Mynd: Everton FC.
Shane Duffy hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning hjá Everton en nýi samningurinn nær til ársins 2015. Duffy kom aðeins 16 ára gamall til Everton frá Norður-Írlandi og var fljótur að vinna sig upp í U18 ára lið Everton og síðar varaliðið sem og landslið Norður-Íra allt frá U16 og upp í aðalliðið. Það eru rétt um tvö og hálft ár síðan hann lét næstum lífið eftir að hafa rofið lifur í landsleik eftir samstuð við leikmann en lífi hans var bjargað með réttum viðbrögðum læknis liðsins og neyðar-skurðaðgerð á spítala. Þessi hávaxni og sterki miðvörður hefur verið lánaður út til nokkurra liða til að öðlast mikilvæga reynslu en fékk líka fjóra leiki með aðalliði Everton á síðasta tímabili (eftir meiðsli lykilmanna) og sýndi að honum var vel treystandi á móti þeim sterku framherjum sem enska deildin hefur upp á að bjóða. Hann náði fullum bata og það er gleðiefni að hann skuli nú vera búinn að framlengja samning sinn. Við óskum honum áframhaldandi velgengni með liðinu.
algjör snild mikið efni þarna á ferð.