Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Norwich vs. Everton - Everton.is

Norwich vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton sækir Norwich heim á morgun (lau) kl. 15:00 í sínum 27. deildarleik (og Norwich) á tímabilinu. Fyrri leikur þessara liða (á Goodison) fór 1-1 þar sem Everton hefði getað skorað 3-4 mörk í fyrri hálfleik en Ruddy, meðal annars, hélt þeim inni í leiknum með frábærri markvörslu. Og þeir skoruðu svo mark á lokamínútunni, eins og við höfum horft alltof oft upp á á tímabilinu. Fyrir þann leik voru Norwich taplausir í 6 leikjum og höfðu unnið Arsenal, Tottenham og Man United á heimavelli. Það er þó annað uppi á teningnum núna því þeir hafa ekki unnið deildarleik 8 leiki í röð (0-4-4 S-J-T) og að auki tapað fyrir Luton á heimavelli í FA bikarnum. Síðustu þrír leikir þeirra hafa endað með jafntefli. Ruddy, fyrrum markvörður Everton, hefur ekki látið sjá sig síðan hann reif lærvöðvann í leiknum gegn Everton og er þar skarð fyrir skildi.

Þetta er aðeins 50. innbyrðis leikur þessara liða en Everton hefur á þessari öld aðeins leikið tvo leiki í öllum keppnum á heimavelli Norwich — unnið annan (2-3 árið 2004) og gert 2-2 jafntefli (í fyrra). Moyes hefur stýrt Everton í 6 leikjum gegn þeim og er ósigraður: Unnið þrjá og gert þrjú jafntefli. Eina liðið sem honum gengur betur gegn en Norwich er lið Sunderland (ósigraður í 18 leikjum gegn þeim).

Everton er í 6. sæti fyrir leikinn en með sigri getur Everton tekið aftur 5. sætið með því að komast upp fyrir Arsenal (ef úrslitin eru hagstæð). Everton er þó öruggt um sinn með 6. sætið. Norwich eru í 14. sæti, aðeins 6 stigum frá fallsæti. Það er ákveðin óróleiki í manni varðandi þennan leik því það er mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum úr næstu þremur leikjum (Norwich, Oldham og Reading) svo hægt sé að fara með höfuðið hátt í erfiða törn í næstu fjórum leikjum sem koma þar á eftir: Arsenal (Ú), City (H), Stoke (H) og Tottenham (Ú).

Moyes sagði í viðtali fyrir leikinn að vafi léki á að Anichebe næði leiknum en góðu fréttirnar eru þær að Coleman er farinn að æfa aftur. Það er mikilvægt að hann og Mirallas nái vel saman á hægri vængnum þar sem andstæðingar Everton eru farnir að fjölga mönnum á hægri kantinum hjá sér til að reyna að stoppa Baines og Pienaar sérstaklega og þá ættu að opnast glufur á hinum kantinum. Helsta spurningin varðandi uppstillinguna er hver leikur í hægri bakverðinum. Neville hefur ekki verið alveg nógu sannfærandi undanfarið í sinni gömlu stöðu og ekki víst með Coleman. Maður er forvitinn að sjá nýja manninn (John Stones) í bakverðinum en á ekki von á því að Moyes taki sénsinn á honum.

Líklegt byrjunarlið 4-4-1-1: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Neville. Pienaar og Mirallas á köntunum. Osman og Gibson á miðjunni. Fellaini fyrir aftan Jelavic frammi.

Hjá Norwich er Grant Holt kominn aftur úr meiðslum en Ruddy verður ekki með, eins og áður sagði. Vafi leikur á að Alexander Tettey og Andrew Surman nái leiknum.

Tim Howard leikur sinn 300. leik fyrir Everton ef hann spilar og þar af 210. leikinn í röð en það mun vera þremur færri leikir en Neville Southall náði í einum rykk (minnir að sá sprettur hafi endað þegar hann fékk rautt í leik). Sylvain Distin getur náð 400. Úrvalsdeildarleiknum ef hann spilar, fyrstur allra erlendra leikmanna í ensku deildinni. Leikurinn gæti jafnframt orðið 600. útivallarsigur Everton í deild, ef úrslitin verða hagstæð. Við skulum vona að svo verði, spái 0-2 sigri: Jelavic og Mirallas með mörkin.

Þetta er þó erfiður völlur að sækja stig á og á pappír lítur þetta út eins og jafntefli. Vonandi verður þetta þó fjörugur leikur.

6 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Verðum bara að drullast til að vinna þennan leik.
    Var að skúra Everton háaloftið, svo ég bíð spenntur eftir morgundeginum.

    Held þetta sé líklegt lið hjá þér Finnur en held að Moyse verði að fara að nota fleiri menn í þeim leikjum sem eftir eru. Oviedo,Barkley, Vellios, Duffy og Jones taka vonandi einhvern þátt í næstu leikjum.

  2. Finnur skrifar:

    Það er alltaf happa þegar háaloftið er skúrað. Það gerðist einmitt síðast árið 1995 en þá vann Evertonton jú FA bikarinn. 😉

  3. Halli skrifar:

    0-1 baines úr víti

  4. Einar G skrifar:

    Verður hann ekki á skjánum á Ölver?

  5. Finnur skrifar:

    Einar: Jú.

  6. Einar G skrifar:

    Gott mál vonandi sér maður sem flesta þar 🙂