Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Wigan - Everton.is

Everton vs. Wigan

Mynd: Everton FC.

Á morgun, annan í jólum, á Everton leik við Wigan á Goodison Park kl. 15:00.

Þessi tvö lið hafa aðeins mæst 16 sinnum frá upphafi og Wigan aðeins unnið tvisvar, þar af aðeins einu sinni á Goodison Park (árið 2005) en Everton unnið átta. Fjórir af síðustu fimm leikjum þessara liða hafa hins vegar endað með jafntefli en fimmti leikurinn var 3-1 sigur Everton þegar Wigan komu síðast í heimsókn á Goodison (sjá vídeó — sem og annað klassískt vídeo: 4-0 sigur frá 2009)

Wigan hefur gengið illa á útivelli í deildinni á tímabilinu, aðeins unnið Southampton (í fyrsta útileik sínum) og Tottenham í byrjun nóvember en tapað 6 leikjum. Þeir hafa ekki unnið útileik í þremur síðustu tilraunum, tapað þeim öllum með markatölunni 1-8. Þeir eru nú í þriðja neðsta sæti með 15 stig eftir 18 leiki, einu sæti neðar en Southampton á markatölu. Þeir hlakka því örugglega ekki mikið til að mæta Everton nú í þessari törn, ef marka má orð stjóra þeirra, Roberto Martinez.

Meiðslalistinn er svipaður og verið hefur, Mirallas, Hibbert og Coleman líklega frá (Coleman metinn á leikdegi). Fellaini er í banni en Gibson er það ekki þar sem Everton áfrýjaði rauða spjaldinu sem hann fékk gegn West Ham. Haft var á orði eftir leikinn að það er ekki oft sem stuðningsmenn heimaliðsins baula á dómarann og syngja „þú veist ekki þitt rjúkandi ráð“ þegar dómarinn rekur leikmann andstæðingsins út af en það gerðist einmitt þegar Gibson fékk rauða spjaldið. Ég ætla að vona að Coleman sé kominn aftur því Everton þarf á Jagielka að halda í miðverðinum en ekki hægri bakverði.

Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Neville og Gibson á miðjunni. Pienaar og Osman á köntunum. Anichebe og Jelavic frammi. Þess má geta að ef Neville spilar verður það 500. leikur hans í Úrvalsdeildinni en aðeins 6 aðrir leikmenn hafa náð því marki frá stofnun deildarinnar.

Hjá Wigan eru Alcaraz, McCarthy, Miyaichi og Watson meiddir en enginn í banni. Fyrirliði þeirra, Gary Caldwell, virðist hafa jafnað sig á meiðslum sem hann hlaut á læri en hann var þó á bekknum allan tímann í tapleik þeirra gegn Arsenal á dögunum.

Everton hefur skorað í síðustu 14 leikjum sínum í röð, sem hefur ekki gerst síðan á níunda áratugnum þegar Everton tímabilið 85/86 — tímabilið eftir (og áður) en Everton vann Englandsmeistaratitilinn. Everton hefur þó einnig fengið á sig mark í 13 leiki í röð, sem fer að nálgast met líka. Í þeim anda spái ég 2-1 sigri okkar manna. Spái því að Baines setji enn á ný mark úr víti gegnum sínum fyrrum félögum og ég held að Anichebe, sem hefur verið drúgur á tímabilinu, setji eitt líka.

Anichebe tölfræðin lítur svona út:

Orient : 93 mínútur, 1 mark. (bikarleikur)
W. Brom : 22 mínútur, 0 mörk.
Newcastle: 53 mínútur, 2 mörk. (tel með löglega markið – dæmt af)
Swansea : 95 mínútur, 1 mark.
Leeds : 95 mínútur, 0 mörk. (bikarleikur)
Southamp.: 17 mínútur, 0 mörk.
Wigan : 14 mínútur, 0 mörk.
QPR : 52 mínútur, 0 mörk.
West Ham : 90 mínútur, 1 mark.

Þetta gerir 5 mörk í 9 leikjum (í 56% leikja) og mark á um það bil 106 mínútna fresti (af 531 mínútum spilaðum). Ef, hins vegar, aðeins Úrvalsdeildarleikir eru taldir með gerir þetta 4 mörk í 7 leikjum (eða í 57% leikja) og mark hverjar 86 mínútur spilaðar (af 343 mínútum). Það telst nú bara ágætt.

Leikurinn er sýndur í beinni á Ölveri kl. 15:00. Sjáumst!

6 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Leiðist að vera svartsýnn en þetta fer 1-1. Eða Wigan stelur þessu.

  2. Orri skrifar:

    Þetta á nú bara að vera skyldu sigur.3-1 fyrir okkur.

  3. Halli skrifar:

    2-0 og þar sem Everton hefur aldrei tapað þegar annað hvort Anichebe eða Pinenaar hafa skorað þá ætla ég að skjóta á annan þeirra og svo jelavic

  4. Halldór S Sig skrifar:

    4-0 fyrir Eve Jelavic með 3 og Anichebe 1

  5. Gestur skrifar:

    þið eruð alltaf jafn bjartsýnir

  6. Teddi skrifar:

    þetta er eitthvað smitandi í L.borg 🙂