Mynd: Everton FC.
Everton var rétt í þessu að staðfesta að tilboði þeirra í miðjumanninum Leroy Fer frá FC Twenty, hafi verið samþykkt (Uppfært 30.1: Þetta gekk ekki upp. Sjá uppfærslu 12 hér að neðan) en hann er 23 ára hollenskur landsliðsmaður og 188 cm á hæð. Hann byrjaði hjá Feyernoord en skipti yfir til Twente árið 2011 þar sem hann hefur leikið 29 leiki sem central midfielder og skorað 10 mörk. Meira veit ég ekki um þennan mann en NSNO síðan sagði að hann hefði kostað 8M punda. Uppfæri þetta mögulega á eftir eftir því sem meira dettur inn.
Fjör! Velkominn Leroy!
Uppfærsla: Hér er 3. mínútna Youtube videó af kappanum og WikiPedia færslan um hann. Þar kemur fram að U21 árs þjálfari Hollendinga hefði líkt honum við Patrick Viera og mér sýnist af vídeóinu (þó stutt sé) sem hann kunni ýmislegt fyrir sér, getur bæði skotið, skallað og tæklað og sýnist þetta vera fljótur leikmaður sem getur „prjónað“ sig í gegnum varnir. Þetta þýðir væntanlega að áhugi Moyes á Ofoe, sem reynt var að kaupa í sumar sé kulnaður.
Uppfærsla 2: Hér er annað (styttra) Youtube vídeó af honum.
Uppfærsla 3: Sky Sports sagði einnig að Everton kæmi til borga 8M punda fyrir hann og að svo liti út sem Fellaini yrði ekki seldur í glugganum. Ekki það að ég hafi tekið þær sögusagnir trúanlegar frekar en með Baines í síðasta glugga.
Uppfærsla 4: Skv. Wikipedia byrjaði hann hjá DWO en var svo boðið að ganga í unglinga-akademíuna hjá Feyernoord (9 ára gamall) og lék sinn fyrsta leik með aðalliðiði Feyernoord 17 ára gamall. Hann kom mest inn á sem varamaður en vann sig smám saman upp metorðastigann þangað til hann var orðinn fastamaður. Hann hefur komið víða við á vellinum, byrjaði sem hægri bakvörður en hefur einnig leikið sem CDM, í holunni fyrir aftan fremsta mann og sem sóknarmaður. Hann var gerður að vara-fyrirliða hjá Feyernoord tímabilið 2010-11.
Uppfærsla 5: Leroy Fer hefur leikið með unglingaliði Hollands á öllum stigum, frá U17 til aðal-landsliðsins en hann komst í úrslitakeppni EM með U17 ára liðinu og er nýlega farinn að leika með hollenska aðal-landsliðinu.
Uppfærsla 6: BBC var að staðfesta þetta líka. Segja að verðið sé ekki gefið upp en líklega á bilinu 7 til 8.5 milljónir punda. Hann heldur nú til Everton borgar að semja um launakjör og fara í læknisskoðun. Þeir sögðu einnig „Fer is nicknamed ‘The Bouncer’ in the Netherlands due to his physical strength“. Goal tímaritið segir að hann sé „týpískur box-to-box midfielder, sterkur í návígi, skori mikið og sé álitinn mikið efni til framtíðar“.
Uppfærsla 7: Tölfræðin um hann hjá ESPN segir að hann hafi skorað 20 mörk í síðustu 47 leikjum (í 11 af þeim kom hann inn á sem varamaður).
