti áttu tvö skot sem rötuðu á rammann í öllum leiknum.

Gibson átti til dæmis skot sem endaði ofan á marknetinu aðeins nokkrum mínútum seinna og Anichebe átti skot sem fór framhjá. Stuttu síðar var Mirallas næstum búinn að nýta sér varnarmistök West Ham þegar markvörður þeirra og Collins voru ekki að tala saman — en Jaaskelainen reddaði þeim fyrir horn. Og stuttu síðar var Anichebe með skot sem var blokkerað í horn. Mirallas svo með skot í næstu sókn sem Jaaskelainen ver en Anichebe mættur og skýtur föstu skoti — sem Jaaskelainen ver með fjölskyldudjásnunum. Allt lagt undir greinilega.

En það var nákvæmlega ekkert að gerast hjá West Ham, ekki skot komið frá þeim að marki á þeim tíma, að mig minnir. Everton með öll færin fyrstu 30 mínúturnar og tölfræðin sýndi að Everton var með boltann hátt í 90% leiksins, lengi vel. Man ekki eftir að hafa séð hallað jafn mikið á andstæðinginn á tímabilinu en það jafnaðist mun meira út þegar leið á.

En svo náttúrulega kom þruman úr heiðskíru lofti þegar West Ham náðu glæsilegu skoti sem Howard varði meistaralega — skot utan úr teig vinstra megin á fjærstöng sem hann varði með útréttri hönd. Það er ekki ýkja langt síðan þetta hefði verið týpískur endapunktur á leiknum, Everton að dóminera leikinn, sóar færum hægri vinstri og fær svo á sig suckerpunch mark og tapar tveimur (jafnvel þremur stigum) á marki úr fyrstu sókn andstæðinganna. En ekki í dag. Ó nei. Ekki í kveðju-heimaleik Moyes-ar.

Anichebe átti skot að marki, Fellaini átti skot, Mirallas átti skot — alltaf hélt maður að markið væri komið en á einhvern ótrúlegan hátt náðu West Ham menn að bjarga. 1-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur svipaður og sá fyrri — einstefna. Mirallas með skot, Coleman með skot, Osman með skot, Gibson með skot, Mirallas með skot en allt kom fyrir ekki. Hér reif maður í hár sitt og hugsaði „af hverju er svona erfitt fyrir Everton að ‘drepa’ svona leiki“?

Það var ekki fyrr en á 60. mínútu sem annað mark Everton leit dagsins ljós og það var — ironically — þegar Everton geystist upp í skyndisókn eftir eina af fáum sóknum West Ham. Howard kastar á Gibson (að ég held) sem sendi stungusendingu á Mirallas á hlaupinu sem tók sprettinn með boltann í átt að D-inu og skaut að marki. Boltinn breytti aðeins um stefnu af Collins (varnarmanni West Ham, sem var einnig írónískt því hann var búinn að redda þeim trekk í trekk) og í netið. 2-0 fyrir Everton. Mirallas með bæði.

Everton alls ekki hættir samt. Osman í dauðafæri en Jaaskelainen reddaði þeim meistaralega með því að verja skotið og svo aftur! Hvað eru mörg færi farin forgörðum, hugsaði maður?!? Anichebe með dauðafæri en skallinn framhjá. Baines með skot framhjá. Osman með skot en markvörður ver.

Í lokin átti Andy Carroll svo besta færi West Ham í seinni hálfleik þegar hann skallar fyrirgjöf frá Matt Jarvis í utanverða stöngina. Það hefði þó verið ósanngjarnt því það var svo lítið að gera í vörninni að ég man ekki eftir að miðverðir okkar hafi haft neitt að gera í leiknum (enda fengu þeir báðir bara 6) og Baines og Coleman nánast búnir að tjalda á vallarhelmingi andstæðinganna.

Einkunnir Sky Sports: Howard 7, Baines 7, Distin 6, Jagielka 6, Coleman 8, Pienaar 7, Osman 7, Gibson 6, Mirallas 9, Fellaini 7, Anichebe 6. Varamenn okkar: Jelavic, Hibbert og Oviedo fengu allir 6 (en fengu lítinn tíma til að breyta leiknum, sérstaklega þeir tveir síðarnefndu). Markvörður West Ham (Jaaskelainen) átti algjöran stórleik, sem og varnarmaðurinn Collins en þeir fengu báðir 8. Umsögn Sky um þá sagði allt sem segja þurfti… Jaaskelainen „saved West Ham from embarassment“ og Collins „[made] numerous goal-saving tackles“. Tveir aðrir leikmenn hjá þeim fengu 7, fimm fengu 6 og tveir fengu 5.

