Mynd: Everton FC.
Minni aftur á árshátíð Everton á Íslandi sem haldin verður þann 13. apríl næstkomandi. Við höfum náð lágmarksfjölda en viljum endilega sjá ykkur sem flest þannig að ekki hika við að skrá ykkur og fagna flottu tímabili Everton með okkur. Einnig er komin dagsetning á Bjórskóla Everton á Íslandi en hann verður haldinn þann 9. maí og þeir sem skráðu sig eiga að hafa fengið tölvupóst þess efnis. Ef þú skráðir þig og hefur ekki fengið tölvupóst hafðu þá samband án tafar.
Áður en vikið er að leik sunnudagsins er rétt að geta þess að David Moyes var á dögunum valinn stjóri mars mánaðar í Úrvalsdeildinni eftir þrjá sannfærandi sigurleiki í röð (gegn Reading og Stoke og að ekki sé minnst á glæsilegan sigur gegn núverandi Englandsmeisturum: Manchester City). Moyes hefur þar með orðið tvisvar fyrir valinu á þessu tímabili sem er jafn oft og AVB (stjóri Tottenham), sem hingað til var efstur. Þegar saga Úrvalsdeildarinnar er skoðuð sést að Moyes er í þriðja sæti yfir þá sem hafa oftast unnið þessi verðlaun gegnum tíðina, með aðeins Wenger og Ferguson fyrir ofan sig. En þá að leiknum við Tottenham, sem er kl. 13:05 á sunnudaginn.
Það er þó nokkur prófraun eftir fyrir Everton fram að lokum tímabils en leikjaplanið býður upp á viðureignir við fjögur af liðunum fimm sem eru fyrir ofan okkar menn í töflunni. Einum af þessum fjórum leikjum er lokið (Manchester City) með 2-0 sigri Everton og ef þeir ná jafn góðri spilamennsku og baráttu gegn hinum er aldrei að vita hvað gerist. Þetta er erfitt leikjaplan en það er líka hægt að horfa til þess að Everton hefur unnið bæði Manchester liðin og Tottenham á tímabilinu og gengur auk þess yfirleitt betur á móti liðunum í efstu sætunum en liðunum í fallbaráttunni. Það er því aldrei að vita hvað gerist og tímabilið alls ekki búið þó leikurinn gegn Tottenham tapist.
Everton hefur náð góðum árangri gegn Tottenham undanfarið á Goodison Park (taplausir síðan 2007) en nú er komið að útileiknum við þá á tímabilinu og þar er ekki alveg það sama uppi á teningnum. Everton vann Tottenham reyndar þrjú tímabil í röð (tímabilin 2006/07, 07/08 og 08/09, sjá til dæmis vídeó hér og hér — mjög sælla minninga) en síðan þá hefur Everton spilað fjóra leiki á White Heart Lane og ekki unnið neinn þeirra (þrjú töp og eitt jafntefli). Það er því erfiður róður framundan, sem er akkúrat það sem leikmenn Everton þrífast á en ljóst að leikmenn mæta fullir sjálfstrausts eftir þrjá sigurleiki í deild í röð og vonandi að spilamennskan sem við sáum í upphafi tímabils (og hefur glitt í undanfarna leiki) verði svipuð og þá.
Í upphafi vikunnar var nokkuð rætt (sjá t.d. viðtal við Gibson og grein frá Executioner’s Bong) um það hvernig hægt væri að stoppa Gareth Bale sem hefur verið í fantaformi á tímabilinu. Þetta breyttist þó nokkuð þegar þeir luku Evrópuleik við Basel á dögunum því þeir áttu í erfiðleikum með að halda fullskipuðu liði inn á vellinum en Tottenham endaði þann leik tveimur mönnum færri eftir að Bale, Gallas og Lennon fóru allir út af meiddir — og verða því líklega ekki með gegn Everton. Einnig munu Kaboul og Sandro vera meiddir, auk Defoe sem gekkst undir uppskurð. Og til að bæta gráu ofan á svart (fyrir þá) spiluðu þeir Evrópuleik sinn í gær og verða því kannski ekki alveg jafn ferskir og annars mætti við búast. Það er þó til mótvægis við þetta að bæði Fellaini og Pienaar eru í leikbanni hjá okkar mönnum (annan leikinn í röð) og Hibbert meiddur. Mirallas fór auk þess út af í leiknum gegn Stoke og kvartaði undan tognun í náranum. Hann telst því tæpur og verður örugglega metinn á leikdegi.