Uppfærsla 8: Hvernig líst ykkur á kappann? CDM staðan hefur verið svolítið veikur hlekkur hjá okkur. Moyes vill ekki sleppa Fellaini oft úr holunni til að spila CDM stöðuna. Gibson búinn að vera meiddur og Hitzlsperger, þó ágætur sé, virðist rjúfa tengsl Osmans við Baines-Pienaar öxulinn, sem hefur haft nokkuð neikvæð áhrif á leik Everton. Neville, þó hægri bakvörður sé að eðlisfari, hefur staðið sig betur en maður átti von á — en nú í fjarveru Colemans þarf Neville í hægri bakvörðinn svo enski landsliðsmiðvörðurinn okkar (Jagielka) þurfi ekki að leysa af þar. Ef rétt er það sem maður hefur lesið um Leroy þá gæti hann mögulega leyst allar þessar stöður (hægri bakvörð, CDM, holuna) og jafnvel mögulega létt undir með Jelavic/Anichebe líka…? Spurning hvort hinn belgíski Ofoe sé svekktur yfir að missa af tækifærinu? Svo spyr maður sig líka — er hollenska vorið að taka við á Goodison af belgísku hausti — Heitinga farinn að skora og Moyes að kaupa Hollending í stað Belga? ;D
Uppfærsla 9 (daginn eftir): Everton fréttirnar í ensku blöðunum í morgun eru nánast eingöngu um Leroy Fer, eins og skiljanlegt er. Daily Mail segir að hann sé búinn að skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning en aðrir hafa sagt að málið sé í vinnslu (kannski það fari eftir því hvenær fréttin er skrifuð, hver veit). Mikið hefur verið rætt um að Leroy minni á Patrick Viera en fótboltaspekúlantinn Fabian Bijman sagðist hafa annan í huga þegar hann hugsar um Leroy: „The way he plays, he reminds me of Frank Rijkaard. He’s a tall guy (6ft 2in), a strong guy – an impressive guy to see. He’s a box-to-box midfielder who likes to throw in a tackle and I think he’ll be ideally suited for English football in general and Everton in particular. I think coming to the Premier League will make him even stronger“. Leroy hafði þetta að segja um Everton: „I have looked at the players in the squad and love the way they play. Everton are in the top five and have a real chance of playing in Europe next season. From when I was a young boy, I always wanted to play in the Premier League. The fact I am going to do it with one of the biggest teams in the Premier League makes this move even more special.“
Uppfærsla 10: Þetta væri ekki Everton ef það væri ekki smá drama í kringum félagaskiptin. Leroy Fer var í læknisskoðun í dag en sögusagnir eru uppi um að snuðra hafi hlaupið á þráðinn í samningaviðræðum við Twente. Leroy vill ólmur koma og Moyes vill ólmur fá hann. Þetta leysist vonandi á næstu dögum. Bíðum og sjáum hvað setur.
Uppfærsla 11 (dagur 3): BBC staðfesti það í morgun að læknisskoðun hafi leitt í ljós vandamál við hnéð. Leroy hefur því tæknilega séð fallið á læknisskoðun sem þýðir að tilboðið er ógilt. Vandamálið er þó ekki svo alvarlegt að Everton hafi hætt við kaupin né vilji lækka upphæðina, heldur vilja þeir einfaldlega tryggja að vandamálið taki sig ekki upp aftur og setja þetta á „raðgreiðslur“ (líklega smá summa í upphafi og svo meira svona „pay as you play“ eins og Englendingar kalla það). Everton hefur gefið Twente frest fram að leik Everton við West Brom í kvöld til að samþykkja breytingarnar en leita á önnur mið ef það gengur ekki.
Uppfærsla 12: Everton hefur, skv. Robert Elstone CEO, dregið sig formlega út úr viðræðum um kaup á Leroy. Miðað við það sem ég hef séð hingað til (þmt. komment frá stjórnarformanni Twente þá var það hið eina rétta í stöðunni. Ef vandamál kemur upp í læknisskoðun hlýtur söluaðili að slá af sínum kröfum, líkt og þegar maður kaupir hús og kemst að því í skoðun að þakið þarfnast nokkurra viðgerða (eins og Ari S kom inn á í kommentakerfinu). Það virðast Twente menn hafa neitað að gera og því leitar Moyes einfaldlega annað. Vissulega leiðinlegt, sérstaklega fyrir Leroy sem sagði að þetta væri langþráður draumur hjá sér að ganga til liðs við Everton, en svona er fótboltinn. Það eru fleiri fiskar í sjónum. Everton keyrir á fáum mönnum og hefur ekki efni á að kaupa rándýran leikmann sem eyðir mestum tíma á sjúkralistanum. Leroy á kannski eftir að standa sig vel en þetta er of stór séns fyrir 8M+ punda.
Frábærar fréttir og enn og aftur er Moyes að draga leikmann uppúr kanínu hattinum sínum (las þetta á útlendri síðu, snilldarlíking) þessi leikmaður hlýtur að vera góður ef hann kemst í gegnum Moyes síuna….
til hamingju Ísland… he he ég meina til hamingju Everton!
Og takk, Ari S. fyrir að benda mér á þetta — var ekki búinn að frétta þetta þegar þú hringdir.
