Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Fulham - Everton.is

Everton vs. Fulham

Við mætum Fulham kl. 14:00 í dag (lau) í fjórða síðasta leik tímabilsins. Fulham liðið er ávallt auðfúsugestur á Goodison Park en þeir hafa ekki unnið á Goodison Park síðan tímabilið 1974/75 (þá í FA cup). Í deildarleik hafa þeir aldrei unnið á Goodison Park frá stofnun félaganna! Líkur á heimavelli okkar (þ.e.a.s. sigur : jafntefli : töp) eru tæp 72% : 21% : 7% eftir 28 leiki. Everton hefur unnið báða leikina við Fulham á tímabilinu (1-3 úti og 2-1 heima í bikarnum, sjá mynd) en Fulham hafa tapað 19 deildarleikjum í röð á Goodison Park!

Við erum taplausir í síðustu 6 leikjum í deildinni, með markatöluna 16-6, okkur í vil, þar af 8 mörk í síðustu tveimur leikjum. Nikica Jelaic hefur aldeilis stimplað sig inn í liðið með 5 mörkum í síðustu þremur leikjum og 8 samtals frá því hann var keyptur í janúar. Fulham hafa reyndar verið líka í fínu formi í deildinni, með nýja markaskorarann Pogrebnyak sem þeir fengu til sín í janúar frammi og Dempsey hefur auk þess verið í fínu formi á tímabilinu þannig að þeir eru með einstaklinga sem geta skapað usla.

Baines og Rodwell eru enn meiddir þannig að uppstillingin verður líklega svipuð og í síðasta leik. Howard, Distin (í vinstri bakverði), Heitinga, Jagielka, Hibbert. Pienaar á vinstri kanti, Gibson og Neville á miðjunni. Osman á hægri kanti. Fellaini framliggjandi fyrir aftan Jelavic sem leiðir sóknina. Sumir hafa viljað sjá hvort Count Stracula sanna að hann geti virkað með Jelavic í t.d. 4-4-2 uppstillingu og ef svo ber undir myndi ég giska á að Neville/Distin fengju að hvíla (eftir því hvor tækji vinstri bakvarðarstöðuna). Ross Barkley hefur líka verið í fínu formi með unglingaliðinu þannig að það er aldrei að vita nema hann láti sjá sig, og Coleman kannski sömuleiðis á undir lokin á hægri kanti.

Ef Osman leikur í dag verður það 300. leikur hans fyrir Everton síðan hann kom inn á gegn Tottenham árið 2003. Ossie, eins og hann er gjarnan nefndur, hefur allan sinn feril verið á mála hjá félaginu en hann kom upp í gegnum akademíuna hjá Everton. Sama gildir um Hibbert, en hann leikur sinn 250. leik í dag, ef hann er valinn.

Hjá Fulham eru Zdenek Grygera, Steve Sidwell og Bryan Ruiz meiddir.

Í öðrum fréttum er það helst að við eigum fjóra í U19 ára hóp Englands sem tekur þátt í forkeppni Evrópukeppninnar. Þetta eru þeir Barkley, Lundstram, Garbutt og Dier en sá síðastnefndi er reyndar enn lánsmaður hjá okkur frá Sporting Lisbon. Þetta er í fyrsta sinn sem Dier og Lundstram eru valdir í hópinn.

Write comment (1 Comment)

Comments are closed.