Heyrst hefur að Jermaine Beckford hafi náð samkomulagi við Everton og skrifað undir "pre contract agreement". Hann kemur því að öllu óbreyttu til Everton í lok tímabils. Þessi samningur er þó ekki bindandi og getur hann því samið við annað lið í millitíðinni. Beckford er búinn að spila gríðarlega vel með Leeds það sem af er og er honum líkt við marga af helstu sóknarmönnum seinni tíðar. Þó er talið að ef hann nær að skora mikið af mörkum í þeim leikjum sem eftir eru þá verði margir "stærri" klúbbar en Everton á eftir honum. Spurning hvað verður.
Í öðrum fréttum þá stefnir Mikel Arteta á að spila gegn Liverpool í næsta mánuði. Arteta er búinn að vera að æfa með liðinu núna í eina og hálfa viku og samkvæmt David Moyes þá mun hann þyngja æfingar hans núna og sjá hvort hann nái sér á strik. Moeys er þó bjartsýnn að það séu ekki meira en fjórar vikur þar til Arteta sjáist á ný spila fyrir Everton.
Meira síðar, góðar stundir!
Comments are closed.