Þessi lítur mjög vel út. Er hann að fara í 10 hjá okkur, og er þá Neville búinn á miðjunni. Alltaf gaman að fá nýja menn
Flott kaup held ég. Vantar okkur ekki líka einn framherja?
Ég held að Moyes sé klárleg að hugsa með þessum kaupum að auka breiddina og gæðin á miðjunni, eins og við vitum þá hefur spilið á miðjunni ekki verið á sama leveli þegar Gibbson er meiddur og þá sér maður vel hvað við erum brothættir í CMD. Neville er alveg kominn á síðasta snúning hvað varðar fótboltalega getu og er alls ekki að skila sama hlutverki á miðjunni og Gibbson. Þetta lítur út fyrir að vera spennandi leikmaður. Moyes er duglegur að finna leikmenn sem maður þekkir lítið sem ekkert. Hver vissi hver Fellaini var þegar hann var keyptur?
En er sammála Elvari, það mætti fá einn framherja, finnst líklegra að hann kæmi á láni heldur en að hann yrði keyptur þar sem við erum nú ekki með þykkasta veskið.
lítur vel út þessi leikmaður
Hann á eftir að skrifa undir þar sem personal terms samningar og læknisskoðun er eftir.
Náum fjórða sætinu ef þetta gengur eftir.
🙂
Leroy Fer er kátur með að þetta sé að ganga í gegn.
http://www1.skysports.com/football/news/11671/8451107/
Já rétt hjá Elvari, skrýtið að þetta sé enn ekkigengið í gegn. Vonandi fáum við jákvæðar fréttir fyrir morgundaginn.
Leroy fer til Everton….
Þetta er bara eins og við var búist. Fyrst þarf að semja við hinn klúbbinn, svo geturðu framkvæmt læknisskoðun og svo þarf að semja um launakjör.
Góðar fréttir (vonandi) en okkur vantar samt annann striker og einhvern á hægri kantinn.
Myndi vilja fá Kevin Gameiro frá PSG, hann er öflugur framherji og getur víst líka spilað á kantinum.
vel gert David Moyes, meistaradeildarsætið klárt með þessum kaupum STAÐFEST.
Ég treysti á meistara Moyes, hann er ekki þekktur fyrir að gera léleg kaup. Sammála Ingvari okkur vantar góðan striker, einhvern með markaskorun í blóðinu.
Ég tek undir Ásgeir að Moyes er fullkomnlega treystandi til að kaupa góða leikmenn.Ég held að við séum að styrkja okkur nokkuð vel í báráttuni um meistardeildarsæti.
Það er eitthvað vesen á þessum kaupum núna.
Þeir (á Official síðunni) sögðu að hann væri í læknisskoðun og Moyes segir það sama á síðunni í dag. Hann vildi samt ekki svara spurningum um leikmanninn, sagði að hann væri enn ekki kominn og bað fréttamennina um að geyma spurningarnar.
Þetta hlýtur að vera nokkuð öruggt ef að þetta kemur á evertonfc.com Ef að Moyes segir leikmannin vera í læknisskoðun… hm…. ?
Ég ætla að leyfa mér að vera rólegur í þessu máli þó að þetta sé aldrei öruggt fyrr en að búið er að skrifa undir.
Treysti Billy bullshit og félögum fullkomlega til að klúðra þessu eins og flestu öðru.
Ég held þú sért að lesa aðeins of mikið af Blue Union skrifum, Ingvar, sem er einfaldlega mannskemmandi. Mættir alveg tempra aðeins Kenwright hatrið.
Mér finnst líklegast að það hafi komið eitthvað vandamál upp í læknisskoðuninni sem gerir það að verkum að Everton hafi viljað setja fyrirvara í samninginn og tengja greiðslurnar við fjölda leikja. Svo getur líka verið að þetta séu bara sögusagnir. Eða smáatriði sem leysist á morgun/hinn. Hver veit. Kemur í ljós.
Af hverju er það mannskemmandi að lesa það sem þeir hjá The Blue Union skrifa?? Það eru einfaldlega staðreyndir.
En líklega er það rétt hjá þér, þetta með læknisskoðunina en þetta væri líka alveg týpískt Kenwrong klúður.
Eigum við ekki að stilla orðavali okkar hóf á þessari frábæru síðu.
