Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs West Ham - Everton.is

Everton vs West Ham

Mynd: Everton FC.

Everton mætir West Ham á eftir (kl. 14:00) í leik sem verður örugglega nokkuð tilfinningaþrunginn þar sem þetta er síðasti heimaleikur Everton undir stjórn David Moyes áður en hann fer til Manchester United. Ekkert nema sigur kemur til greina í þessum leik en það myndi tryggja að við verðum fyrir ofan litla bróður í deild og enn í baráttunni um Evrópusæti (að því gefnu að Tottenham tapi en þeir eiga hádegisleik við Stoke).

West Ham leikurinn er leikur sem við eigum að vinna en West Ham hefur ekki tekist að vinna Everton í síðustu 10 tilraunum. Á heimavelli gegnum tíðina er árangur okkar gegn þeim mjög góður (62% : 19% : 18% – Sigrar:Jafntefli:Töp). Við höfum leikið 115 leiki gegn þeim (heima og heiman) og unnið helming, West Ham 30% og 20% af leikjunum enda með jafntefli. Goodison hefur verið rammgert virki Everton undanfarið og aðeins einn leikur tapast á tímabilinu — sem aðeins Man City hefur leikið eftir. Það væri frábært að klára tímabilið með enn einum sigrinum á heimavelli.

West Ham hefur að engu að keppa. Þeir eru öruggir um sæti í Úrvalsdeild að ári, þrátt fyrir að hafa aðeins náð að sigra Wigan í síðustu 6 leikjum (fjórir af þeim jafntefli) og eru í 10. sæti með 43 stig. Stjóri þeirra, Sam Allardyce var auk þess að semja um framlengingu á samningi sínum þannig að þeir eru vonandi allir sem einn bara að hugsa til sumarfrísins. 🙂

Allir eiga að vera heilir hjá okkur nema Phil Neville og búist við svipuðu liði og gegn litla bróður: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Pienaar og Mirallas á köntunum, Osman og Gibson á miðjunni. Fellaini fyrir aftan líklega Anichebe. Hjá West Ham eru James Tomkins og George McCartney líklega meiddir.

Í öðrum fréttum er það helst að varnarmaður Matthew Pennington er ungliði ársins en hann fékk Keith Tamlin verðlaunin í athöfn á dögunum. Hann leikur með U18 ára liðinu en hefur fengið að spreyta sig með U21 og var jafnframt kallaður upp í enska landsliðshópinn.

Einnig var lánssamningur vinstri bakvarðarins Jake Bidwell hjá Brentford framlengdur til loka tímabils sem gerir honum mögulegt að leika úrslitaleikinn í umspilinu um að komast upp í ensku B deildina. Þeir leika við Yeovil á sunnudaginn næsta.

8 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Ég geri ráð fyrir að leikmenn og stuðningsmenn vilji kveðja Moyes með sigri og halda í vonina með evrópusæti í leiðinni er þetta ekki svona 3-0 leikur Gibson, Jelavic og Barkley.

    Það er enginn skomm af því að falla út úr FA cup fyrir meisturunum

  2. Georg skrifar:

    Ég vil sjá Jelavic fá sénsinn í dag. Anichebe hefur lítið fært okkur í síðustu leikjum. Það er krafa á sigur í dag.

  3. Finnur skrifar:

    Ég er bjartsýnn líka, spái 2-0, Barkley og Osman.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Það er bara algjör skandall ef Barkley fær ekki að spila seinustu tvo leikina. Sammála með Jelavic, vil hafa hann frammi í stað Anichebe.
    Annars vil ég bara að Everton rústi þessum leik í dag og drífi sig í því að fá nýjan stjóra, þessi óvissa verður pirrandi til lengdar.

  5. Ari G skrifar:

    Ekkert liggur á að fá stjóra. Betra að gefa sér góðan tíma í þetta og velja þann besta sem völ er á. Jelavic hefur aldrei heillað mig Anichebe er miklu betri þótt hann týnist stundum í leikjum þá er hann alltaf hættulegur þegar hann fær færi til þess.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Hættan er bara sú að ef að við bíðum lengi með að fá nýjan stjóra þá bíðum við einnig með að fá nýja leikmenn, svo ekki sé talað um ef einhverjir fara frá okkur í sumar. Það er þó ekki óeðlilegt að það taki nokkrar vikur en við erum í slæmum málum ef beðið er með það þar til síðla sumars.

    Anichebe er búinn að spila hjá okkur í mörg ár og þau flest verið arfaslakur og man ég ekki betur en að hann hafi skorað um 7 mörk í vel yfir 70 leikjum sem er dapurt. Seinustu tvö ár hefur hann spilað mikið betur og sýnt góða takta, þó svo að hann hafi ekki spilað vel í seinustu leikjum.
    Jelavic byrjaði frábærlega hjá okkur þegar hann kom fyrir rúmu ári og hefur ekki staðið sig nægilega vel á þessari leiktíð en skorað að mig minnir jafn mikið og Anichebe. Ég held reyndar að Jelavic sé með second Season syndrome og verði drullu góður næsta vetur. Ég tel amk að Jelavic hafi mikið meiri potential en Anichebe og því getum við bara verið sammála um að vera ósammála að sinni 🙂
    Finnst þetta ekki vera ólíkt skoðunum manna á Colemen í fyrra og hefur hann verið einna bestur Everton manna í ár.

    Eigum við ekki að vinna West Ham 3-0 fyrir Moyes?
    Væri alveg í lagi að fá mark frá Barkley takk.

    • Sigurjón Sigurðsson skrifar:

      Sammála í flestum atriðum nema ég spái 4-1 fyrir okkur því ég held að liðið springi út núna:-)

  7. Georg skrifar:

    Sammála vill sjá Barkley spila