Mynd: Everton FC.
Everton mætti Southampton á útivelli í kvöld í leik sem lyktaði með 0-0 jafntefli. Þetta var fyrsti leikur Southampton undir nýjum stjóra eftir að Nigel Adkins (sem kom þeim upp um tvær deildir á tveimur tímabilum) var rekinn og það var greinilegt að allir leikmenn Southampton litu á þetta sem tækifæri til að sanna sig fyrir nýjum stjóra því þeir mættu grimmir til leiks og börðust af hörku um alla bolta, ljónhungraðir í sigur.
Uppstillingin kom svo sem ekki á óvart: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Pienaar á vinstri, Naismith á hægri. Osman og Neville á miðjunni. Fellaini fyrir aftan Jelavic. Naismith líklega umdeildasta valið. Mirallas á bekknum, sem var mjög kærkomið eftir tveggja mánaða meiðsli og Anichebe, super-söbbinn okkar, á bekknum líka. Heitinga sömuleiðis kominn aftur úr meiðslum. Gott að fá þessa menn aftur og Gibson og Hibbo vonandi ekki langt undan.
Fyrri hálfleikurinn var merkilega tíðindalítill af hálfu Everton og mjög lítið að gera í framlínunni því Everton liðið komst aldrei í gang fyrstu 45 mínúturnar og maður fór guðslifandi feginn með jafntefli í hálfleik því Southampton átti öll bestu færin og hefðu getað skorað ein þrjú mörk í fyrri hálfleik eða svo. Everton átti sinn versta hálfleik á tímabilinu. Einn í salnum (Eyþór) hafði á orði að Everton ætti að leyfa þeim að skora eitt mark til að vekja okkar menn af dvala. Þetta var alls ekki Everton liðið sem maður kannaðist við úr fyrri leikjum á tímabilinu og ekki að sjá að Southampton væri í neðri hluta deildarinnar. Einu færi Everton komu frá Naismith, fyrst skot meðfram jörðu sem markvörður varði og svo var Naismith með hálf-færi sem næstum skapaði dauðafæri. Þar með var það upptalið. Southampton mun meira með boltann, með mun fleiri horn og mun fleiri skot að marki. Þeim var bara fyrirmunað að skora. Annað hvort fóru þeir illa með gott færi eða Howard vel á verði í markinu.
Moyes hefur lesið yfir hausamótunum á leikmönnum því seinni hálfleikur var snöggtum skárri. Fellaini átti skot og Osman af löngu færi en hvorugt nýttist. Leikurinn batnaði þó sérstaklega með tilkomu Anichebe á 58. mínútu sem kom inn á fyrir Coleman (sem meiddist í leiknum). Coleman hefur því rétt rúmar tvær vikur til að ná sér heilum ef hann ætlar að ná leik írska landsliðsins þann 6. febrúar en hann var á dögunum valinn í hóp þeirra sem mæta Póllandi. Anichebe breytti leiknum töluvert því hann kom með ferskan blæ inn í liðið og náði strax að koma sér í færi og skapa færi fyrir aðra. Allt gott sem kom frá Everton í þessum leik fór í gegnum Anichebe, þar með talið fyrirgjöf fyrir markið þar sem Jelavic fékk frítt skot í dauðafæri en hitti ekki boltann og var skipt út af stuttu síðar. Anichebe átti líka frábært skot sem markvörður Southampton varði glæsilega og Anichebe lagði svo upp skotfæri fyrir Mirallas sem hitti ekki markið, greinilega ryðgaður eftir litla spilamennsku undanfarna tvo mánuði. Moyes prófaði ýmsar útfærslur af kantmönnum í leiknum, prófaði Fellaini djúpan og Fellaini í holunni, Osman prófaði holuna og Mirallas lét sjá sig bæði á vinstri kanti og frammi með Anichebe, en allt kom fyrir ekki. Þetta gekk ekki upp, ekki einu sinni manni fleiri þegar Puncheon, liðsmaður Southampton, þurfti að fara af velli til að kasta af sér þvagi. Grínlaust. Hvað er að frétta — er þetta Old Boys deildin??
Markverðirnir vörðu þó allt sem á markið kom og því endaði þetta með markalausu jafntefli í nokkuð fjörugum leik.
Einkunnir Sky Sports: Howard 7, Baines 7, Jagielka 5, Distin 6, Coleman 7, Pienaar 5, Osman 6, Neville 6, Naismith 6, Fellaini 7, Jelavic 5. Varamenn: Mirallas 6, Anichebe 7. Mér fannst Howard og varamaðurinn Anichebe eiga áttu skilið í leiknum og miðverðirnir okkar voru ekki svona lélegir. Ekki hægt að kvarta mikið yfir restinni þó mér finnist sumir eiga lægra skilið og aðrir aðeins (en alls ekki mikið hærra) skilið.