Já Ingvar, vertu góður við Bill. Bætir ekkert að skammast út í hann. Við skulum vona það besta og sleppa neikvæðni ef við getum:)
Það liggur alveg ljóst fyrir að Fer stóðst ekki læknisskoðun og Everton fer fram á að endurskoðun á samningi en Twente virðast ekki tilbúnir í það. Að sögn fær Twente sénst fram að leik í dag til að breyta samning annars virðist samningurinn off. Ég vona að leikmaður pressi núverandi klúbb til að gefa eftir í þessu, en sjáum hvað setur.
BBC virðist staðfesta það sem mig grunaði (hann feilaði á læknisskoðuninni):
http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/21256945
Allt útlit fyrir að þessi kaup séu úr sögunni. Maður skyldi þá halda að það væru til peningar til að kaupa einhvern annann í staðinn eða jafnvel tvo. Kæmi reyndar ekkert á óvart að þessir peningar gufuðu upp á einhvern grunsamlegan hátt.
Whatever.
Það er erfitt að skipta um target korteri fyrir lok glugga því það tekur tíma að semja við nýtt lið, fljúga manni til Everton borgar í læknisskoðun og semja svo við hann. Þannig að mig grunar að CDM staðan verði ekki leyst í þessum glugga (nema Twente taki breyttu tilboði) og því verðum við að treysta á að Gibson komi aftur bráðum og meiðist ekki strax aftur. Það getur verið að aðrar stöður fái þá forgang, kannski sjáum við striker í staðinn eða markvörð sem veitir Howard meiri samkeppni. Það er þó ekkert gefið í þeim efnum og réttir menn ekki endilega á lausu fyrir rétt verð.
En þó ekkert gerist í þessum glugga ætla ég samt ekki að draga strax upp samsæriskenningarnar.
Það væri jákvætt að fá Butland þar sem hann hafnaði Chelsea á þeirri forsendu að fá ekki að spila en kaupveðið var 3 millj. punda BARGIN
3.5M sagði BBC en samt mjög gott verð, eins og þú bendir á. Spurning hvað Butland hugsar samt þegar hann horfir á Howard: Er það: „Þessi hefur spilað *alla* deildarleiki Everton samfleytt í nokkur ár og ég færi því á bekkinn“. Eða er það: „Mucha hefur ekki veitt Howard næga samkeppni til að taka við af honum, þó svo að Howard hafi fengið á sig mark í nánast öllum leikjum liðsins á tímabilinu“… Það er spurning. Svo kannski er Moyes með augastað á allt öðrum markverði til að gera að næsta landsliðsmarkverði Englands. Þeir eru ófáir leikmenn Everton sem hafa náð að verða landsliðsmenn undir hans leiðsögn (Jags, Baines, Lescott, Osman og fleiri mætti nefna).
Ykkur finnst ég kannski neikvæður og með samsæriskenningar. Sama er mér. Það kæmi mér bara ekkert à óvart að þetta væri einhver sýndarmennska af hàlfu Everton því það væri því miður ekki í fyrsta skipti.
Er ekki búinn að gleyma þegar við buðum í Alan Smith sumarið 2004, 7milljónir £ vitandi að hann væri að fara til man.utd. Þeir peningar voru fljótir að hverfa og Moyes þurfti að selja til að kaupa.
Tilboðið í Alan Smith (ef þetta var alvöru tilboð) komst í fréttirnar í apríl 2004. Hver er næsti maður inn eftir það? Annar miðjumaður að nafni Tim Cahill, sem hefur gerði aldeilis garðinn frægan með Everton — og kostaði ekki nema 1.5M punda! Alan Smith hefði kannski verið 7M flopp með okkur (hver veit) en í staðinn fengum við bargain leikmann sem smellpassaði í liðið og hjálpaði okkur í Champions League sæti það tímabilið. Mér finnst réttara að líta á þetta sem 6.5M í sparnað (Cahill reyndist okkur miklu meira virði, reyndar).
Ingvar ef þú værir að kaupa íbúð, nýja íbúð sem er nýkominn á markaðinn……???
Þú værir búinn fylgjast með henni og kannski skoða hana lítillega….. og gerir síðan tiboð sem er samþykkt af seljandanum……..???
Síðan kemu rí ljós að leyndur galli fyrirfinnst inni í íbúðinni en hann er það lítll en samt galli sem hugsanlega er hægt að laga…… :(o
Er þá eitthvað óelilegt við að þú kastir fram nýju tilboði sem miðast við að fljótt verður hægt að bæta/laga þennann galla sem kom fram þegar farið var að skoða eignina aðeins betur…??? Allir myndu gera það ég fullyrði það.
