Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Myndir af nýja heimabúningnum komnar - Everton.is

Myndir af nýja heimabúningnum komnar

Mynd: Everton FC.

Myndir af nýja heimabúningnum fyrir 2012/13 tímabilið hefur litið dagsins ljós og viðtöl verið birt við leikmenn um nýja búninginn.

Búningsins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda fyrsta hönnun Nike síðan þeir tóku við af Le Coq Sportif. Treyjan er fallega dökkblá, eins og búast mátti við (og sjá má á myndinni), með hvítri rönd á erminni við upphandlegginn annars vegar (þykka rönd) og hálsinn hins vegar (þunn rönd). Hún er úr Dri-Fit efni sem ku vera létt efni sem andar vel og ætti að fara vel um leikmenn í þeim búningi. Efnið er jafnframt að öllu leyti úr efni sem er endurunnið.

Hægt verður að sjá leikmenn spila sinn fyrsta leik í nýju treyjunum í leiknum á laugardaginn gegn Morecambe en búningurinn verður settur í sölu þann 19. júlí. Forpöntun á netinu er hafin.

3 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Ég sé að þeir sýna 6 Pre-Season leiki í beinni á Everton TV og það verður hægt að sjá Higlights frá öllum leikjunum, svo fremi sem maður kaupi aðgang. Kostar um 20 pund að mig minnir. Ég hef keypt áskrift seinustu árin og horft á Pre-season leikina, gefur meiri spennu fyrir komandi tímabil og maður sér meira af ungu mönnunum líka. Man t.d. að Barkley var brilliant í fyrra og er viss um að hann muni spila mikið meira í ár en hann gerði í fyrra.

  2. Finnur skrifar:

    Mikið rétt – 18.99 pund fyrir sex leiki. Sýnist samt sem fyrsti leikurinn (við Morecambe) sem er að byrja núna sé ekki þar með.