Ég skil ekki að Jags fái 5 hann átti í erfiðleikum með Lambert en hann var ekki svona slakur Howard góður á línunni en úthlaupin og spyrnur frá marki ekki á pari höfum séð Pienaar, Osman og Baines betri Jela slakur hans besta framlag þegar hann bjargar á línu Anichebe með frábæra innkomu aðrir á pari mitt mat
Naismith var skelfilegur, skil ekki hvernig hann fær 6 í þessari einkunnagjöf 0,5 hefði verið rausnarlegt. Skil ekki af hverju Oviedo fékk ekki séns. Hefði sett hann inn í staðinn fyrir Naismith og sett Pienaar hægra meginn (takið eftir að ég held aftur af löngun minni til að uppnefna
Naismith og kalla hann Naish**). Held að það hefði gert okkar menn mun meira ógnandi og varnarmenn Southampton hefðu fengið um nóg að hugsa. Hræðilegt klúður hjá Jelavic. Það gengur ekkert hjá honum karlgreyinu.
Vona bara að menn gyrði sig í brók og klári Bolton í bikarnum um næstu helgi.
Svo væri nú alger dásemd ef við gætum bætt við eins og 2 eða 3 nýjum mönnum í þessum mánuði en á ekki von á því frá Billy Bullshit og hinum skíthausunum í stjórninni.
Það þarf held ég kraftaverk til að við endum í meistaradeildarsæti, það besta sem við getum vonast eftir er 6.- 8. sæti og við vitum öll hvað það þýðir næsta sumar.
Áhorfendur tóku þessi klósett-atviki léttilega…
https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=wThzwxLDgAI
Þessar endalausu kýlingar miðvarðanna okkur eru farnar að vera til hábornarskammar!! Ljóst miðað við spilamennskuna að margt þarf að lagast, Jela þarf að setjast á bekkinn, karlgreyið var aldrei í réttri stöðu og vantaði alla ákefð og greddu.
Hræðilegur leikur og ég er enn ekki farinn að sjá hvað Naismith getur. Hann átti ekki skilið að fá 6 í einkunn í gær. Eina sem hann gerði var að reyna að ergja og bakka inn í leikmenn Southampton í föstum leikatriðum og þykjast detta…. bara í ruglinu í gær. Ömurlegur leikur hjá honum.
Versti leikur okkar á tímabilinu.
Ég var svakalega fyrir miklum vonbrigðum með leikinn í gær. Fyrri hálfleikurinn var skelfilegur og færið sem Jelavic fékk í seinna hálfleik átti að vera mark hjá honum. Anichebe finnst mér það góður að hann að alltaf að byrja nema hann mætti vera duglegri að hreyfa. Gott að Miralles getur farið að spila aftur. Markvörðurinn eini sem stóð fyrir sínu ásamt Anichebe aðrir spiluðu langt undir getu.
Það er mjög lítið um þennan leik að segja,við vorum bara ekki að spila vel.En von mín er að þeir komi betur stefndir í bikarleikinn um helgina.Ég held að liðið geti ekki annað en batnað.
Í fyrra átti Everton, líkt og nú, ákveðinn lágpunkt á tímabilinu nokkuð snemma í janúar með tveimur tapleikjum í deild í röð en ljósi punkturinn var þó 2-0 sigur á neðri-deildarliði (Tamworth) í 3. umferð FA bikarsins þar inn á milli.
Eftir þennan lágpunkt byrjaði tímabilið fyrir alvöru þar sem Everton tapaði aðeins tveimur leikjum í deild og náði mörgum mjög flottum sigrum, þmt. á Chelsea, Man City, Tottenham — að ógleymdum 4-0 stórsigrum á Sunderland og Fulham (og flottu 4-4 jafntefli á Old Trafford).
Vonandi að þessi lágpunktur hafi sömu áhrif og í fyrra og þessi tveir jafnteflisleikir í röð (Swansea og Southampton) hafi verið lágpunktur tímabilsins.
Flottur Finnur alltaf jákvæður:D
Við erum Everton. Alltaf kátir. 🙂
Hef ekki nennt að tjá mig um þennan hundleiðinlega leik fyrr.Er nokkuð sammála því sem hér hefur komið fram, skil bara ekki hvernig Naismith kemst í liðið hefur ekkert getað síðan í haust.Króatinn þarf að fá frí stræker sem skorar ekki úr svona færi á ekkert erindi í þessari deild. En svo áfram EVERTON.