Fellaini dæmdur í þriggja leikja bann

Mynd: Everton FC.

Fellaini var í dag dæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir að sjónvarpsupptaka af leiknum við Stoke var skoðuð. Fellaini fékk bannið fyrir að skalla varnarmann þegar dómari sá ekki til og á sér engar málsbætur. Fyrirfram átti maður jafnvel von á að bannið yrði lengra en ljóst var fyrirfram að Everton myndi ekki áfrýja.

Ég verð að segja að ég er mjög sáttur við þátt Moyes-ar í þessu máli en hann faldi sig ekki bak við tímabundna fótboltablindu eins og Kenny Dalglish, Brendan Rodgers og Arsene Wenger, svo nokkrir séu nefndir, heldur sagði í sjónvarpsviðtali strax eftir leikinn að hegðun Fellaini í leiknum hefði verið algjörlega óásættanleg og að hann og liðið ætti skilið hvaða refsingu sem FA myndi ákveða. Moyes er harðlínumaður þegar kemur að svindli og óþokkaskap og kemur væntanlega til með að sekta Fellaini um tveggja vikna laun (150 þúsund pund eða tæpar 31 milljón ISK).

Fellaini missir með þessu banni af jólaprógramminu: leikjum við West Ham, Wigan and Chelsea og hefur vonandi lært sína lexíu. Shawcross er ekki alsaklaus í þessu máli heldur því hann hékk utan í Fellaini allan leikinn og náðist það margoft á mynd í föstum leikatriðum en dómarinn lét það viðgangast trekk í trekk — sem fór greinilega mjög í skapið á Fellaini, líklega minnugur þess að hann fékk einmitt dæmt á sig víti fyrir nákvæmlega eins brot gegn City.

Mér fannst heldur hjákátlegt að hlusta á Tony Pulis, stjóra Stoke, kvarta yfir því að dómarinn hafi ekki séð öll atvikin í leiknum, því maður horfir upp á Stoke leikmenn beita alls kyns bolabrögðum inni í vítateig í hverjum leiknum á fætur öðrum og virðast alltaf sleppa með það. Distin sagði eftir leikinn að leikurinn hefði spilað svolítið eins og glíma og nokkuð til í því.

Ekkert af þessu réttlætir þó að Fellaini missi stjórn á skapi sínu með þessum hætti. Þetta á ekki að sjást inni á vellinum og hann verður að læra að einbeita sér að því að spila fótbolta þó andstæðingurinn beiti bolabrögðum á við að stíga á ristina á honum, halda honum föstum eða klípi hann í bakið.

Hvað um það. Þessi leikur og þetta mál allt er vonandi að baki hér með. Lítið við þessu banni að segja.

11 Athugasemdir

 1. Haraldur Anton skrifar:

  Rétt ákvörðun.

 2. Gestur skrifar:

  hann hefur viljað komast í jólafrí

 3. Orri skrifar:

  Hann því miður vann fyrir þessu banni.

 4. Finnur skrifar:

  Eitt gott sem út úr þessu kemur er að nú stendur til að taka harðar á því þegar varnarmenn halda sóknarmönnunum inni í teig í föstum leikatriðum. Þetta var haft eftir Graham Poll í Daily Mail:

  „A compilation of examples will be put together and shown to referees to get commitment from them to punish this offence more often and in a consistent way. You often see the referee stop the kick being taken and warn the players to prevent holding, but this has stopped being an effective deterrent because so few follow up on the warning.“

 5. Fellaini lærir því miður ekkert hann hefur í gegnum tíðina verið með olbogana út í loftið sem gengur bara ekki í návígi við sér minni menn , þá lendir hann í að setja þá framaní menn eða í hálsinn.

 6. EinarFJ skrifar:

  Ég þakka fyrir að bannið væri ekki lengra, kallinn var alveg á grensunni í nokkur skipti, en hver vill ekki skalla þennan ágæta leikmann Stoke sem viðrist alltaf ná því besta fram í mönnum meðal annars með því að vera alltaf að knúsa menn inní sínum eigin vítateig og menn komast bara ekki úr mjúku faðmlagi hans!

 7. Elvar Örn skrifar:

  Væri satt best að segja mest til í að sjá Barkley spila í stað Fellaini í þessum þremur leikjum. Fellaini var arfaslakur í þessum leik og maður spyr sig af hverju vissum leikmönnum er aldrei skipt útaf. Gott dæmi var Arteta. Væri snilld að gera góða hluti án Fellaini og ná þriðja sæti um áramót. Það er allt hægt.

 8. Ari G skrifar:

  Finnst skrítið að stundum er tekið á slæmum brotum og stundum ekki eftir leiki. T.d. mætti taka mun harðar á þeim sem reyna að fiska vítaspyrnu eftir leiki. Setja þá skilorðislaust í eins leiks bann eftir írekuð brot. Fellaini átti þetta skilið og vonandi lærir hann af þessu. Aðrir stjórar áttu að hætta að verja stanslaust sína menn sem brjóta illa af sér eða leika til að fiska víti. Moyes ætti að vera fyrirmynd fyrir aðra stjóra. Nú vill ég sjá Barkley byrja á í næsta leik og taka hann útaf í seinni hálfleik ef hann stendur sig ekki og eins um aðra leikmenn.

 9. Einar G skrifar:

  Ég er hrikalega mikill Fellaini aðdáandi, finnst hann með flottari leikmönnum sem hafa spilað með Everton. En þetta er fáránlegt. Hann hefði átt að fá lengra bann fyrir þetta. Það er í það minnsta þrjú alvarleg atvik í leiknum þar sem hann kýlir og skallar, OK með eitt tilvik, get skilið það að menn missi stjórn, en þrisvar. Hann því miður datt niður uppáhaldsleikmannalistann minn….

 10. Halli skrifar:

  Þetta bann er fyllilega verðskuldað og kanski er Fellaini heppinn að fá ekki lengra bann. Ég held að Moyes breyti liðinu Þannig að Pienaar fer á hægri Oviedo á vinstri og Naismith í holuna því miður fáum við ekki að sjá Barkley nema þá sem varamann.

 11. Ari S skrifar:

  Einar, dómarinn sagðist hafa séð hin atvikin tvö og miðað við það sem á undan var gengið í þeim atvikum þá sá hann (eða FA) ekki ástæðu til að taka þau inn í dæmið líka.

  Yfirleitt þegar dæmt er svona eftirá þá er eitt atvik tekið og dæmt…yfirleitt það ljótasta eins og í þessu tilviki.

  Það eru gleðifréttir að farið verður að skoða betur þessi faðmlög í aukaspyrnum.

  Sammála Elvari, sama og ég var að hugsa…. nú verður Barkley settur inn á í stað Fellaini.

  Áfram Everton!