Heiðursvörður

 

Í lokin stilltu leikmenn sér upp í „heiðursvörð“ út frá inngangi leikmanna á völlinn og heiðruðu David Moyes í hans síðasta heimaleik, eins og áður sagði (sjá fleiri myndir hér). Þar voru mættir — auk þeirra sem voru á leikskýrslu — Phil Neville og Tim Cahill og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu er Moyes gekk inn á völlinn. Það var uppselt á leiknum og ekki sála sem lét sig hverfa til að missa ekki af tækifærinu til að kveðja stjórann sem hefur unnið þrekvirki hjá Everton frá því hann tók við. Moyes greinilega mjög hrærður yfir móttökunum og þakkaði fyrir rúman áratug í samfylgd.

Það er rétt að þakka Moyes fyrir að hafa, fyrir litla fjármuni, byggt upp þetta skemmtilega lið sem hefur verið unun að horfa á á tímabilinu — og jafnframt frústrerandi þar sem þeir virðast vera alveg á jaðri þess að brjóta sér leið meðal þeirra fjögurra bestu í deildinni. Maður vonar bara að Everton nái að leggja Chelsea í síðasta leik tímabilsins og enda þar með með flest stig (66) sem Everton hefur náði í Úrvalsdeildinni frá því hún var stofnuð. Tottenham náði reyndar að vinna Stoke í dag fyrir leikinn og því virðist draumurinn um Europa League sætið úr sögunni — nema eitthvað óvenjulegt komi fyrir (eins og að liði hafni því að spila í þeirri keppni, sem verður að teljast harla ólíklegt). En annað tímabilið í röð endar Everton fyrir ofan litla bróður, sem er ótrúlegur árangur þegar litið er til þess fjárausturs sem hefur átt sér stað í leikmannakaupum þeirra rauðlituðu undanfarin tímabil. Endurspeglar enn betur hversu miklu máli það skiptir að hafa stjóra sem kann að nýta vel það fjármagn sem hann fær úthlutað. En spáum í það síðar.

Glæsilegur sigur að baki. Fyllilega verðskuldað. Meira svona takk.

17 Athugasemdir

  1. Ari G skrifar:

    Alltaf sama íhaldsseminn hjá Moyes. Vonandi fáum við Martinez hef trú á honum.

  2. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    er hundóánægður með Moyes í dag, fyrsta skipting eftir 70 min í leik sem var gjörunninn og hefði algjörlega þurft að blóðga Barkley,(miðað við færin sem við fengum hefði hann örugglega skorað) og Osman hefði mátt fara út í hans stað eftir ca 60 min. svo er óþolandi fyrir Oviedo að þurfa að koma inná eftir 91,5 mín. bara til að þurfa í sturtu eftir leik, Út með Moyes!!!!

  3. Ari G skrifar:

    Sá ekki leikinn en skil ekki af hverju Oviedo og Barkley eru lítið notaðir báðir framtíðarleikmenn Everton. Eina sem vantar núna er alvöru sóknarmaður sem skorar fullt af mörkum. Ef Fellaini verður seldur mundi það jafnvel styrkja liðið ef Everton fengi t.d. 30 millur fyrir hann og þá getur Everton keypt 3 leikmenn fyrir peninginn einn miðherja með Jagielka, einn miðjumenn og einn sókarmann.

  4. Finnur skrifar:

    Jesús Kristur hvað sigurinn hefði getað verið stór…

  5. Georg skrifar:

    Við erum búnir að halda hreinu í 7 af síðustu 9 leikjum miðað við að hafa haldið 4 sinnum hreinu í fyrstu 28 leikjunum, merkilegt nokk. Ef við vinnum næsta leik þá er það stigamet síðan Moyes kom hingað, reyndar mjög erfiður útileikur gegn Chelsea, en við höfum verið góðir gegn stóru liðinum í vetur. Til að halda áfram með tölfræði þá hafa bara City og Arsenal fengið á sig færri mörk í deildinni, við erum með 38 mörk fengin á okkur líkt og Man Utd og Chelsea. Arsenal er með einum leik færra og spilar á eftir gegn Wigan.

    Það má segja að við séum gríðarlega óheppnir að vera ekki að ná allavega evrópudeildinni. Málið er að Chelsea, Arsenal og Tottenham hafa verið þau lið sem hafa verið að hala inn flestum stigunum í síðustu 10 umferðunum og eru svokölluð in form teams. Við erum búnir að vinna síðust 6 heimaleiki en útivöllurinn hefur verið að stríða okkur í vetur og höfum við bara fengið 3 stig í síðustu 6 útileikjum sem hefur séð til þess að við náðum ekki að pressa meira á topp 5.

    Önnur pæling hjá mér er ef að Wigan fellur sem ég tel nokkuð líklegt, ætli að þeir vilji yfir höfuð spila í evrópudeilinni? Ef þeir afþakka sætið í evrópudeildinni þá fer það í deildina og þar að leiðandi komumst við þangað. 6 sætið gefur oftast evrópusæti svo við erum mjög óheppnir að vera ekki nú þegar búnir að fá sætið. Finnst við eiga það skilið. Þó þetta sé ekki meistaradeildin þá hjálpar helling að halda mönnum og fá nýja leikmenn að ná í evrópudeildina.

