Lokað var á leikmannamarkaðinn á miðnætti. Ekki mikið gerðist hjá okkur fyrir lokun annað en að okkur barst nánasarlegt tilboð frá Tottenham í Phil Neville (fyrst 250K, svo 500K). Smánarlegt tilboð, í raun, og undarlegt allt saman þar sem þeir vita nákvæmlega hvað hann getur: Kafteinninn pakkaði Gareth Bale saman í báðum leikjunum sem við spiluðum við þá. Eins og sjá má (á mynd) vísaði Phil honum Redknapp persónulega á dyr.
Nokkrir leikmenn voru lánaðir út, sumir til að öðlast frekari reynslu eða skipta um lánslið en aðrir með væntanlega sölu í huga: Kieran Agard (lánaður til Kilmarnock), Joao Silva (Uniao Desportiva), Vaughan (Crystal Palace) og Yakubu (Leicester City). Steven Pienaar var svo, eins og fram hefur komið, seldur til Tottenham fyrir £2.5M – £3M (um 500K/1M meira en við keyptum hann á). Inn komu tveir ungir og efnilegir: Apostolos Vellios, 19 ára sóknarmaður, frá Irakli Thessaloniki F.C fyrir £250K og 17 ára varnarmann, Eric Dier (líklega að láni til að byrja með) sem þó nokkur lið hafa verið á höttunum eftir. Báðir hugsaðir fyrir framtíðina, sérstaklega Eric en hann fór beint í akademínua.
Comments are closed.