Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Nýr stjórn kjörin - Everton.is

Nýr stjórn kjörin

Mynd: Everton FC.

Aðalfundur Stuðnings- og aðdáendaklúbbs Everton á Íslandi var haldinn í fyrradag á Ölveri og var stemmingin mjög góð.

Tæplega 20 manns mættu (13% ef miðað er við félagatal) en greinilegt var að veikindi og ferðalög settu strik í reikninginn (þegar kom að mætingu) sem og það að Norðlendingarnir í hópnum, sem eru allnokkrir, voru margir hverjir fyrir norðan að fagna glæsilegum árangri Þórs og því löglega afsakaðir. 🙂

Fundargerðin er í vinnslu en helst ber að nefna að ný stjórn var kjörin á fundinum og er hún skipuð eftirfarandi mönnum:

Formaður: Haraldur Örn Hannesson
Varaformaður: Baldvin Þór Heiðarsson
Gjaldkeri: Eyþór Hjartarson
Ritari: Finnur Breki Þórarinsson
Meðstjórnandi: Óðinn Halldórsson

Varamenn í stjórn eru Gunnþór Kristjánsson og Róbert Eyþórsson.

Fráfarandi stjórn er:

Formaður: Haraldur Anton Haraldsson
Varaformaður: Elvar Birgisson
Gjaldkeri: Hólmar Örn Finnsson
Ritari: Einar Guðberg Jónsson
Meðstjórnandi: Georg Fannar Haraldsson

Nýkjörin stjórn þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og hlakkar til að takast á við verkefnið sem fyrir höndum er.

8 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Hefði viljað mæta og hitta þennan glæsilega hóp af Evertonmönnum, við komum einhverja helgina í vetur og hittumst yfir góðum leik.

  2. Ari skrifar:

    Þú verður að gæta þín, það eru ekki allir Norðan-Everton menn Þórsarar….. Sumir eru KA menn…… 😉 Þetta er svona svipað og þú værir kallaður Liverpool maður…. he he

  3. Finnur skrifar:

    Þess vegna sagði ég margir hverjir. 🙂

  4. Ari skrifar:

    Jaaaaá……:) sé það núna….:)

  5. Dyncla skrifar:

    Gott og fróðlegt fundur. Svo var leikurinn fyrsta flokks. Takk fyrir skemmtilegan dag. COYB

  6. Finnur skrifar:

    Takk sömuleiðis. Þetta var snilld.

  7. Ingólfur Örn skrifar:

    Hvar ætla menn að horfa á leikinn í kvöld?

  8. Finnur skrifar:

    Á Ölveri, eins og venjulega. Ég á reyndar ekki heimangengt sjálfur í kvöld, en ég veit ekki betur en að hinir fastamennirnir mæti og örugglega einhver slæðingur líka. Útsendingin byrjar 18:35.