Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. West Ham - Everton.is

Everton vs. West Ham

Þá er það West Ham á heimavelli á morgun (lau) kl. 15.00. Þeir voru heppnir að ná jafntefli á móti okkur fyrr á tímabilinu þar sem ekkert skot þeirra rataði á markið en þeir stálu stigi með sjálfsmarki frá Hibbo. West Ham hefur gengið mjög illa á móti Everton gegnum tíðina og jafnframt ekki náð að sigra Everton í síðustu 10 leikjum (síðan 2007 á Upton Park) og aðeins tvisvar á Goodison Park í síðustu 15 deildarleikjum. Í deildinni hafa West Ham aðeins náð að vinna einn leik á útivelli þetta tímabilið. Við skulum bara halda því þannig.

Everton er með nokkuð fullskipað lið fyrir utan Cahill (Asian Cup) og Saha (sem skorað hefur 5 mörk í 4 deildarleikjum gegn West Ham) verður metinn á leikdegi hvort hann er fær. Jagielka er líklega kominn aftur.

Svo í lokin eru hér skemmtileg síða sem ég rakst á sem rekur stuttlega nokkra athyglisverða leiki gegn West Ham. Sérstaklega er einn skemmtilegur árið ’85 þegar Everton vann 3-0 og kempur á borð við Neville Southall og Kevin Ratcliffe tóku við deildarmeistaratitlinum. 🙂

Comments are closed.