Eins er með Everton, ekkert skrýtið að þeir hafi viljað hafa fyrirvara með vegna hnémeiðslanna sem komu fram á Leroy Fer og héldu honum frá keppni í tvo mánuði íhaust, september og október (held ég)
Þetta er ekki erfitt og ekkert flókið. Alveg hárrétt sem að Everton er að gera í þessu máli, ekki spurning!
Áfram Everton!
ps. mér fannst Alan Smith aldrei geta neitt og Tim Cahill var/er miklu betri leikmaður en Smith nokkurn tímann var…
Sýnist sem þetta sé búið spil, sjá uppfærslu 12 hér að ofan.
Eigum við bara ekki að kaupa Belgann sem við vorum næstum búnir að krækja í um mitt síðastliðið sumar? Heitir hann ekki Ofoe?
Þó svo að Hollendingurinn „Fer“ hefði komið til okkar á lægri prís þá er alltaf hætta að kaupa mann sem er með stórauknar líkur á að lendi í meiðslum og nái ekki að þroskast sem leikmaður, gæti nú nefnt Vaughan sem dæmi sem ég var alveg viss um að yrði framtíðar framherji okkar.
Jú, hann heitir Vadis Odjidja-Ofoe.
Finnur og Ari S!
ég er ekkert að tala um að þessi eða hinn sé betri en einhver annar eða að einhver hafi fallið á læknisskoðun. Ég er að tala um að Everton hefur leikið þennan leik áður til að reyna að hafa stuðningsmenn góða. Þess vegna tók ég sem dæmi þetta boð í Alan Smith á sínum tíma. Og Finnur, það var í maí en ekki í apríl.http://www.evertonfc.com/news/archive/smith-wanted-by-blues.html
Þessir peningar voru fljótir að hverfa þegar hann fór svo (sem betur fer reyndar) til Man.Utd. Síðan er aldrei minnst á þetta meir á official síðunni. En þetta er frá CNN. http://edition.cnn.com/2004/SPORT/football/05/20/england.everton/index.html og þarna er talað um 7M punda sem síðan reyndust ekki vera til því Everton seldi Radzinski, og Linderoth auk þess sem Nyarko varð að fara þar sem einhver snillingur hafði gefið honum 5 ára samning þegar hann gat bara fengið dvalarleyfi í 4 ár.
> Finnur, það var í maí en ekki í apríl.
Ég fann tilkynningu frá því í maí á einhverri vefsíðu um að Everton hafi boðið í Smith. Sé ekki að það skipti máli hvort það var maí eða apríl. Cahill var keyptur í júlí. Finnst það ágætt að Moyes hafi fundið gimstein sem sparaði félaginu 6M punda. Lít ekki á það sem neinn hafi stungið peningum undan — við eigum enga heimtingu á því að Kenwright dæli endalaust peningum inn í klúbbinn.
við eigum enga heimtingu á því að Kenwright dæli endalaust peningum inn í klúbbinn.
Það er nefnilega það sem hann hefur aldrei gert.
Hann keypti félagið fyrir lánsfé frá ríkum vinum sínum og í samvinnu við Paul Gregg sem hann bolaði síðan frá og inn kom hinn forríki Robert Earle (stuðningsmaður Tottenham). Það eru reyndar margir sem halda því fram að Phillip Green (líka tottari) hafi borgað fyrir hlut Earle en það er ósannað.
Enginn af núverandi stjórnarmönnum hefur lagt pening í félagið síðan Kenwright keypti það. Þó eru þetta allt moldríkir menn sem vel gætu sýnt smá metnað og að minnsta kosti lánað félaginu pening, til dæmis gegn sjónvarpstekjum næsta árs.
Ég sé að það er nokkuð langur listi af umræðuefnum sem brennur á vörum þér en rauði þráðurinn í því nánast öllu, því miður, er þó neikvæðni gagnvart ákv. einstaklingum innan félagsins. Ég minni á að komment á þessa frétt eru send á alla sem kommentuðu á undan okkur og ég held það sé óhætt að fullyrða að flestir myndu vilja vera lausir við að fá afrit beint í inboxið hjá sér af öllum þessum neikvæðu skoðunum sem tengdar hafi verið klúbbnum gegnum tíðina.
Reynum að halda þessu á jákvæðu nótunum svo kommentakerfið breytist ekki í sama grátkórinn og grasserar á Liverpool bloggunum.