    Ég finn það á mér að það séu bjartir tímar framundan hjá okkur. Nú bíður maður bara spenntur eftir að sjá hver verður ráðinn nýr þjálfari og vonandi að manni líki vel við þann sem verður ráðinn.

  6. Gunni D skrifar:

    Sælir f´lagar.Okkur vantar ekki einhvrja 3 kalla fyrir 30 millur sem við gætum hugsanlega fengið fyrir Fella.Okkur vantar topp framherja ,góðan hægri bakvörð og enn betri miðvörð.Hugsið ykkur ef við hefðum RvP fyrir Jelavic og Vidic fyrir Heitinga.Þá væru sennilega helmingurinn af þessum 15 jafnteflum sigrar og leikir semvið náðum forystu í og töpuðum,eins og t.d.gegn Reading,Norwich og síðast en ekki síst Chelsea unnist.Ég hef aldrei á seinni tímum séð Chelski svona yfirspilaða. Þá meina ég fyrri hálfleik.Hvað erum við að tala um mörg stig?23-25?Þá hefði sir Alex ekki fagnað svana snemma.Og kannski bara allsekki.Góðar stundir.

  7. Georg skrifar:

    Ég er ekki hættur með tölfræðina. Við erum búnir að fá 42 stig á heimavelli í vetur, einungis City (45 stig) og Man Utd (48 stig) hafa fengið fleiri stig á heimavelli. Við ásamt City erum einu liðin sem hafa bara tapað 1 leik á heimavelli í vetur. Eini tapleikurinn okkar í vetur á heimavelli var gegn Chelsea þann 30 des, ég man vel eftir þeim leik og við vorum grátlega óheppnir að tapa þeim leik. Hefði verið gaman að fara í gegnum leiktíðina ósigraðir á heimavelli. Við höfum bara tapað einum heimaleik síðan mars 2012 (tap gegn Arsenal 0-1 21. mars). Goodison Park er orðinn einn erfiðasti völlur að mæta á.

  8. Einar G skrifar:

    Ég horfði á leikinn í dag og viðurkenni að það var með blendnum tilfinningum. Er búinn að vera Evertonian síðan 1984 en hef ekki skemmt mér jafnvel sem slíkur og síðustu ár. Ég sé þvílíkt eftir Moyes en held að skipti geti verið fín. Ég var klökkur að sjá viðtökur aðdáenda við Moyes í dag, enda á hann ekkert annað en gott skilið. Ég hefði staðið upp úr sæti mínu til að kveðja hann. COYB!!! Vonandi góðir tímar framundan, enda annað tímabilið í röð fyrir ofan Red Shite 🙂

  9. Finnur skrifar:

    Mér fannst athyglisvert að lesa ummæli Sam Allardyce eftir leikinn en hann sagði að aðeins Jaaskelainen hefði komið í veg fyrir stórsigur Everton. Það er greinilegt að hann kann alls ekki að meta varnarmann sinn, Collins, sem bjargaði þeim líka trekk í trekk.

  10. Georg skrifar:

    Til gamans má geta að leiktíðinina sem við náðum 4. sætinu (2004-2005) þá enduðum við með 61 stig og með markatöluna -1 en í dag þá erum við með 63 stig og 16 mörk í plús.

  11. Finnur skrifar:

    Og leik til góða. 🙂

  12. Georg skrifar:

    Rétt er það Finnur. Til gamana má geta þá hafa 63 stig dugað til að fá evrópusæti 9 af síðustu 10 árum

  13. Georg skrifar:

    Fann flott comment frá einum everton aðdáenda á everton official spjallinu:
    I remember when Pardew said: „Newcastle are in a different league to Everton“ I was so hoping he’d be right and get relegated this season.

    Þetta er semsagt quote eftir Pardew frá því í fyrra þegar þeir enduðu í 5 sæti og Everton í 7 sæti. Það hefði verið svolítið findið hefði hann svo haft rétt fyrir sér eftir allt saman að þeir væru í annari deild en Everton hehe

  14. Finnur skrifar:

    Georg: Pardew er náttúrulega mjög sérstakur. Forsíðufréttin um Newcastle á BBC er núna um storminn í kringum einhvern brandara sem hann lét út úr sér um að honum væri sama þó hann tapi næsta leik. Skil ekki alveg hvað þeir voru að pæla að gefa honum átta ára samning á sínum tíma…

    Elvar: Það er nú varla hægt að velja lið umferðarinnar 37 þegar eftir er að spila tvo leiki (í kvöld). En gott að sjá Coleman og Mirallas þar samt. 😉

  15. Finnur skrifar:

    Brendan Rodgers sótti verðlaunin sín fyrir tímabilið áðan. Þeir hjá enska knattspyrnusambandinu höfðu ekki fyrir því að breyta þeim frá því í fyrra…
    http://www.bluekipper.com/images/1368567072-blubber_scarf.jpg