Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Snuðra hlaupin á þráðinn? - Everton.is

Snuðra hlaupin á þráðinn?

Mynd: Everton FC.

Enn á eftir að ganga frá félagaskiptum Steven Naismith frá gjaldþrota félagi Rangers til Everton sem og annarra leikmanna (sem samþykktu ekki framsal samningsins til nýja Rangers og sömdu því við önnur félög). Bæði gamla og nýja Rangers mótmælti félagaskiptunum á Naismith sem hefur valdið því að skoska knattspyrnusambandið (SKS) hefur enn ekki afgreitt félagaskiptin en nú hefur FIFA sent bréf til SKS og óskað eftir útskýringum á drættinum. FIFA hefur gefið SKS viku frest til að svara erindinu og vonandi leysist þetta fljótt og örugglega. Sé ekki að ástæða sé til að ætla annað en að Naismith verði formlega leikmaður Everton á næstu dögum því fordæmi eru fyrir því að ekki sé hægt að þvinga leikmenn gjaldþrota knattspyrnufélags til að verða leikmenn þess félags sem stofnað er úr rústunum. En sjáum hvað setur.

Everton hefur annars verið orðað við hina og þessa leikmenn undanfarið en sagt er að verið sé að semja við Tottenham um verð á Pienaar en ég lít á allt annað sem sögusagnir. Það væri flott að fá backup fyrir Jelavic, til dæmis Michael Owen sem er með lausan samning þessa dagana, en þó að hann skrifi ekki undir hef ég svo sem litlar áhyggjur.

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins var í gær þegar Morecambe tók á móti Everton í Testimonial leik fyrir þjálfara liðsins. Ég keypti mér vefaðgang (linkur) að hinum sex leikjum undirbúningstímabilsins og horfði á helstu leikatriði úr leiknum (sem var annars ekki sýndir beint neins staðar) og það var mikið gleðiefni að sjá Rodwell beita sér af fullum krafti eftir meiðsli, Osman eiga stóran þátt í tveimur af mörkum Everton og nýliðann Francisco Junior skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Vonandi eigum við eftir að sjá meira af honum, sem og hinum sem nefndir voru.

Í öðrum fréttum er það helst að Barkley og félagar í U19 ára liði Englands töpuðu fyrir Grikklandi í undanúrslitum Evrópukeppni U19 ára liða en markvörður Grikklands var rekinn út af í leiknum. Lið Englands þótti mun betra í leiknum að öllu leyti nema mörkum skoruðum en bæði Barkley og Lundstram byrjuðu leikinn og þótti Barkley standa sig sérstaklega vel. Luke Garbutt kom inn á í síðari hálfleik. Grikklandi tapaði svo 1-0 fyrir Spáni í úrslitunum.

Og í lokin má geta þess að sögusagnir eru um það að Everton hafi skrifað undir tæplega 2 milljón punda samning við StubHub um netsölu á miðum á leiki Everton. Hvorki félagið né StubHub hafa þó staðfest samninginn.

Comments are closed.