Everton vs. Sunderland

Mynd: Everton FC.

Á morgun (lau) kl 15:00 tekur Everton á móti Sunderland á Goodison Park. Ég hlakka alltaf mikið til að sjá Everton mæta Sunderland því Everton er þeirra „bogey-team“ sem er akkúrat það sem Everton þarf núna, eftir fjóra jafnteflisleiki í röð. Sunderland hefur ekki náð að sigra Everton í rúman áratug eða í 18 leikjum og markatalan í þeim leikjum 38-9 Everton í vil þannig að þetta eru oft fjörugir leikir og líklega verður eitthvað um mörk. Við eigum margar góðar minningar úr fyrri leikjum gegn Sunderland, til dæmis ætti 7-1 sigur Everton að vera fólki í fersku minni (en ef ekki þá er hér útdráttur á vídeóformi). Everton fór jafnframt illa með Sunderland síðast þegar þessi lið mættust (unnu 4-0, sjá vídeó) eftir að hafa aðeins nokkrum dögum áður slegið þá út úr FA bikarnum, 0-2 á útivelli (sjá mynd hér að ofan). Til að finna sigur Sunderland á Goodison Park þarf að fara 14 ár (13 leiki) aftur í tímann, en það var í vítaspyrnukeppni í deildarbikarnum. Næsti sigur þar á undan hjá Sunderland var árið 1981. Að framansögðu má því ráða að vinningshlutfall Everton gegn Sunderland á Goodison er mjög gott: 64% : 15% : 21% (sigrar : jafntefli : tap). Tim Howard, Phil Neville og Leon Osman (verðandi landsliðsmaður okkar) hafa allir leikið 12 leiki gegn Sunderland án þess að tapa. Moyes hefur stjórnað Everton í 17 leikjum gegn Sunderland í öllum keppnum, unnið 12 og gert 5 jafntefli (einnig taplaus) en árangur hans gegn Martin O’Neill, stjóra Sunderland, er ekki jafn góður: Enginn sigur í 8 leikjum gegn Aston Villa en hafði betur gegn Sunderland undir stjórn hans í fyrra. Og áður en lengra er haldið — ef þið fenguð ekki nóg af vídeóunum hér að ofan er hér eitt í viðbót, 5-0 sigur árið 1999.

Tveir af leikmönnum Sunderland eru okkur að mjög góðu kunnir, en McFadden (einnig þekktur sem McRooney) og Saha eru báðir á mála hjá félaginu. McFadden verður þó fjarri góðu gamni því hann er meiddur en Saha gæti byrjað frammi. Hann hefur þó enn ekki náð að skora með Sunderland en Sunderland hefur verið í miklum vandræðum með að setja mörk á andstæðingana undanfarið því þeir hafa aðeins skorað 1 mark í síðustu 5 leikjum í öllum keppnum — og það mark var reyndar sjálfsmark andstæðinganna. Það gerir meira en 8 klukkutíma af fótbolta án þess að Sunderland leikmaður hafi náð að skora en þeir töpuðu þremur af þessum leikjum og gerðu tvö jafntefli. Það vekur jafnframt athygli að þeir hafa aðeins skorað 6 mörk í deildinni frá upphafi tímabils — 5 ef sjálfsmarkið er ekki talið með, en Steven Fletcher hefur skorað öll mörkin fimm! Sunderland sitja í 16. sæti með 9 stig fyrir leikinn eftir 9 leiki (eiga leik til góða gegn Reading) en Everton er í 4. sæti með 17 stig með aðeins eitt tap í 10 leikjum, fjóra sigra og fimm jafntefli. Fjögur af þessum fimm jafnteflum komu í síðustu fjórum leikjum en ég á mjög erfitt með að trúa að þessi leikur endi með jafntefli. Everton hefur aðeins þrisvar frá upphafi gert fimm jafntefli í röð, en það gerðist síðast tímabilið 1974/75.

Hjá Everton eru Anichebe og Gibson meiddir en sá síðarnefndi er á batavegi og verður vonandi klár í slaginn fyrir leikinn við Reading að viku liðinni. Tony Hibbert er orðinn heill af sínum meiðslum. Spái því að uppstillingin verði mjög svipuð og í Fulham leiknum: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Á miðjunni: Osman og Neville. Pienaar og Mirallas á köntunum. Fellaini fyrir aftan Jelavic frammi.

Ég ætla að spá því að Everton taki svipaða taktík á þetta og í síðustu leikjum, fái á sig suckerpunch mark á fyrstu 15 mínútunum frá Fletcher eða Saha en taki svo leikinn í sínar hendur og vinni 3-1. Kíkið endilega á greiningu Executioner’s Bong fyrir leikinn. Alltaf skemmtileg lesning.

Koma svo bláir! Sjáumst á Ölveri!

13 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Vonumst eftir að sjá áfram svona góða spilamennsku einsog undanfarið en bara betri úrslit er þetta ekki bara 3-0 jelavic 2 og Mirallas 1

  2. Finnur skrifar:

    Kannski bara Osman með þrennu! 😉
    Eða Hibbo með þrennu (ekki vill hann vera minni maður en Osman). 🙂

  3. Finnur skrifar:

    Þær fréttir voru að berast að Hibbo er ekki nógu góður til að leika þennan leik. Þeir verða því þrír frá, Gibson, Anichebe og Ronaldo norðursins.

  4. Teddi skrifar:

    Djö$%$%, enginn Ronaldo!?! Þá horfi ég á annan leik 🙂

    Spái 2-1. Pienaar og Jelavic, leyfum síðan Saha að skora eitt mark svo hann plummi sig einhversstaðar blessaður.

  5. Hólmar skrifar:

    Frábær upphitun að vanda. Spái þessu 4-2. Pienaar, Osman, Mirallas og Coleman skora fyrir okkur, Cattermole og O’Shea fyrir Sunderland.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Fellaini er ótrúlegur, geggjað mark og síðan rugl góð stoðsending á Jelavic. Flott að sigra í dag. Mirallas er á góðri leið að verða minn uppáhalds leikmaður, verst að hann meiddist og verður líklega frá næstu vikur. Vona að toppliðin þrjú tapi nú stigum.

  7. Finnur skrifar:

    Felli slakur í fyrri en ekki hægt að skipta svona mönnum út. 🙂

  8. trausti skrifar:

    frábærtt!!!

  9. Ari skrifar:

    Mér fannst Osman spila eins og hann væri að fara að spila 100 landsleikinn sinn í næstu viku… hann var frábær. Í heidlina frábær sigur og óvæntur verð ég að segja eftir rothöggið sem við fengum í lok fyrri hállfleiks.

    http://www.101greatgoals.com/gallery/gimages/image/gif-close-up-of-fellainis-amazing-assist-for-jelavics-goal/