Einnig er spurning hvernig Moyes stillir upp liði sínu en hann prófaði 3-5-2 uppstillingu með góðum árangri gegn Stoke í síðasta leik. Ég á þó frekar von á að hann skipti aftur yfir í 4-4-1-1 og uppstillingin verði (geri ráð fyrir að Mirallas sé heill): Howard, Baines, Distin, Jagielka, Neville. Mirallas á vinstri, Coleman á hægri. Osman og Gibson á miðjunni. Jelavic frammi með líklega Anichebe fyrir aftan sig.
Af ungliðunum er það að frétta að U16 ára lið Everton tók þátt í Future Champions Tournament móti í Suður-Afríku og enduðu í öðru sæti eftir að hafa tapað úrslitaleiknum á vítaspyrnukeppni. Flottur árangur hjá þeim, sérstaklega þegar litið er til þess að þetta var í raun keppni U17 ára liða, þó Everton hefði mætt með yngra lið.
Í lokin er rétt að geta þess að hægt er að kjósa um mark mars-mánaðar hér og minni líka á að hægt er að kjósa um leikmann tímabilsins, ungliða tímabilsins og flottasta mark tímabilsins á síðu Everton, sem birti jafnframt stutt yfirlit yfir tímabilið hingað til.
En Tottenham er verkefni sunnudagsins. Leikurinn er í beinni á Ölveri. Sjáumst!
Spái 0-1 baráttusigri Everton. Gibson með markið.
spái 1-1 erfiður leikur
Sigur hjá Everton kæmi liðinu í mjög áhugaverða stöðu gagnvart Meistaradeild og vona ég svo sannarlega að við náum sigri i þessum leik. Hinsvegar verður maður að segja að jafntefli héldi öllu opnu áfram og allt annað en tap er ásættanlegt.
0-1 væri magnað þar sem Everton hefur haldið hreinu í seinustu tveimur og eigum við ekki bara að vera svolítið grillaðir og segja að Jelavic skori, hmmm.
Ég og Georg komumst því miður ekki á árshátíðina (vorum bókaðir annarstaðar þennan dag) en við leggjum bara meira í hittinginn á Goodison í lok Apríl þegar stærsta ferð Everton klúbbsins verður farinn að sjá leik gegn Fulham. Já bíddu það er kominn Apríl, þetta er bara að fara að gerast, já sæll.
1:2 hef á tilfinningunni að þeir séu að toppa núna á réttum tíma. Það hefur svo oft verið þannig að prógrammið hefur átt að vera létt í lok tímabils en árangurinn ekki eftir því. En nú er það þannig að þetta er eitt erfiðasta prógram sem maður hefur séð lengi í lok tímabils og ég held að það eigi eftir að koma okkur vel. Jelavic og Coleman skora.
Ég held að Pienaar hafi bara fengið 1 leik í bann 5 gul og Felliani 2 leiki 10 gul. Ég ætla að skjóta á 1-2 Pienaar og Jelavic
Pienaar er í banni:
http://m.evertonfc.com/match/report/1213/tottenham-v-everton
Þú verður því að finna annan markaskorara, Halli. 🙂
Ég verð þá að éta þetta ofaní mig. Spilum við þá ekki á sama liði og á móti Man c veðja á Heitinga með annað markið
Allt flott mörk sem eru þarna. Ég skil samt ekki hvernig hægt er að velja ekki mark Mirallas gegn Stoke sem mark mars mánaðar. Osman gegn City var líka geggjað en Mirallas hefur vinninginn að mínumati.
Hlakka til Tottenham leiksins, við verðum að vera á tánum og erum búnir að sýna að við getum spilað leiki vel án þess að hafa Fellaini og Pienaar í liðinu. En það verður erfitt og vonandi verður Mirallas heill. Osman verður sterkari en í síðasta leik og það verður gott að fá hann ferskann eftir mjög svo slakan leik hans gegn Stoke.
