Þá er það West Ham á heimavelli á morgun (lau) kl. 15.00. Þeir voru heppnir að ná jafntefli á móti okkur fyrr á tímabilinu þar sem ekkert skot þeirra rataði á markið en þeir stálu stigi með sjálfsmarki frá Hibbo. West Ham hefur gengið mjög illa á móti Everton gegnum tíðina og jafnframt ekki náð að sigra Everton í síðustu 10 leikjum (síðan 2007 á Upton Park) og aðeins tvisvar á Goodison Park í síðustu 15 deildarleikjum. Í deildinni hafa West Ham aðeins náð að vinna einn leik á útivelli þetta tímabilið. Við skulum bara halda því þannig.
Everton er með nokkuð fullskipað lið fyrir utan Cahill (Asian Cup) og Saha (sem skorað hefur 5 mörk í 4 deildarleikjum gegn West Ham) verður metinn á leikdegi hvort hann er fær. Jagielka er líklega kominn aftur.
Svo í lokin eru hér skemmtileg síða sem ég rakst á sem rekur stuttlega nokkra athyglisverða leiki gegn West Ham. Sérstaklega er einn skemmtilegur árið ’85 þegar Everton vann 3-0 og kempur á borð við Neville Southall og Kevin Ratcliffe tóku við deildarmeistaratitlinum. 🙂
Comments are closed.