Mynd: Everton FC.
Það eru ekki nema um 12 dagar í fyrsta deildarleik okkar á nýju tímabili og ekki nema fjórir dagar í góðgerðarleik Tony Hibberts sem enginn má missa af. Mikið væri nú gaman að vera á Goodison Park þegar Tony Hibbert, okkar eigin Chuck Norris, skorar sitt fyrsta mark fyrir félagið. Tony Hibbert veit að þegar markið lítur loksins dagsins ljós mun knattspyrnuiðkun vera lögð niður með öllu, þar sem fullkomnun hefur verið náð. Mark frá Tony Hibbert verður ekki toppað, svo mikið er víst.
Barclay deildin greindi annars frá því að til stæði að setja á laggirnar keppni sérstaklega fyrir U21 liðsmenn deildarinnar, sem ætti að vera kærkomin nýjung fyrir ungliðana sem vantar herslumuninn á að brjóta sér leið í aðalliðið. 17 úrvalsdeildarlið og 6 úr B deildinni ensku mynda þrjá riðla sem keppast við að komast í úrsláttakeppni og alla leið í úrslit.
Riðlarnir þrír eru:
Riðill 1: Arsenal, Blackburn, Bolton, Everton, Norwich, Reading, West Brom, West Ham.
Riðill 2: Aston Villa, Manchester United, Newcastle, Southampton, Stoke, Sunderland, Tottenham, Watford.
Riðill 3: Chelsea, Crystal Palace, Fulham, Liverpool, Manchester City, Middlesbrough, Wolves.
Allir riðlarnir eru, eins og sjá má, með 8 liðum, að þeim síðasta undanskildum.
Í öðrum fréttum er það helst að varaliðið mætir liði Bangor City frá Wales annað kvöld (lau).
Orðið er annars laust í kommentakerfinu…
Þegar Tony Hibbert gerir armbeygjur lyftist ekki líkaminn hans heldur er það jörðin sem færist niður á við.
Tony Hibbert (okkar eigin Chuck Norris) skaut einu sinni bolta í kinnina á hesti.
Afkomendur hestsins kallast nú gíraffar.
Tony Hibbert hleypur þangað til að hlaupabrettið þreytist.
mikill snillingur þarna á ferð TONY HIBBERT.Svo nýjustu ummæli Pienaar sem fær mann til að hlýna um hjartarætur.ÁFRAM EVERTON.