Ég hef trú á því að Jelavić sé kominn í gírinn og setji eins og eitt mark … kannski endar leikurinn bara 0-1 með marki frá honum?
kær kveðja,
Ari
ps. já sæll (stolið frá Elvari) hvað manni er farið að hlakka til…….. 😉
Voða hafa menn mikla trú á Jelavic. Hann hefur verið skelfilegur undanfarna mánuði og vill henda honum út og setja hann á bekkinn. Vill nota Oviedo strax spila 4-5-1 með Anichepe einan frammí. Coleman í bakvörðinn alls ekki Neville. Gibson aftast á miðjunni og Osman stjórna á miðjunni. Vonandi getur Mirallas spilað á vængnum á móti Oviedo. Eina spurningin er með 11 manninn Heitinga, Barkley, Naismith er ekki viss.
Sigur er eina sem kemur til greina til að ná 4 sætinu annað er ósættanlegt. Jafntefli gefur of lítið Arsenal vann og Chelsea vinnur sennilega Sunderland. Everton verður að ná lágmark 5 stig á móti Chelsea, Arsenal og Tottenham til að eiga möguleika á að ná 4 sætinu annars er þetta vonlaust. Tel að möguleikar Everton hafa aukist mikið að losna við Bale og svo eru Tottenham þreyttir eftir leikinn við Basel og skíthræddir við Everton.
Spurs 2-0
Adebayor með bæði.
Við vinnum Arsenal sem sárabót. 🙂
Það eru meiri líkur á því að ég vinni stóra vinninginn í lottó, án þess að taka þátt, heldur en að Adebayor skori tvö mörk gegn Everton, seriously!
Líkurnar á því að við vinnum Arsenal á útivelli er álíka mikill og að Jelavic skori 5 mörk það sem eftir er leiktíðar 🙂
Hvernig væri nú að fá Barkley til að byrja einn leik, sér í lagi með Fellaini og Pienaar í banni?
Enginn Baile á morgun svo hver veit nema að Everton komi á óvart, hmmm.
Ari G: Ætli trú manna á Jelavic sé ekki sprottin af því að hann hefur skorað sigurmark Everton í síðustu tveimur leikjum gegn þeim. 🙂
Elvar: Don’t jinx it (þetta með Adebayor). Þú gætir þurft að fara að spila í lottóinu. 🙂
Ef Everton vinnur Tottenham (sem er í 3ja sæti) þá verður Everton bara 3 stigum á eftir Tottenham og á leik til góða. Þar að auki er markatala liðanna svipuð þar sem Tottenham er 15 í plús og Everton með 12 í plús.
Næsti leikur Everton er síðan gegn QPR á heimavelli en Tottenham spilar seinni leikinn við Basel í vikunni og síðan eiga þeir leiki gegn Chelsea og Man. City svo prógrammið hjá þeim er ekkert léttara en Everton.
Verðum við ekki bara að fá sigur í dag?
jú er það ekki bara sigur og ekkert annað . Þessi Adebayor er ykkur að dreyma.Ég held að hann Jelavic skori í dag og að við holdum hreinu .Því miður komumst við ekki konan árshátíðina en skemmti ykkur vel á Goodisonpark.ÁFRAM EVERTON.
Sigur myndi gera þetta mjög spennandi.
Uppstillingin ljós: http://everton.is/?p=4304
Margt athyglisvert.
Bravó Moyes Jelevic settur á bekkinn. Barkley byrjar inná núna er ég hissa en sammála honum. Hann spilar samt varlega er með 3 miðherja. Eina sem ég sakna er Oviedo í stað Heitinga kannski gerir hann það í seinni hálfleik hann vill fara varlega. Vonandi er Nevile hættur hjá okkur fær einn kveðjuleik og svo getur hann komið aftur sem ráðgjafi eða aðstoðarmaður hann er baráttumaður.
Finnur. Jelavic getur spilað síðustu 15 mínutur ef Everton þarf að skora en láta detta sér það detta í hug að láta hann spila allan leikinn er bull eins og hann spilar í dag. Auðvitað getur hann skorað öðru hvoru miðað við öll færin sem hann hefur fengið annað væri varla hægt hann getur skorað hann er ekki alveg vonlaus en Anichebe er bara miklu betri en hann það er bara staðreynd.
Leikskýrslan komin eftir smá tafir (fermingarveisla og matarboð)… http://everton.is/?p=4304
Færum samræður okkar um leikinn þangað.